Fréttablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 32
15. nóvember 2010 MÁNUDAGUR20
timamot@frettabladid.is
Kynstrin öll er nýtt og öðruvísi
spurninga- og partíspil sem Jóna
Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar- og
kynfræðingur, hefur síðustu mán-
uði staðið í ströngu við að búa til en
spilið er það fyrsta sinnar tegundar
á Íslandi og, að því er Jóna Ingibjörg
telur, hefur slíkt spil ekki verið gert
erlendis heldur. Jóna Ingibjörg hefur
í mörg ár verið frumkvöðull í því að
fræða Íslendinga um kynferðismál
og rekur Kynstur ráðgjafastofu.
„Síðasta vetur var ég að spila með
vinafólki og hugsaði með mér að það
væri gaman að hafa spurningar með
um þetta efni, sem voru þá ekki til,
þannig að ég ákvað að vinda mér í að
búa til svona spil sjálf,“ segir Jóna
Ingibjörg. „Spilið fjallar um sam-
skipti kynjanna og kynferðismál og
er bæði á léttum og fyndnum nótum
auk þess að vera fræðandi. Spilið er
ekki spil af því tagi sem kallast „sex-
game“, engar verklegar æfingar, ekki
deilt af persónulegri reynslu eða slíkt
heldur fyrst og fremst umræðuvekj-
andi og þeir sem hafa mest gaman af
því er fólk eldra en 15 ára.“
Jóna Ingibjörg samdi ókjörin öll af
spurningum og fór svo yfir þær og
grisjaði með hjálp ungs fólks. Auk
þess fékk hún ólíka hópa til að spila
spilið síðasta vor og fínpússaði það
enn frekar í kjölfarið. Kynstrin öll
er bæði íslensk hugarsmíði og hönn-
un en grafíski hönnuðurinn Finnur
Jóhannsson Malmquist hannaði útlit
þess.
„Spurningunum er skipt niður í
nokkra flokka er tengjast menningu,
samböndum, líkamanum og kynhegð-
un þar sem nokkrir valmöguleikar
eru gefnir í svörunum og fróðleiks-
molar fylgja með. Fimmti flokkur-
inn inniheldur viðhorfsspurningar og
vekur oft mikla kátínu. Fólk hlær oft
svo mikið að það kemst ekkert áfram
í spilinu – sem er nú líka hluti þess að
spila saman – þetta er efni sem öllum
þykir gaman að tala um. Ég tek það
hins vegar fram að ég er fagmann-
eskja, veit hvað ég er að gera, og spil-
ið fjallar ekki um að hnýsast í per-
sónulega hagi fólks og einkalíf. Spilið
gefur hins vegar fólki tækifæri til að
tala um kynferðismál á uppbyggileg-
an og jákvæðan hátt.“
juliam@frettabladid.is
LITRÍKT OG FLOTT SPIL Spilið Kynstrin öll er hugarsmíði Jónu Ingibjargar Jónsdóttur, hjúkrunar-
og kynfræðings, og útlitshönnun er Finns Jóhannssonar Malmquist. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Jarðbönn og snjór eru nú á
Norðurlandi þar sem fjöld-
inn allur af smáfuglum
berst fyrir lífi sínu. Fugla-
vernd hvetur Norðlend-
inga og aðra landsmenn til
að hugsa til þessara smáu
meðbræðra nú þegar vetur
er genginn í garð af full-
um þunga. Fuglarnir þurfa
fjölbreytta fæðu og eigin-
lega hefur hver tegund sinn
matseðil og í kuldum brenna
þeir miklu til að halda á sér
hita. Fita er það fóður sem
hentar flestum fuglum vel
í kuldum. Sem dæmi um
mat má nefna brauð, epli,
fitu, kjötsag, matarafanga
handa þröstum, störum og
hröfnum, sólblómafræ eða
páfagaukafræ handa auðnu-
tittlingum og kurlaðan maís
og hveitikorn handa snjó-
tittlingunum.
Nauðsynlegt er að gefa
reglulega og hugsa fyrir
því að hafa vatn aðgengi-
legt. Fuglarnir þurfa mest
á næringu að halda kvölds
og morgna. Ýmsir framandi
gestir úr heimi fugla sem
hafa lent hér í hrakningum
leita oft á staði þar sem fugl-
um er gefið. Nánari upplýs-
ingar má finna á vef Fugla-
verndar, www.fuglavernd.
is.
Munið eftir
smáfuglunum
SILKITOPPA Hver tegund hefur sinn matseðil. MYND/JÓHANN ÓLI
Árleg höfundakynning Bóka-
safns Seltjarnarness verður
á morgun klukkan 20.
Höfundakynningarnar eru
orðnar fastur liður í bæjar-
lífi Seltjarnarness. Kynnt
verða verk misreyndra höf-
unda, allt frá byrjendum til
verðlaunahöfunda. Sögu-
formið er ólíkt, ævisögur,
smásagnasafn, spennusög-
ur og skáldsögur en að þessu
sinni lesa fjórir höfundar úr
bókum sínum.
Þeir höfundar sem fram
koma á þriðjudaginn eru:
Árni Þórarinsson með
Morgunengil, Bragi Ólafs-
son með Handritið að kvik-
mynd Arnar Featherby og
Jóns Magnússonar um upp-
námið á veitingahúsinu eftir
Jenný Alexson, Guðni Th.
Jóhannesson með Gunn-
ar Thoroddsen: ævisaga og
Sigríður Pétursdóttir með
Geislaþræði.
Höfundar kynntir
LES UPP Árni Þórarinsson er
meðal þeirra sem kynna verk sín
60
Á þessum degi árið 1985 gekk óveður yfir
landið sunnan- og vestanvert með þeim
afleiðingum meðal annars að þakplötur
fuku af húsum í Reykjavík og rúður fuku inn
í heilu lagi eða brotnuðu. Þó nokkrir íbúar í
Breiðholti yfirgáfu íbúðir sínar meðan veðrið
gekk yfir í öryggisskyni.
Vindhraðinn í verstu hviðunum fór upp í
83 hnúta og í Hvalfirði mældust mest 105
hnútar. Lögreglan og björgunarsveitarmenn
aðstoðuðu fólk við að komast á milli staða,
skólabörn að komast heim til sín og á mörg-
um stöðum þurfti aðstoð við að festa lausa
hluti niður. Þá varð kona á Kleppsvegi fyrir
fjúkandi járnplötu og slasaðist.
Veðurofsinn olli ekki aðeins tjóni í
Reykjavík heldur skemmdust mannvirki á
Snæfellsnesi og á Húsafelli fuku húsvagnar
og trégólf á brúnni yfir Geirdalsá í Reykhóla-
sveit fauk af í heilu lagi.
ÞETTA GERÐIST: 15. NÓVEMBER 1985
Neyðarástand í Breiðholti
FYRSTA SPIL SINNAR TEGUNDAR: UM KYNFERÐISMÁL OG SAMSKIPTI KYNJANNA
Fróðleikur og hlátur í senn
HJÁLMAR ÁRNASON framkvæmdastjóri Keilis, er sextugur í dag.
„Ég er búinn að vera tólf ár á þingi, glæsileg ár og skemmtileg
ár og ég fer saddur og glaður.“
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Ásdís Gíslína Ólafsdóttir
Miðtúni 7, Sandgerði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þriðjudaginn
9. nóvember. Útförin fer fram frá Safnaðarheimilinu
í Sandgerði, fimmtudaginn 18. nóvember kl. 14.00.
Arthúr Guðmannsson
Ólafur Arthúrsson Eygló Antonsdóttir
Guðrún Arthúrsdóttir Eggert Þór Andrésson
Hallgrímur Arthúrsson Inga Jóna Ingimarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Hannes Flosason
fv. tónlistarskólastjóri og
tréskurðarmeistari
Fannafold 187, Reykjavík,
sem lést þann 6. nóvember s.l., verður jarðsunginn frá
Bústaðakirkju, þriðjudaginn 16. nóvember, kl. 13.00.
Kristjana Pálsdóttir
Páll Hannesson Sarah Buckley
Haukur F. Hannesson Jörgen Boman
Elín Hannesdóttir
Ingibjörg Hannesdóttir
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Þorleifur Bragi
Guðjónsson
frá Fáskrúðsfirði, Nýbýlavegi 102,
Kópavogi,
sem andaðist þriðjudaginn 9. nóvember, verður
jarðsunginn frá Digraneskirkju þriðjudaginn
16. nóvember kl. 15.00.
Úrsúla Von Balszúm
Reynir Carl Þorleifsson Jenný Þóra Eyland
barnabörn og barnabarnabörn
MOSAIK