Fréttablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 46
34 15. nóvember 2010 MÁNUDAGUR
Hyldjúp og spennandi saga
eftir einn fremsta glæpasagnahöfund heims.
„Hörkuspennandi og
nístingsköld“
Los Angeles Times
Kiljulisti – 03.–09.11.10
Vetrarúlpa m
snjó- og vind
um mittið. M
með endursk
Barnastærði
„Hér er allt frábrugðið öllu því
sem maður er vanur,“ segir Ásdís
Svava Hallgrímsdóttir, fyrrver-
andi fegurðardrottning, sem um
þessar mundir flýgur með píla-
gríma til Mekka. Ásdís Svava,
sem keppti fyrir Íslands hönd í
Ungfrú Heimi árið 2006, hóf störf
sem flugfreyja hjá breska flugfé-
laginu Astraeus í júní, en Astraeus
er systurfélag Iceland Express.
„Hver múslimi á samkvæmt
trú sinni að heimsækja borgina
Mekka að minnsta kosti einu sinni
á ævinni ef hann hefur efni á og
heilsu til,“ segir Ásdís, en árlega
fljúga flugfélög með pílagríma
til að taka þátt í athöfninni „hajj“
sem fer fram í Mekka.
Ásdís sótti um sumarstarf hjá
Iceland Express fyrir ári og var
ein af fimmtíu sem fengu starf-
ið. „Í vor fengum við svo að vita
að Astraeus vantaði flugliða til að
starfa hjá sér á Ítalíu. Ég fór til
Ítalíu í júní og starfaði þar í allt
sumar. Í kjölfarið var mér svo
boðið að vinna í þrjá mánuði hér
í Jeddah í Sádi-Arabíu.“
Spurð að því hvernig það sé að
fljúga með pílagrímum segir Ásdís
að ekkert flug sé eins. „Margir
múslimanna hafa aldrei stigið upp
í flugvél á ævi sinni. Einn vinnu-
félagi minn fékk til dæmis spurn-
ingu í 35 þúsund feta hæð hvort
hægt væri að opna gluggann því
það væri svo heitt,“ segir Ásdís.
En hvernig fer um Íslendinginn
í arabalandinu? „Það fer ansi vel
um mig hérna, þrátt fyrir þá miklu
frelsissviptingu sem fylgir því að
vera kvenmaður í þessu landi.
Við þurfum að klæðast búrk-
um í hvert skipti sem við förum
út af hótelherberginu okkar og
við megum alls ekki vera einar,“
segir Ásdís. „Ég er búin að vera
í sömu fötunum í einn og hálfan
mánuð. Það getur verið ofsalega
þægilegt að þurfa bara að vippa
sér í þetta eina klæði en ég verð
að viðurkenna að ég hlakka mikið
til að geta klætt mig upp á þegar
ég kem heim og fundist ég vera
pínu pæja,“ segir Ásdís, sem flyt-
ur aftur heim um jólin. „Ég ætla
að skella mér í húsmæðraskólann
í janúar og fljúga svo með Ice-
land Express næsta sumar,“ segir
Ásdís að lokum.
kristjana@frettabladid.is
ÁSDÍS SVAVA: BÚIN AÐ VERA Í SÖMU FÖTUNUM Í EINN OG HÁLFAN MÁNUÐ
Ferðast búrkuklædd
með pílagríma til Mekka
ALLAR Í BÚRKUM Konurnar í Sádíi-Arabíu klæðast búrkum alla daga. Ásdís Svava, til
hægri á myndinni, er ánægð í starfi sem flugfreyja í pílagrímaflugi.
SJÓNVARPSÞÁTTURINN
„Uppáhalds sjónvarpsþátturinn
minn er Mad Men. Ég elska
tímabilið og fatnaðinn, og bara
allt við þennan þátt.“
María Nielsen, fatahönnunarnemi í
Tækniskólanum.
Hrefna Hagalín og Kristín Bára
Haraldsdóttir reka saman fram-
leiðslufyrirtækið Krúnk og
aðstoða ítalskt tökulið við tökur
á tónlistarmyndbandi með einni
stærstu poppstjörnu Ítala.
Tökuliðið kemur hingað til
lands í vikunni og mun þá taka
upp nýtt myndband með Lucia-
no Ligabue, einni stærstu popp-
stjörnu Ítalíu. „Við eigum að
redda öllu sem redda þarf fyrir
verkefnið, finna leikara og töku-
lið, leigja græjur og finna töku-
staði. Við vorum meðal ann-
ars beðnar um að finna hverfi
í Reykjavík sem minnir á Los
Feliz-íbúðarhverfið í Los Angel-
es, sem er svolítið flókið,“ segir
Hrefna og bætir við að þær séu
enn að leita að rétta hverfinu.
„Myndbandið á að fjalla um
strák og stelpu sem búa í sömu
götu og eru ástfangin. Við erum
að leita að leikurum í hlutverk-
in núna og það er komið nokkuð
langt á leið, leikstjórinn bað sér-
staklega um leikara með hefð-
bundið íslenskt útlit.“
Hrefna og Kristín Bára hafa
áður tekið að sér að framleiða
auglýsingar og stuttmyndir auk
þess sem þær unnu að gerð mynd-
bandsins við Eurovisionlag Heru
Bjarkar í fyrra.
Inntar eftir því hvort þær hafi
kynnt sér tónlist Lucianos Liga-
bue svarar Hrefna því játandi.
„Við erum búnar að hlusta aðeins
á hann og ætli það megi ekki lýsa
þessu sem týpísku ítölsku poppi.“
- sm
Aðstoða fræga
ítalska stjörnu
„Til að byrja með var ég sérlegur aðstoðar-
maður Jarls Haugedal en svo var ég gerður að
hótel stjóra,“ segir Magnús Guðbergur Jónsson.
Hann er nú hótelstjóri á lúxusíbúðahótelinu
NYC-JC sem er á besta stað í Jersey. Frá hótel-
inu er útsýni yfir alla skýjakljúfana á Manhatt-
an og Frelsisstyttuna og segir Magnús þetta
vera einstakt, að horfa yfir Hudson-ána og yfir
til New York. „Þeir sem eru staddir í New York
sjá ekki þetta.“
Magnús vakti mikla athygli fyrr á þessu ári
þegar hann kom til Íslands og hélt keppnina
Hr. Hinsegin í Þjóðleikhúskjallaranum en hann
hafði keypt opinbera réttinn að þessari keppni.
Sjálfur keppti Magnús í Mr. Gay Europe árið
2008 og hafnaði í öðru sæti. Og til að gera langa
sögu stutta varð sú þátttaka til þess að hann er
nú hótelstjóri í Jersey City. „Ég kynntist eig-
andanum, Jarl Haugedal, í Mr. Gay World þar
sem hann sat í dómnefnd. Þetta er frekar lít-
ill hópur í kringum þessa keppni og þegar ég
missti vinnuna sem flugþjónn og bjó í Kaup-
mannahöfn þá hafði hann samband við mig og
bauð mér þessa vinnu,“ útskýrir Magnús sem
tók henni fegins hendi.
Hótelið er í nágrenni við Sopranos-hverfið
svokallaða en þar voru hinir víðfrægu mafíu-
sjónvarpsþættir teknir upp. Jersey gerir tölu-
vert út á þá staðreynd en Magnús viðurkenn-
ir að hann hafi aldrei verið mikill aðdáandi
þeirra. „En ég verð að bæta úr því og kíkja á
þessa staði.“ Í blaðagrein um hótelið í norska
Séð og heyrt kom fram að fjöldi frægra hafi
gist á hótelinu og nægir þar að nefna Robert de
Niro og Beyoncé. Magnús segist ekki enn hafa
rekist á stjörnu enda sé háannatímabilið hjá
Bandaríkjamönnum liðið. „Nú erum við bara að
taka á móti fólki frá Skandinavíu.“
Rekur hótel á slóðum Sopranos-fjölskyldunnar
Í GÓÐUM MÁLUM Magnús Guðbergur, eigandi Hr.
Hinsegin-keppninnar, rekur nú lúxusíbúðahótel í Jersey
eftir að hafa misst vinnuna sem flugþjónn í Kaup-
mannahöfn.
FRAMLEIÐA TÓNLISTARMYNDBAND
Hrefna Hagalín og Kristín Bára Haralds-
dóttir framleiða tónlistarmyndband fyrir
eina stærstu poppstjörnu Ítala.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN