Fréttablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 6
6 15. nóvember 2010 MÁNUDAGUR Ríkisstjórnin hefur brugðist heimilum landsins Með leiðréttingu lána munu allir hagnast; Bankarnir Lífeyrissjóðirnir og öll þjóðin Við erum úr öllum flokkum Betri ríkisstjórn Strax Leiðréttið lán heimilanna Strax Hættið hræðsluáróðri Strax Gönguhópurinn Hvar er ASÍ ? Var rétt ákvörðun að hætta við að reisa samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni? JÁ 58% NEI 42% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu búin(n) að setja vetrar- dekk undir bílinn? Segðu skoðun þína á visir.is ÞJÓÐKIRKJAN Starfsreglur um rannsóknarnefnd um viðbrögð og starfshætti Þjóðkirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi um kynferðisbrot voru afgreiddar á kirkjuþingi í gær. Forsætisnefnd kirkjuþings gerði tillögu um að Róbert R. Spanó, prófessor og forseti laga- deildar Háskóla Íslands, yrði for- maður nefndarinnar. Svo var lagt til að dr. Berglind Guðmunds- dóttir, sálfræðingur og klínískur dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands, og Þorgeir Ingi Njálsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykja- ness og aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sætu í rannsóknarnefndinni. Tillagan var samþykkt sam- hljóða. Kirkjuþing skipar nýja nefnd: Rópert Spanó leiðir nefndina HJÁLPARSTARF Fyrsta barnið fæddist fyrir nokkrum dögum á nýrri fæð- ingardeild spítalans sem Íslend- ingar hafa byggt upp í borginni Apaflóa í Malaví. Stefán Jón Hafstein, umdæmis- stjóri Þróunarsamvinnustofnun- ar Íslands (ÞSSÍ) í Malaví, segir atburðinn afar gleðilegan og deild- in sé bylting frá fyrri aðstöðu þar sem aðeins var rúm fyrir tvær fæð- andi konur hverju sinni. Nú séu átta fæðingarbekkir komnir á rúmgóða og bjarta deild þar sem hægt sé að þjóna alls 24 konum og börnum þeirra. Á degi hverjum látast að meðaltali sextán konur af barns- förum í Malaví og er það með því hæsta sem gerist í heiminum. „Það er eitt af þúsaldarmar- miðunum að fækka dauðsföllum af þessum sökum og leitast við að tryggja sem flestum konum möguleika á að ala börn í öruggu umhverfi. Við spítalann í Apaflóa hefur nú verið starfrækt skurðstofa í rúmt ár og þar eru gerðir keis- araskurðir. Nú fá konur sem þurfa að jafna sig eftir slíkar aðgerðir aðstöðu til þess á nýju deildinni,“ segir Stefán. Í framhaldi af opnun- inni er búið að taka grunn að ann- arri fæðingardeild, sem verður til- búin í maí árið 2011, í afskekktri sveit. - sv Fyrsta barnið fætt á nýrri fæðingardeild byggðri af Íslendingum í Malaví: Önnur fæðingardeild í bígerð FYRSTA BARNIÐ FÆTT Starfsfólk sjúkra- hússins, Stefán Jón Hafstein og unga stúlkan sem ól fyrsta barnið á nýju deildinni. SAMGÖNGUR Borgaryfirvöld og Vegagerðin eiga í viðræðum um aðgerðir til að minnka slysahættu á ákveðnum kafla Hringbrautar. Um er að ræða þann hluta vegar- ins sem er á mörkum Miklubraut- ar og Hringbrautar við Bústaða- vegsbrúna. Vegagerðin vill setja upp vegrið á svæðinu en borgar- yfirvöld hallast að því að lækka umferðarhraða á svæðinu. Nokkur umferðarslys hafa átt sér stað á þessum kafla Hring- brautarinnar og eru menn á einu máli um að auka þurfi öryggi á staðnum. „Við höfum rætt mikið um að lækka þurfi hraða á þessum kafla. Það er mat einhverra sem ég hef rætt við í ráðinu og skoðun mín sem stendur að í stað þess að setja upp vegrið sem veitir fólki þá til- finningu að það geti keyrt hraðar, þá sé betra að reyna að láta fólk virða þann hámarkshraða sem er í götunni,“ segir Karl Sigurðs- son, formaður umhverfis- og sam- gönguráðs Reykjavíkur, og bætir við að taka verði tillit til fleiri sjón- armiða en eingöngu þess að bíla- samgöngur séu greiðar, svo sem heilsu og ánægju íbúa í nágrenni vegarins. „Það mætti kannski fara í ein- hverjar lækkunaraðgerðir eða þá að sjá til þess að hraðinn haldist í sextíu kílómetrum á klukkustund með eftirliti,“ segir Karl. Jónas Snæbjörnsson, umdæmis- stjóri hjá Vegagerðinni, segir það standa til af hálfu Vegagerðarinn- ar að reisa vegrið á þessum vegar- kafla. „Það er okkar hugmynd. Við ætlum nú að ræða aðeins betur við borgaryfirvöld en við teljum nauð- synlegt að gera þetta meðan aðrar betri hugmyndir hafa ekki komið fram,“ segir Jónas. „Við eigum eftir að fá samþykki borgaryfir- valda en ef svo ber undir gerum við þetta í óþökk þeirra.“ Einar Magnús Magnússon, upp- lýsingafulltrúi Umferðarstofu, telur óráðlegt að lækka hámarks- hraða á staðnum. „Það að taka hraðann niður á afmörkuðum kafla stofnbrautar skapar mikla truflun á flæði umferðar og hættu. Það jafnframt dregur úr virðingu ökumanna fyrir leyfðum hámarks- hraða þegar hann er algjörlega á skjön við vegaðstæður,“ segir Einar. Spurður um þessa gagnrýni segir Karl Sigurðsson: „Þetta eru ákveðin sjónarmið en ég er ekki sammála þeim. Það er nú bara staðreynd að hámarkshraði er ekki virtur þarna eins og er og ég get ekki séð að menn muni bera minni virðingu fyrir honum verði hann lækkaður.“ magnusl@frettabladid.is Borgin vill minnka hraða á Hringbraut Vegagerðina og borgaryfirvöld greinir á um hvernig skuli draga úr slysahættu á kafla á Hringbraut. Umferðarstofa telur að minni hraði gæti skapað hættu. VEGARKAFLINN SEM UM RÆÐIR Hraðakstur hefur verið vandamál á þessum vegarkafla og hafa nokkur umferðarslys orðið þarna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Það að taka hraðann niður á afmörkuðum kafla stofnbrautar skapar mikla truflun á flæði umferð- ar og hættu. EINAR MAGNÚS MAGNÚSSON UPPLÝSINGAFULLTRÚI UMFERÐARSTOFU AFGANISTAN,AP Ellefu manns fór- ust í átökum í Afganistan í gær, þar á meðal fimm hermenn NATO og þrír afganskir lögreglu- menn. Einn af hermönnum NATO sem féllu var danskur og gerðist það í suðurhluta Afganistans eftir að vegasprengja sprakk. Túlkur særðist einnig í árásinni, að sögn danska hersins. Um sjö hundruð danskir hermenn eru í Afganist- an, flestir í Helmand-héraðinu. Þar var einnmitt breskur her- maður drepinn í gær. Það sem af er þessum mánuði hefur 31 með- limur sambandsríkjanna látist í landinu. - fb Hörð átök í Afganistan: Fimm hermenn NATO féllu HERMENN Ellefu manns fórust í átökum í Afganistan í gær, þar á meðal danskur hermaður. PARÍS, AP Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, stokkaði í gær upp í ríkisstjórn sinni og skipaði nýja utanríkis- og varnarmálaráð- herra. Michele Alliot-Marie tekur við sem utanríkisráðherra af Bernand Kouchner á meðan Alain Juppe, fyrrverandi forsætisráðherra, verður varnarmálaráðherra í stað Herve Morin. Fyrr um daginn var Francois Fillon endurskipaður sem forsætisráðherra, skömmu eftir að hann hafði hótað því að segja starfi sínu lausu. - fb Breytt ríkisstjórn Frakklands: Sarkozy skipar tvo ráðherra VIÐSKIPTI Gjaldeyrisreglur Seðla- bankans voru ekki birtar með réttum hætti fyrr en í október síðastliðnum og voru því óskuld- bindandi, að mati hæstaréttarlög- manns. Ef það verður niðurstaða dóm- stóla gæti það haft áhrif á fjölda mála þar sem menn eru grunaðir um að brjóta gegn höftunum. Reimar Pétursson, hæstarétt- arlögmaður, hefur skrifað grein um gjaldeyrisreglur Seðlabank- ans í nýjasta tölublað Lögmanna- blaðsins sem kemur út í desem- ber næstkomandi. Reimar telur að gjaldeyrisreglurnar hafi ekki verið réttilega birtar fyrr en í október síðastliðnum og þar með hafi þær verið óskuldbindandi fyrir þann tíma. - þþ Stjórnvöld gagnrýnd: Gjaldeyrisreglur ekki birtar með réttum hætti SJÁVARÚTVEGSMÁL Mikið af grá- sleppu veiðist sem meðafli í flott- roll við síld- og makrílveiðar. Þetta kom fram á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda fyrr í þessum mánuði. Grásleppuveiðimenn lýstu áhyggjum sínum vegna þessa og töldu brýnt að veiðieftirlit Fiski- stofu hefði meira eftirlit með löndun þessara skipa. Aðalfund- ur LS samþykkti eftirfarandi um málefnið: „Fundurinn lýsir áhyggjum sínum vegna þeirra hundraða tonna af grásleppu, sem veiðast sem meðafli í flottroll. - shá Smábátasjómenn Mikið af grá- sleppu í flottroll Á GRÁSLEPPU Hrognin eru afar verð- mæt. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.