Fréttablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 10
 15. nóvember 2010 MÁNUDAGUR Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Spil og jóladagatöl með þínum myndum. Hannaðu þín eigin spil eða jóladagatal á oddi.is Ómissandi Hrein íslensk náttúruafurð ms.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 18 5 0 ® FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN STÝRÐU UMRÆÐUNNI Í ÁTT TIL ÞÍN Meiri Vísir. TANSANÍA Í tveimur Afríkuríkj- um, Tansaníu og Mósambík, hafa rottur verið notaðar með góðum árangri til þess að hreinsa jarð- sprengjusvæði. Jarðsprengjur eru vandamál í meira en hundrað löndum. Þær hafa undanfarin tíu ár kostað nærri tuttugu þúsund manns lífið og limlest tugi þúsunda að auki. Hættulegt er að hreinsa jarð- sprengjusvæði, en sé það ekki gert verða íbúar landanna í hættu um ókomna framtíð. Fyrirtæki í Tans- aníu, sem nefnist APOPO, hefur því brugðið á það ráð að þjálfa upp rottur til þess að sinna þessu þjóð- þrifaverkefni. Hundar hafa einnig verið notað- ir með góðum árangri til að þefa uppi jarðsprengjur í sumum lönd- um, en annars er oftast notast við gamaldags málmleitartæki eða nýlegri ratsjárbúnað. Rotturnar hafa þann kost að þær eru léttari en hundar og því miklu minni hætta á að sprengjurnar springi þegar þær eru að athafna sig. Afar sjaldgæft er að slíkt gerist. Þjálf- un þeirra tekur einn- ig skemmri tíma en þjálfun hunda, auk þess sem hundarnir eru dýrari og þurfa meiri umönnun. Reyndar munu vís- indamenn í Kanada hafa kom- ist að því að hu n - angsflugur er hægt að nota til að finna jarð- sprengjur. Þær eru sagðar bæði nákvæmari og fljótari en hundar og rottur. Rotturnar eru gæddar góðu þef- skyni. Þær eru þjálfaðar til að þefa uppi sprengiefni. Síðan eru þær sendar út á jarðsprengjusvæði. Nákvæmlega er fylgst með þeim og þegar þær nema staðar og byrja að krafsa í jörðina er staðurinn merktur inn á kort. Þegar svæð- ið allt hefur verið kortlagt eru menn sendir með málm- leitartæki til að fjarlægja sprengjurnar. Þessi aðferð er miklu hraðvirkari en hefð- bundin jarðsprengjuleit. Tveir menn eru venjulega heilan dag að hreinsa 200 fermetra svæði af jarð- sprengjum, en með aðstoð tveggja rottna tekur það ekki nema tvo klukku- tíma. gudsteinn@frettabladid.is Rottur látnar þefa uppi jarðsprengjur Afrískar risarottur þykja hafa staðið sig vel í að hreinsa jarðsprengjusvæði. Með aðstoð þeirra vinnst verkið mun hraðar en þegar menn standa einir að verki. Hundar hafa einnig verið notaðir til þessara verka með góðum árangri. ROTTA Í ÞJÁLFUN Rotturnar eru þjálfaðar í að þefa uppi sprengiefni. Þær eru léttari en hundar og því minni hætta á að sprengjurnar springi. NORDICPHOTOS/AFP HAÍTÍ Þrír íslenskir sendifulltrú- ar Rauða krossins á Haítí taka nú þátt í að berjast gegn kólerufar- aldri sem stöðugt verður skæð- ari. Sjúkdómurinn hefur náð inn til höfuðborgarinnar Port-au- Prince og er eins og tifandi tíma- sprengja í flóttamannabúðum þar sem hundruð þúsunda manna haf- ast við. Birna Halldórsdóttir, rekstr- arstjóri tjaldsjúkrahúss Rauða krossins í Carrefour, segir í til- kynningu frá Rauða krossinum að um tíu þúsund manns hafi veikst og um 643 dauðsföll megi rekja til kóleru. „En mörg tilfelli hafa ekki verið skráð og sumir segja að það sé hægt að tvöfalda þessar tölur,“ bætir hún við. Með Birnu í Carrefour eru hjúkrunarfræðingarnir Kristj- ana Þorláksdóttir og Ragnheiður Þórisdóttir, sem fór upphaflega til Haítí í lok maí. Alls 27 fulltrúar Rauða kross Íslands hafa farið til Haítí frá því að jarðskjálftinn reið þar yfir í byrjun árs. Kólera veldur miklum niður- gangi sem leiðir til þess að lík- aminn ofþornar, en Rauði kross- inn hefur einnig verið að vinna að forvörnum, sem felast aðallega í bættu hreinlæti. - þj Íslendingar á vegum Rauða krossins berjast við kólerufaraldur á Haití: Hundruð manna hafa látist BARIST GEGN KÓLERU Kristjana Þorláksdóttir við störf á sjúkrahúsinu í Carrefour. MYND/RAUÐI KROSSINN. EFNAHAGSMÁL Staða ríkissjóðs fyrstu níu mánuði ársins var nítj- án milljörðum króna betri en áætl- anir gerðu ráð fyrir, að því er fram kemur í nýjum tölum fjármála- ráðuneytisins. Handbært fé frá rekstri var nei- kvætt um tæpa 74 milljarða en í áætlunum var gert ráð fyrir að það yrði neikvætt um tæpa 93 millj- arða. Á sama tímabili í fyrra var handbært fé frá rekstri neikvætt um tæpa 89 milljarða. Handbært fé frá rekstri sýnir það fé sem regluleg starfsemi ríkisins skilar. Er það í raun mis- munur á inn- og útgreiðslum rík- issjóðs. Tekjur ríkissjóðs fyrstu níu mánuðina námu 336 milljörðum en gjöldin voru 392 milljarðar. Til viðbótar gjöldunum bætist staða rekstrartengdra eigna og skulda sem er neikvæð um rúma sautján milljarða. Tekjurnar voru þrettán millj- örðum króna meiri en áætlað var í fjárlögum og munar þar einkum um hagnað af svonefndu Avens- samkomulagi. Snýst það um kaup Seðlabankans á tilteknum eigum Landsbankans í Lúxemborg. Tekjuskattur einstaklinga nam rúmum 64 milljörðum fyrstu níu mánuðina sem er aukning um fimm milljarða frá í fyrra. Tekju- skattur lögaðila dróst hins vegar saman um þrjá milljarða. Skatt- ur á fjármagnstekjur dróst mikið saman á milli ára en breyting á innheimtu ræður þar miklu. - bþs Handbært fé frá rekstri neikvætt um 74 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins: Staða ríkissjóðs betri en spáð var FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Ríkið innheimti fimm milljörðum króna meira í tekju- skatt af einstaklingum fyrstu níu mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. STÓRAR OG RÓLEGAR Afrísku risarotturnar þykja afskaplega ljúfar og hafa verið notaðar mikið sem gæludýr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.