Fréttablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 21
FASTEIGNIR.IS 15. NÓVEMBER 201046. TBL. Sögufrægt hús með útsýni yfir Dómkirkjuna, Alþingishúsið og Austurvöll. K irkjuhvoll við Kirkjutorg 4, gegnt Alþingi og Dóm-kirkju er til leigu. Um er að ræða tvær hæðir og óinnréttað rými, samtals um 600 fermetrar, á efstu hæð í húsinu. Húsnæðið þykir henta fyrir fjölbreytta starf- semi, svo sem hótelíbúðir, skrif- stofur og þar fram eftir götum. Fjórar fullbúnar íbúðir, sam- tals 300 fermetrar, með húsgögn- um eru í samliggjandi húsnæði og geta fylgt með og veitir það mögu- leika á samtals fjórtán rekstrar- einingum í húsinu. Húsið hefur verið endurnýjað að utan í nánu samstarfi við Húsafrið- unarnefnd og THG arkitekta sem teiknuðu húsið, til að færa það ná- lægt upprunalegu útliti. Það var á þremur hæðum, en í framkvæmd- unum var bætt við fjórðu hæð- inni, um það bil 80 fermetrum ofan á mitt húsið. Þar er gert ráð fyrir stórum veröndum/þakgarði beggja vegna. Önnur hæðin er 240 fermetrar, þriðja hæðin 200 fer- metrar og eru þær báðar innrétt- aðar sem skrifstofur í dag. Hægur leikur er að breyta öllum hæðun- um í til dæmis íbúðahótel enda komnar stórar nýjar svalir fram- an á húsið til viðbótar suðursvöl- um sem fyrir voru. Skrifstofur Alþingis voru í hús- inu til margra ára ásamt lækna- og lögfræðistofum. Félag í eigu Karls Steingrímssonar, Kirkju- hvoll sf., eignaðist húsið 1985 og hefur verslunin Pelsinn sem Karl er kenndur við verið starfrækt í húsinu síðan 1978. Í því er einn- ig Vínbarinn, Veitingahúsið Við Tjörnina og Ungbarnakaffihúsið Iðunnareplið. Frekari upplýsingar veitir Aron P. Karlsson í síma 861 3889. Hægt er að senda fyrirspurnir á aronpk@ gmail.com. Fyrir fjölbreytta starfsemi Húsið hefur verið mikið endurnýjað að utan til að færa það nálægt upprunalegu útliti. Þarftu að selja fasteign? Seldu fasteignina hjá okkur!Þú hringir, við seljum! 512 4900 Sigurður S. 896 2312 lögg. fasteignasali Friðbert S. 820 6022 Sölufulltrúi Rúnar S. 842 5886 Sölufulltrúi Þórarinn S. 770 0309 Sölufulltrúi Magnús S. 897 8266 lögg. fasteignasali

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.