Fréttablaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 46
26 8. nóvember 2010 MÁNUDAGURSJÓNVARPSÞÁTTURINN ÓHRÆDD Hlín hefur slegið í gegn með hispurslausum bloggfærslum um samskipti kynjanna. Hún segir ýmislegt mega betur fara í íslenskri stefnumótamenningu – eða ómenningu eins og hún kallar hana stundum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Við ætlum að búa til stelpupartí. Þar sem stelpur eru með stelpum og ekkert er bannað,“ segir Hlín Einarsdóttir, ritstjóri vefmiðils- ins Bleikt.is, sem opnar á næstu vikum. Hlín vinnur nú að opnun Bleikt. is, en vefurinn verður fyrst og fremst ætlaður konum. Hún tekur þó fram að karlmenn muni ekki síður hafa gagn af vefnum þar sem þeir geti séð það sem konur tala um þegar þeir eru víðsfjarri. „Konur hafa mikinn áhuga á kynlífi og karlmönnum. Þær sem segjast ekki hafa áhuga á því eru að ljúga,“ segir Hlín, sem er 33 ára tveggja barna móðir og starfaði áður sem net- og dreifingarstjóri bókaforlagsins Sölku. „Karlmenn grunar ekki hversu svakalega frjálslegar við erum. Ef það kemur einn gaur í partíið þá breytist allt. Við elskum svona partí og stefnan er að það sé ekkert tabú og ekkert bannað.“ Aðspurð hvort kynlíf verði áberandi á vefnum segir Hlín svo vera. „Það er mikilvægt að konur séu meðvitaðar um kynferði sitt og séu stoltar af því. Við þurf- um ekki að berjast fyrir réttind- um kvenna, við erum konur með réttindi,“ segir hún. Hlín byrjaði að skrifa pistla á Pressunni í byrjun sumars og hefur síðan þá vakið mikla athygli. Hún er óhrædd við að tjá sig um samskipti kynjanna á hispurs- lausan hátt og hefur meðal ann- ars skrifað um það sem konur þola ekki við karlmenn og atriði sem drepa möguleikann á öðru deiti eftir það fyrsta. Þá vakti pist- ill hennar um kynþokka og greind kvenna gríðarlega athygli. Á síðunni þinni eru ýmis ráð í sambandi við stefnumót sem maður hefði haldið að væru almenn skynsemi. Erum við í rugl- inu að þessu leyti? „Svolítið mikið. Mér finnst að íslensk deitmenning mætti batna. Það mætti ýmislegt breytast.“ En hvar lærðir þú? Bjóstu erlendis eða býrðu yfir mikilli reynslu af deitmenningunni á Íslandi? „Ég þekki mikið af fólki sem hefur búið erlendis og þar virð- ast vera allt aðrar reglur en eru í gangi hér. Ég var gift í 10 ár, kom svo út á markaðinn og var í raun steinhissa á því hversu van- þróuð, stíf og ruglingsleg þessi menning, eða ómenning eins og ég kalla hana stundum, er. Hér fer fólk mikið á fyllerí til að kynnast fólki eða sofa saman og þetta er eitthvað svo sorglegt. Með síðunni ætlum við að breyta þessu.“ atlifannar@frettabladid.is HLÍN EINARSDÓTTIR: UNDIRBÝR STELPUVEF ÞAR SEM EKKERT ER BANNAÐ Konur hafa mikinn áhuga á kynlífi og karlmönnum „How I Met Your Mother eru í uppáhaldi hjá mér. Þeir eru mjög fyndnir og eiginlega bara nýju Friends. Cougar Town finnst mér líka góðir − svona virkilega steiktur gamanþáttur sem ég get endalaust hlegið að.“ Guðrún Dögg Rúnarsdóttir, ungfrú Ísland 2009. „Þetta var rosaleg lífsreynsla. Við vorum að upplifa nýja hluti á hverjum einasta degi,“ segir Fanney Ingvarsdóttir, ungfrú Ísland. Hún er nýkomin heim eftir að hafa tekið þátt í keppn- inni Ungfrú heimur í Kína. Fanney dvaldi í einn mánuð í Kína. Hún komst ekki áfram í úrslitin en er ekkert svekkt yfir því. „Við stelpurnar töluðum um hver við héldum að gæti unnið og margar af þessum ákvörðunum komu á óvart. Ég fékk að heyra það frá fullt af stelpum að ég yrði í topp 25. En lokakvöldið var ógeðslega skemmtilegt og rosa- lega góður endir á góðri ferð.“ Fanney kynntist ungfrú Bret- landi mjög vel í Kína og ætlar að heimsækja hana á næsta ári. „Við náðum voða vel saman og hún er þvílíkt yndisleg stelpa. Hún býr rétt fyrir utan London og ég hef aldrei komið til London.“ Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu lítið kepp- endurnir þekktu til Íslands. „Ég þurfti að sýna öllum á landakorti hvar Ísland væri. Ég var hálf- móðguð, verð ég að segja.“ - fb Fékk menningarsjokk í Kína SÉRFRÆÐINGUR Ásdísi býðst til að heimsækja vinkonuhópa og saumaklúbba landsins og gefa persónulegar ráðleggingar varðandi útlit og heilsu. KOMIN HEIM Fanney Ingvarsdóttir er komin heim til Íslands eftir mánaðar- dvöl í Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég næ yfirleitt ekki að svara öllum þeim fyrirspurnum sem ég fæ í pósthólfið mitt og ákvað því að bjóða upp á svona þjónustu til að gefa konum kost á að hitta mig per- sónulega og spyrja mig ráða,“ segir Ásdís Rán fyrirsæta en hún kemur til landsins í lok nóvember og býður sig fram til að heim- sækja saumaklúbba og vinkonuhópa lands- ins og gefa góð ráð um allt milli himins og jarðar. „Þetta er fræðsla, kennsla og ráðgjöf fyrir skvísur á öllum aldri. Ég ætla að vera með sýnikennslu og gefa mér tíma til að sinna hverri og einni eftir bestu getu,“ segir Ásdís og bætir við að hún fái hinar ýmsu spurn- ingar inn á borð til sín. „Vinsælustu fyrir- spurnirnar sem ég fæ eru hvernig ég laga á mér hárið, mataræðið, rassæfingarnar og hvernig ég held mér í formi. Ég tel mig vera sérfræðing í þessu öllu,“ segir Ásdís Rán, en þjónustan kostar milli 7-10 þúsund krónur á mann. „Það er bara svipað verð og ráðgjafar og einkaþjálfarar eru að taka en ég stoppa í nokkra klukkutíma og gef góð ráð. Þetta verður svona kósý kvöld með góðu spjalli,“ segir Ásdís, sem er nýflutt til München í Þýskalandi þar sem eiginmaður hennar Garðar Gunnlaugsson spilar knattspyrnu. „Mér líst ágætlega á þetta. Við búum í nota- legu fjölskylduhverfi og krakkarnir eru mjög ánægðir hérna,“ segir Ásdís. Hægt er að senda henni pantanir og fyrirspurnir varðandi ráðgjafakvöld Ásdísar á netfangið asdis@model.is. - áp Ásdís Rán mætir í saumaklúbba landsins Dvöl finnska rithöfundarins Sofi Oksanen á Íslandi hefur vakið mikla athygli en hún var stödd í Reykjavík til að veita bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs viðtöku. Sofi var síðan í viðtali á Rás 2 þar sem Linda Blöndal hugð- ist spyrja hana spjörunum úr en þeirra spjall varð heldur stutt og skorinort því Sofi húðskammaði Lindu í beinni útsendingu. Og fékk bágt fyrir hjá fjölmörgum netverjum sem á hlustuðu og tóku upp hanskann fyrir útvarpskonuna. Silja Aðalsteinsdóttir, fyrrum ritstjóri Tímarits Máls og menningar, fór með Sofi og unnusta hennar út á Reykjanes. Og í Reykjanesbæ var henni tekið sem rokkstjörnu, íbúarnir jafnvel föðmuðu Finnann að sér. Sem tók ágætlega í atlot þeirra. Í Grindavík voru einhverjir unglingsdrengir hrifnastir af hárinu hennar og reyndu að kasta í hana snjóboltum með ekki betri árangri en svo að þeir lentu í hárinu á Silju. Silja aðstoðaði Sofi og manninn hennar við að skipuleggja smá ferðalag út á landsbyggðina. Þau leigðu sér bíl og skoðuðu meðal annars Gullfoss, Geysi, Húsafell og Snæfellsnes. Sofi fór síðan af landi brott í gær en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var hún hæstánægð með dvölina hér á landi, ólíkt því sem margir kynnu að halda. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Auglýsingasími

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.