Fréttablaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 8. nóvember 2010 13 Hátíðlegt … Fallegt … Mikil stemmning … Þannig eru orðin sem maður hefur séð um Þjóðfundinn þar sem valdir full- trúar settu saman nokkur leiðar- ljós handa komandi stjórnlaga- þingi. Og hátíðlegt hefur þetta verið: fólk hefur klætt sig í betri fötin og vandað orð sitt og æði því að nú var það að sinna trúnaðar- störfum fyrir þjóðina sína. Þarna – en einkum þó á komandi Stjórn- lagaþingi – eiga loksins við orð Jónasar Hallgrímssonar í kvæð- inu um Alþing hið nýja: „snar- orðir snillingar / að stefnu sitja; / þjóðkjörin prúðmenni / þingstein- um á.“ Ekkert orðagjálfur Á Alþingi okkar daga situr upp til hópa fólk sem hvorki er þjóðkjörið né prúðmenni. Þar eiga betur við línur Jónasar úr öðru kvæði um sömu stofnun: „Naha, naha! / Bág- lega tókst með alþing enn, / naha naha naha! / Þar eru tómir dauðir menn. /Naha naha nah!“ Sumsé: snarorðir snillingar – eða þannig. Sumt er kannski dálítið skringilega orðað, eins og þegar talað er um að stjórn- arskráin „ávarpi“ þjóðina, hvar sem það nú þýðir, og svo er þarna vondur kveðskapur eins og ævin- lega þykir tilhlýðilegt að hafa í frammi þegar Íslendingar koma saman. Svo má gera athugasemd- ir við þær hugmyndir að efla skuli vald forseta – og varafor- seta – erum við ekki öll búin að fá okkur fullsödd af dyntóttum valdamönnum? En því fer fjarri að hér sé á ferðinni meinlítið orðagjálf- ur eins og sumir kynnu að hafa búist við: almennt er þetta býsna afdráttarlaust og jafnvel til þess fallið að breyta íslensku þjóð- félagi, nái það fram að ganga. Þannig segir til dæmis að land- ið skuli verða eitt kjördæmi með jöfnum atkvæðisrétti. Það er mjög róttæk hugmynd. Við sitjum uppi með fjölmargt fólk á alþingi sem kosið er af tiltölulega litlum og einsleitum hópi og lítur á sig sem hagsmunagæslumenn þess hóps fremur en fulltrúa þjóð- arinnar. Það er mörg stórfram- kvæmdin sem knúin hefur verið í gegn af slíkum ráðamönnum án þess að hirt hafi verið um þjóðar- hag eða náttúruvernd. Sumir þingmenn virðast ekki einu sinni sjálfir bera virðingu fyrir þeirri stofnun sem þeir eru kosnir til og eru upptekn- ari af aularæðumennsku af því tagi sem tíðkast í framhaldsskól- um þar sem ungir piltar æfa sig markvisst og þrotlaust í að rífast um tittlingaskít og gera sér upp heitar skoðanir á málefnum sem þeim er hundsama um: æfa sig með öðrum orðum í að villa á sér heimildir í ræðustól – skrökva. Ágætt veganesti Þjóðfundurinn kemur með ýmis- legt ágætt veganesti: til dæmis að náttúra og auðlindir Íslands sé óframseljanleg þjóðareign sem nýta beri á sjálfbæran hátt – það er stórmál; landið eigi að vera herlaust og vinna að friði; að sérfræðiþekking skuli nýtt við ákvarðanatöku fyrir opnum tjöld- um … Vera má að þetta séu sjálf- sagðir hlutir, en við skulum hafa í huga að hefði verið starfað í anda þessara hugmynda á sínum tíma hefði ekki verið staðið að einka- væðingu bankanna eins og gert var, Ísland ekki gert samsekt í innrásinni í Írak, ekki verið farið út í hundrað prósent húsnæðislán, svo að bara þrjár af heimskuleg- ustu og afdrifaríkustu athöfnum ríkisstjórna Davíðs og Halldórs séu nefndar. Það er ástæða til að binda vonir við komandi Stjórnlagaþing. Í fyrsta lagi munu þar sitja þjóð- kjörnir fulltrúar, en því er ekki að heilsa með alþingi eins og málum er háttað núna. Það fólk sem þar mun sitja hefur því raunverulegt lýðræðislegt umboð. Í öðru lagi hefur margt – hroðalega margt – hæft og gott fólk gefið kost á sér; maður mun eiga í mesta basli með að velja úr þessum fríða flokki. Heyrst hefur að þjóðþekktir ein- staklingar hafi þarna of mikið forskot og má vera að það sé rétt, en vandséð er hvernig bætt verði úr því. Frægðin kann hins vegar að vera beggja handa járn. Þarna kunna að vera einstaklingar sem eru duglegir að hafa sig í frammi án þess að almenn ástsæld fylgi athyglinni en þessu tvennu er stundum ruglað saman. Aðrir hafa getið sér gott orð vegna starfa sinna, skrifa sinna, hug- mynda sinna og atorku: er það ekki allt í lagi? Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG Heyrst hefur að þjóðþekktir einstaklingar hafi þarna of mikið forskot og má vera að það sé rétt, en vandséð er hvernig bætt verði úr því. Mundu að panta posa fyrir jólaverslunina! Borgun býður vandaða posa til leigu á hagstæðum kjörum. Hægt er að leigja posa í skemmri tíma, t.d. helgar- og mánaðarleigu. Einfaldir í notkun og uppsetningu Uppsetning á höfuðborgarsvæðinu er ókeypis Seljendur á landsbyggðinni fá posa senda uppsetta endurgjaldslaust Pantaðu posa á borgun.is eða leitaðu frekari upplýsinga í síma 560 1600. Þjóðkjörin prúðmenni Það er með ólíkindum að niður-skurðarhnífurinn virðist enn ætla að bitna á stofnun eins og Heil- brigðisstofnun Suðurnesja (HSS), sem hefur náð að spara ár fyrir ár og héldum við í sakleysi okkar að ekki þyrfti að höggva svo mikið skarð í þjónustuna. En nei, þar sem við höfum verið dugleg að hlýða þá er okkur sagt að vera enn duglegri. Ekki á bara að spara á HSS heldur á flestum öðrum stofnunum landsins. Þetta er aðför að landsbyggðinni á meðan stjórnvöld tala um að efla menntun og menningu þar. Hvernig er það hægt þegar leggja á niður sjúkra- húsþjónustu á þessum stöðum, þá er ekki lengur þörf fyrir menntað fólk á þeirra sviði og er mikil hætta á því að fólk flyst úr landi til þess að fá vinnu við sitt fag. Þessi aðför verður bara til þess að fólk flytj- ist úr landi og hver á þá að borga skuldirnar? Þar sem tilfinningin er að þessi niðurskurður er notaður sem blóra- böggull til þess að gera aðsúg að landsbyggðastofnunum, þá sér maður ekki sparnaðinn. Það er alltaf verið að tala um það að það sé svo stutt fyrir okkur Suður- nesjamenn að fara til Reykjavíkur en ég vil benda á að það er alveg jafnlangt fyrir höfuðborgarbúa að koma til Reykjanesbæjar. Við erum með þessar nýju og flottu skurðstofur sem nú safna ryki á meðan hátæknisjúkrahús er enn á teikniborðinu, sem ég get ekki skilið að við höfum efni á næstu árin. Af hverju ekki að nýta það sem til er í landinu? Hvað varðar fæðingarþjónust- una þá eru það ekki góð vísindi að skella öllum fæðandi konum inn á hátæknisjúkrahús heldur sýna rannsóknir að konum í eðlilegu ferli gengur best ef góð samfella er við ljósmæður þeirra og þær eru í sínu umhverfi með ljósmæðr- um sem þær þekkja. Það eru minni líkur á keisaraskurðum, inngrip- um og árangursríkari brjóstagjöf svo eitthvað sé nefnt. Það er nefni- lega þannig að hormónabúskap- ur konunnar vinnur best ef henni líður vel og þá eru meiri líkur á að fæðing hennar gangi vel. Auðvitað verðum við að hafa fæðingardeild á hátæknisjúkrahúsi, þar er gott starfsfólk sem er að gera frábæra hluti en það er líka verið að gera frábæra hluti úti á landi og konur vilja fæða í sinni heimabyggð. Hvert er öryggi þjónustunnar að allar konur eiga að fæða á Land- spítalanum í skjóli niðurskurðar ef ekki er hægt að sinna þeim vegna manneklu og plássleysis. Á þá að bæta við starfsfólki þar og gera breytingar á húsnæði? Hver er þá sparnaðurinn þegar þessi aðstaða og starfsfólk er fyrir hendi t.d. á Selfossi og í Keflavík? Í nýlegri grein í Fréttablaðinu eftir Dr. Birgit Toebes kemur fram að það eru mannréttindi að konur fái viðeigandi þjónustu í sambandi við barneignaferlið í þeirra nán- asta umhverfi. Það er það sem ég vil halda áfram að gera, að taka á móti nýjum Suðurnesjabúum í heimabyggð. Auðvitað veit ég að við (Íslend- ingar) fórum á hausinn haustið 2008 en fólk hefur komið með aðrar tillögur en þær að rústa velferðar- kerfinu okkar í þeirri mynd sem við þekkjum, t.d. að taka skatta af lífeyrissjóðsgreiðslunum strax og fá peninga inn í kerfið án þess að almenningur verði þess svo mikið var. Einnig mættu stjórnvöld skoða ýmis gæluverkefni bæði hérlendis og erlendis. Byrjað var að hækka skatta og gott og vel, maður hefur lagt sitt fram með því til þess að reisa Ísland við en það virðist ekki duga, heldur mun stefna í að ég sem er skattgreiðandi ásamt öllum hinum starfsmönnunum á heilbrigð- isstofnunum um land allt muni ekki borga skatta í kassann heldur verð- um við þiggjendur úr honum! Ég get ekki séð að það sé mik- ill sparnaður í því. Ég hélt að þeir sem væru við stjórn í landinu núna væru að vinna fyrir hinn vinn- andi mann en ekki sést það á þess- um ákvarðanatökum og segi ég bara gangi þeim vel að fá atkvæði þegar næstu kosningar koma, ef það verða þá einhverjir kjósendur eftir á landinu. Áhyggjur af niðurskurði Heilbrigðis- þjónusta Steina Þórey Ragnarsdóttir ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.