Fréttablaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 31
híbýli og viðhald ● fréttablaðið ●MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2010 Uppsalafélagið hefur síðustu sumur gert upp hús Gísla á Uppsölum í Selárdal við Arnar- fjörð, en næsta sumar verður þar opnað safn. „Þetta kom þannig til að Guðni Ágústsson, þáverandi landbúnað- arráðherra, og Níels Árni Lund ákváðu að hrinda af stað verkefn- inu Aftur kemur vor í dal en með því gafst einstaklingum og hópum kostur á að taka í fóstur ákveðnar jarðir og kot í Selárdal. Þá ákváð- um við Árni Johnsen alþingis- maður, Harri Kjartansson bygg- ingameistari og Ragnar Axelsson ljósmyndari að taka að okkur Upp- sali því okkur var ljóst að húsið var að eyðileggjast og synd væri að bjarga því ekki,“ segir Ómar Ragnarsson, fréttamaður í Upp- salafélaginu sem geymir hann og þrjá áðurnefnda heiðursmenn, en það var einmitt Árni sem kynnti landsmönnum Gísla í stórri grein í Morgunblaðinu snemma á níunda áratugnum og Ómar í sjónvarps- þættinum Stiklum ári síðar. „Harri byrjaði á að taka húsið út og taldi að ekki þyrfti að eiga við steypuna að svo stöddu, en gall- inn var sá að um húsið lék vatn og vindar því gluggarnir voru ónýt- ir og þakið lak. Nú er húsið algjör- lega fokhelt eftir að við settum á það nýtt þak, dyr og glugga, og það eina sem eftir er utanhúss er að mála þak og glugga í gráum lit,“ segir Ómar sem hefur farið reglu- lega vestur til að vinna að endur- bótum með félögum sínum. „Næsta verk er að ganga frá húsinu að innan, endursmíða rúm Gísla og aðra húsmuni. Þegar Gísli fór skildi hann eftir sig muni sem nú eru komnir á Byggðasafnið á Hnjóti og þeim viljum við alls ekki hrófla við, enda eiga þeir góðu menn sem björguðu þeim að njóta þess áfram. Við munum því endurgera heimilið eins og það var og hengja upp stórar ljósmyndir af Gísla í herbergið, þar sem hann sýnist sitja við orgelið sitt, og hafa þar tvö tæki sem annars vegar enduróma Bæn einstæðingsins þar sem Gísli orti tvö erindi og sjón- varpstæki þar sem hægt verður að horfa á Gísla í Stiklum,“ segir Ómar um þetta einstaka safn þar sem hver gestur er safnvörður. „Við ætlum að treysta fólki enda hefur það hingað til gengið vel um og ekkert tekið í burtu. Þarna eru enn munir eins og sokkaplögg og snærislykkjur sem Gísli not- aði og þurfa að fá að vera í friði áfram. Allt eru þetta menningar- verðmæti og að Uppsölum á fólk að geta komið til að upplifa karlinn og það að tíminn standi í stað, eða þá tilfinningu hans að ekkert liggi á,“ segir Ómar um ógleymanlegan Gísla sem þjóðinni varð svo kær. „Gísli er eitt magnaðasta dæmi um einelti sem Íslandssagan geymir. Hann hraktist út í horn strax á unga aldri því hann var lagður í einelti sem ungur maður vegna þess hvernig hann talaði. Sjálfur réttlætti hann einstæð- ingsskap sinn með því að hann hefði lesið um indverska jóga sem leituðu hamingjunnar með því að draga sig úr öllum skarkala, en það var hans leið til að vinna bug á eineltinu. Fólk skynjaði þetta og fann til með honum, enda kvaldist hann af einmanaleika allt sitt líf,“ segir Ómar og bætir við að Gísli sé sér lifandi á hverjum degi. „Ég er sífellt að sýsla með Gísla, nú síðast með Bæn einstæðings- ins sem kemur út á afmælisdisk mínum í flutningi Óskars Péturs- sonar og Kammerkórs Langholts- kirkju. Ég finn því vel fyrir honum í anda og það gera líka þeir sem koma að Uppsölum.“ thordis@frettabladid.is Er sífellt að sýsla með Gísla Ómar Ragnarsson við gamla húsið hans Gísla á Uppsölum. Hér er komin ný hurð á dyrnar sem Gísli gekk inn um í hús sitt, þar sem tíminn stóð í stað og hvorki útvarp, sjónvarp né dagblöð náðu til hans, uns Jón Páll sálugi Sigmarsson kraftajötunn færði Gísla sjónvarp að gjöf. MYND/ÓMAR Þ. RAGNARSSON Hér er húsið orðið fokhelt á ný eftir að Uppsalafélagar hafa sett í það nýja hurð, glugga og þak. MYND/ÓMAR Þ. RAGNARSSON Gamla húsið að Uppsölum áður en framkvæmdir hófust. Hér má sjá að þakið er gjörónýtt sem og gluggarnir. MYND/ÓMAR Þ. RAGNARSSON Borgardekk

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.