Fréttablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 15. nóvember 2010 27 Rachel Weisz þykir líklegust til að hreppa hið eftirsóknarverða aðal- kvenhlutverk í næstu Batman- mynd bandaríska leikstjórans Chris Nolan. Þetta kemur fram á afþreyingarvefnum Contactmusic. com. Fjöldi frægra leikvenna hefur lýst áhuga sínum á hlutverkinu og nægir þar að nefna Gossip Girl- stjörnuna Blake Lively og Natalie Portman. Nolan hefur þegar feng- ið breska leikarann Tom Hardy í hlutverk nýs þrjóts en það verð- ur vægast sagt forvitnilegt að sjá hvort Nolan takist að fylgja eftir gríðarlegum vinsældum Dark Knight. Christian Bale mun endur- taka hlutverk Leðurblökumanns- ins í þriðja sinn en myndinni hefur verið gefið nafnið Dark Knight Rises. Og Weisz hefur heldur betur verið í kastljósi fjölmiðla beggja vegna Atlantshafsins. Því hún skildi nýverið við eiginmanninn, leikstjórann Darren Aronofsky. Ástæðan fyrir skilnaðinum var ekkert venjuleg því sjálfur James Bond eða Daniel Craig er talinn hafa komist upp á milli hjóna. Weisz er sögð hafa fallið fyrir Craig þegar þau léku saman í kvik- myndinni Dream House. - fgg Rachel Weisz með Batman og Bond SAMAN EÐA EKKI Rachel Weisz er orðuð við bæði Batman og James Bond. Hún á reyndar að leika í næstu Batman-mynd en er sögð eiga í ástarsambandi við Daniel Craig sem leikur Bond. NORDIC PHOTOS/GETTY Breska leikkonan Emma Wat- son viðurkennir í samtali við Bang Showbiz að hún hafi einu sinni orðið ástfangin. Hún hafi hins vegar aldrei lent í ástarsorg. „Ég vil ekki segja hver það var, það væri ósanngjarnt gagnvart hinum,“ sagði Emma. Emma hefur verið bendluð við tónlistarmanninn George Criag, fjármálagúrúið Jay Barrymore og spænska tónlistarmanninn Rafael en henni virðist hafa tek- ist að halda einkalífinu út af fyrir sig. Emma hefur nú leikið Herm- oine Granger í sex myndum og síðustu myndirnar eru væntan- legar í kvikmyndahús heimsins á þessu og næsta ári. Varð einu sinni ástfangin ELSKAÐ AÐEINS EINN Emma Watson hefur aðeins elskað einn en vill ekki segja hver það er. NORDIC PHOTOS/GETTY Gwyneth Paltrow leitaði ráða hjá Beyonce Knowles áður en hún steig á svið og söng lag úr kvik- mynd sinni Country Song á amer- ísku kántrý-verðlaunahátíðinni sem fram fór á dögunum. Í sam- tali við Access Hollywood sagð- ist Paltrow ekki hafa getað sofið nóttina áður en hún kom fram en með því að læra tækni hjá Knowles hafi hún getað róað taug- arnar. „Ég er svo heppin að geta leitað til svona frábærra lista- manna,“ segir Paltrow. Fékk ráð hjá Beyonce KÁNTRÝ Gwyneth Paltrow söng lag á amerísku kántrý-verðlaunahátíðinni. Og fékk prýðilega dóma. NORDIC PHOTOS/GETTY Tólf jólalög sem eru öll í sér- stöku uppáhaldi hjá söngkonunni Regínu Ósk eru á nýrri jólaplötu hennar sem nefnist Regína Ósk … um gleðileg jól. Þetta er fjórða sólóplata hennar og inniheldur hún ný íslensk jólalög í bland við erlend lög með íslenskum text- um. Eitt laganna samdi Regína til dóttur sinnar Anítu, sem er átta ára. Aníta syngur einmitt dúett með mömmu sinni í laginu Bráð- um koma blessuð jólin. sem er nýtt jólalag eftir Trausta Bjarna- son. Í framhaldinu af útgáfunni fer Regína á flug með Frostrós- um og syngur með þeim á þrjátíu tónleikum í desember. Syngur með 8 ára dóttur Jón JónssonAkureyri

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.