Fréttablaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 14
 8. nóvember 2010 MÁNUDAGUR14 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á net- fangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir og amma, Þuríður Valgerður Björnsdóttir Hjallaseli 55, andaðist mánudaginn 1. nóvember. Útförin fer fram þriðjudaginn 9. nóvember kl. 15.00 frá Fossvogskirkju. Alda H. Grímólfsdóttir Valdimar Guðlaugsson Andrés H. Grímólfsson Guðrún Grímólfsdóttir Jón Steinar Snorrason Eiríkur Steinþórsson Hjördís Björg Andrésdóttir Sverrir Ö. Hermannsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Ólafsson skipstjóri frá Súgandafirði, andaðist aðfaranótt fimmtudagsins 21. október. Útför fer fram frá Grafarvogskirkju 10. nóvember kl. 13.00. Ragnheiður Sörladóttir Álfheiður Einarsdóttir Odd Stefán Þórisson Kristín Einarsdóttir Sigurður Kristjánsson Ólafur Friðbert Einarsson Henný Ása Ásmundsdóttir barnabörn og langafabarn. Lokað Deloitte verður lokað í dag, mánudaginn 8. nóvember frá klukkan 14 vegna jarðarfarar Inga R. Jóhannssonar, löggilts endurskoðanda og fyrrum eiganda Deloitte. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Vilhelm Kristinsson Stigahlíð 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi, 4. nóvember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 16. nóvember, kl. 15.00. Kristinn Vilhelmsson Auður Matthíasdóttir Ólöf Vilhelmsdóttir Finn Jansen Björn Vilhelmsson Gunnar Vilhelmsson Hafliði Vilhelmsson Greta S. Guðmundsdóttir Sverrir Vilhelmsson barnabörn og barnabarnabörn Útför systur okkar og mágkonu, Margrétar Pálmarsdóttur Skálatúni, Mosfellsbæ, fer fram frá Lágafellskirkju miðvikudaginn 10. nóvember, kl. 13:00. Bára Pálmarsdóttir Davíð Davíðsson Fjóla Pálmarsdóttir Hilmar Leifsson Ísólfur Pálmarsson Hrönn Hafliðadóttir Helgi Pálmarsson Guðbjörg Björnsdóttir. Ástvinur okkar, Betúel Betúelsson Fjarðarseli 11, lést á Landspítala Fossvogi 28. október. Útförin fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 9. nóvember kl. 13. Hrafnhildur Inga Guðjónsdóttir Stefán Örn Betúelsson Ólöf Berglind Halldórsdóttir Guðjón Arnar Betúelsson Hanna Kristjana Gunnarsdóttir Hildur Björk Betúelsdóttir John Mar Erlingsson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Edda Snorradóttir frá Þórshöfn, Núpalind 4, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum Fossvogi 28. október, verð- ur jarðsungin frá Digraneskirkju miðvikudaginn 10. nóvember kl. 13.00. Þorkell Guðfinnsson Snorri Hafsteinn Þorkelsson Björg Skúladóttir Guðfinnur Helgi Þorkelsson Jóhanna Þorkelsdóttir Edda Björg Snorradóttir Elín Salka Snorradóttir Guðrún Helga Guðfinnsdóttir Þorkell Máni Guðfinnsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Indriði Guðjónsson vélstjóri, áður til heimilis að Vogatungu 3, Kópavogi, lést á Hrafnistu, Dvalarheimili aldraðra sjómanna, í Reykjavík, fimmtudaginn 28. október sl. Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 10. nóvember, kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Minningarsjóð Sjómannadagsins (s. 585 9500) eða Blindrafélagið. E. Sigurlaug Indriðadóttir Björn Þorsteinsson Friðgeir Indriðason Stella María Reynisdóttir Ingibjörg Indriðadóttir Guðjón Indriðason barnabörn og barnabarnabörn MOSAIK 44 Þótt skipulagsfræðin eigi sér ekki langa sögu hérlendis sem fræðigrein hefur hún verið í mikilli sókn síðustu árin. Skipulagsfræðingafélag Íslands var stofnað 17. júní 1985 og fyrsti formaður þess var Sigurður Guðmundsson. Núna í dag, á Alþjóðlega skipulagsdeginum, 8. nóvember, mun félagið veita verðlaun fyrir skipulag í samvinnu við Skipu- lagsstofnun í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 16. Doktor Bjarki Jóhannesson er formaður Skipulagsfræðingafélag Íslands og einn af stofnfélögum. „Verðlaun þessi eru veitt annað hvert ár en markmiðið með þeim er að hvetja til umræðu um skipulagsmál og vekja athygli á því sem er að gerast á sviði skipulags. Fagmennska er afar mikil- væg í skipulagsgerð, þar sem framtíð fólks og fjárfestingar eru í húfi,“ segir Bjarki. „Tillögurnar sem bárust í ár voru níu talsins og máttu hvort sem er tengjast svæðisskipulagi, aðalskipulagi, deili- skipulagi eða hvers konar stefnumót- un, áætlunum, rannsókn eða öðru tengt skipulagi.“ Skipulagsfræði er rótgróin fræði- grein í Bandaríkjunum og Bretlandi og hefur haslað sér völl sem sjálfstætt fag í Þýskalandi og víðar í Evrópu og er ört vaxandi á Norðurlöndum. „Eitt af meginmarkmiðum Skipulagsfræðinga- félagsins er að vinna að viðurkenningu skipulagsfræðinnar og stuðla að fagleg- um vinnubrögðum við gerð skipulags. Starfsheitið er nú lögverndað og skipu- lagsfræðingur þarf að hafa lokið að minnsta kosti fjögurra ára námi í skipu- lagsfræði á háskólastigi eða tveggja ára framhaldsnámi og hafa að auki tveggja ára reynslu af skipulagsmálum. Skipu- lagsfræði er sérstakt nám sem tekur á öllum þáttum sem inn koma í skipulag, meðal annars hagsmunum og aðkomu almennings,“ segir Bjarki. Þrír háskól- ar kenna fagið hérlendis í dag og um fimmtán manns eru í námi. Bjarki segir skipulagsmál ekki síður fjalla um félagslegt og vistvænt umhverfi og að hlúa vel að fólki en að byggja ramma utan um stærri bákn. „Staða skipulags hefur batnað mikið síðustu árin þótt enn sé víða pottur brotinn. Það er afar mikilvægt að vel sé staðið að skipulagsmálum því þau eru framtíðarfjárfesting þar sem verið er að mynda umgjörð utan um líf fólks. Hagur Íslendinga af góðum skipulags- málum er margs konar og skipulags- málin eru sérstaklega mikilvæg þegar þrengir að – að peningarnir séu nýttir sem best. Við sjáum víðs vegar minn- ismerki í umhverfi okkar um þensluna – hvernig farið var óvarlega í hluti.“ juliam@frettabladid.is SKIPULAGSFRÆÐINGAFÉLAG ÍSLANDS 25 ÁRA: ALÞJÓÐLEGUR DAGUR SKIPULAGS FAGMENNSKA AFAR MIKILVÆG AUKIN MEÐVITUND Doktor Bjarki Jóhannesson, formaður Skipulagsfræðingafélags Íslands, segir fólk meðvitaðra um mikilvægt hlutverk skipu- lagsfræðinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GORDON RAMSAY kokkur er 44 ára í dag „Ég leyfi blöðunum ekki að komast upp með það að skrifa hvað sem er um mig.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.