Fréttablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 15. nóvember 2010 17 HEIMASÍMI GSM INTERNET MINNA BRUÐL. MEIRA TAL. KOMDU Á TAL.IS, HAFÐU SAMBAND Í 1817 EÐA KÍKTU Í KAFFI Í NÆSTU VERSLUN OG SEGÐU OKKUR HVERNIG ÞJÓNUSTU ÞÚ VILT OG HVAÐ ÞÚ VILT BORGA. ÞÚ RÆÐUR. EKKI LÁTA SÍMAFÉLAGIÐ ÞITT SEGJA ÞÉR HVAR ÞÚ ÁTT AÐ SPARA. HJÁ OKKUR RÆÐUR ÞÚ. Tvö mál sem neita að fara. Tvö mál sem hanga yfir okkur eins og eftirlegukindur úr mis lukkuðu partíi sem við höfum ekki þrek til að reka heim þótt við komumst ekki til að taka til fyrir þeim. Tvö mál, og ég finn hvernig tvö hár grána við það eitt að skrifa þau: Baugsmálið og Íraksmálið. Lærdómarnir af þessum málum skipta samt máli um það hvað við ætlum að verða þegar við verðum stór. Keppt í dauðasyndum Jónína Benediktsdóttir segir frá sinni hlið af Baugsmálum í nýrri bók. Þar öðlumst við inn- sýn í vissa kima mannlífisins á þeirri trylltu öld sem nú er til allrar hamingju liðin og kemur vonandi aldrei til baka, þegar „íslenska efnahagsundrið“ tifaði enn og Ísland var föðurland kap- ítalismans með þeim afleiðing- um að vænsta fólk fór að haga sér eins og það hefði fengið loftstein í hausinn. Af fréttum að dæma virðist mega draga frásögn Jón- ínu saman í setningu sem önnur völva á öðrum tíma sagði: „Hart er í heimi, hórdómur mikill.“ Og ekki kemur mér til hugar að draga neitt í efa af því sem Jón- ína hefur að segja okkur, og hvað þá að dæma hana og samferða- menn hennar fyrir ýmsar yfir- sjónir í þessum feiknum öllum. En við verðum að gjalda varhug við meginniðurstöðu Jónínu: að allt væri hér gott ef ekki hefði verið fyrir Baugsmenn og með- reiðarsveina þeirra. Ég held að það sé mikilvægt að draga rétta lærdóma af þessum ósköpum öllum – það er nú eiginlega það minnsta sem hægt er að gera. Við höfum alltaf átt og munum alltaf eiga snaróða stráka hér á landi og menn sem voru óvandir að meðulum í viðskiptum. En það var ekki fyrr en upp á tíunda ára- tug síðustu aldar sem aðstæður hér á landi buðu slíkum náungum upp á þær aðstæður að þeir gátu látið að sér kveða svo að um mun- aði. Hér var óða-kapítalismi inn- leiddur af ósegjanlegu gáleysi. Óða-kapítalisma fylgja óðir kap- ítalistar. Hömlulaus markaðs- hyggja virkjar tiltekna mann- lega eiginleika sem búa í okkur öllum í mismiklum mæli en lög og reglur hefta og siðaboð, trúar- brögð og önnur hugræktarkerfi kenna okkur að bæla við eðlilegar kringumstæður. Þetta voru ekki eðlilegar kringumstæður. Þetta var okkar þriðja ríki. Ofdramb, ágirnd, ofát, öfund, ofsi, hóglífi, losti … Ekk- ert af þessu fundu íslensku útrás- arvíkingarnir upp – en aðstæð- urnar, samfara óvenju einbeittri glámskyggni á stöðu Íslands í heiminum, leiddu til þess að hér voru haldnir ólympíuleikarnir í dauðasyndunum sjö. Íslenska efnahags(t)undrið Ekki skal gert lítið úr afglöp- um Baugsmanna og viðskipta- legra venslamanna þeirra. En rót hrunsins liggur í hinu svo- kallaða „íslenska efnhagsundri“ sem Hannes Hólmsteinn Gissur- arson útmálaði skilmerkilega í þættinum Ísland í dag árið 2007 og taldi eiga sér þá skýringu að virkjað hefði verið fjármagn sem „áður lá dautt: fiskistofnarn- ir hefðu verið „verðlausir áður fyrr“, það er að segja þeir fiskar sem óveiddir synda um í sjónum og eiga sig auðvitað bara sjálf- ir, eru þannig lagað „verðlausir“ rétt eins og allt annað sem ekki er vara á markaði. Fiskistofn- arnir, sagði Hannes, hefðu verið „óframseljanlegir, óveðhæfir“ en seinna orðið er hér lykilorð: kvótahafar komust sem sé upp með að veðsetja fyrir svimandi upphæðir þessa óveiddu fiski- stofna – óorðin verðmæti – til að eyða þeim peningum í „útrás“. Hitt sem Hannes nefndi í hinu fræga sjónvarpsviðtali sem meg- inskýringu á íslenska „efnahag- sundrinu“ var einkavæðingin; ríkisfyrirtækin „þau lágu dauð“ og fyrirtækin voru seld og „þá verður til fjármagn“. Kögun, Frumherji og önnur Framsóknar- fyrirtæki eru dæmi um þetta, og bankarnir … Nú vitum við að þetta var allt lánsfé að utan. Ekki síst frá Þjóð- verjum sem gerðu sér ekki grein fyrir því að allt í einu var ekki lengur hægt að treysta Íslending- um því þeir höfðu fengið loftstein frjálshyggjunnar í hausinn. Hinn staðfasti Sömu menn og skópu þetta kerfi stóðu fyrir því að setja Ísland á lista „hinna viljugu þjóða“. Davíð Oddsson ritar um málið í Reykjavíkurbréfi og heimtar að Broddi Broddason lesi í útvarp- inu það heiti sem hann sjálfur gaf þessum lista – „listi hinna staðföstu þjóða“. Raunar er stað- festa Davíðs slík að hann virð- ist alls ekki úrkula vonar um að kjarnorkuvopn finnist í Írak. En vitaskuld var þessi stuðning- ur Íslands við bröltið á Bush og Blair bara vitlaus spekúl asjón og átti að tryggja að Bandaríkja- menn héldu hér úti herstöð enn um sinn. Íslenskir ráðamenn létu undir höfuð leggjast að búa þjóðina undir hina óhjákvæmi- legu brottför bandaríska hers- ins. Stundum er eins og þeir séu enn ekki búnir að fatta það, haldi að Bandaríkjamenn snúi bráðum aftur hingað með her sinn og auð handa hinum útvöldu – hinum staðföstu. Á slíkum órum byggist andstaða þeirra við aðild að Evr- ópusambandinu, sem þeir telja sósíalískt samsæri, sem er ámóta firra og hjá hinum eftirlegukind- um kalda stríðsins, gömlu komm- unum, að það sé samsæri heims- valdasinnaðra auðvaldsríkja. Eftirlegukindur Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG Aðstæðurnar, samfara óvenju einbeittri glámskyggni á stöðu Íslands í heimin- um, leiddu til þess að hér voru haldnir ólympíu leikarnir í dauðasyndunum sjö. AF NETINU Gnarr Fyrir borgarstjórn- arkosningarnar var maður mjög svag fyrir framboði Besta flokksins. Hefði vel getað hugsað mér að kjósa flokkinn. Gerði það samt ekki. Kaus mína sósíaldemókrata á endanum. Enda vissi ég nokkurn veginn fyrir hvað þau stóðu. En um stjórnmálamanninn Jón Gnarr vissi maður ekki mikið. Jón Gnarr hefur sem borgarstjóri þegar farið fram úr væntingum. Ég þykist sjá fingraför Besta flokks- ins víða um borgina. Reiðhjóla- stígurinn á Hverfisgötu var góð hugmynd, jafnvel þó að hún hafi mistekist. Einnig lokun miðbæj- arins, leyfi til götusala, útleiga söluturnsins og strætóstoppistöð við Iðu. [...] Það þarf að hrista upp í flokkakerfinu við og við og koma hreyfingu á hlutina. [...] Besti flokkurinn er nauðsynlegt spark í rassgatið á hefðbundnum stjórnmálamönnum. andres.eyjan.is Andrés Jónsson Raunir borgarstjórans Raunir borgarstjór- ans eru miklar. Djobbið ekki einsog hann hélt, veiktist af tattúinu, glímir við að hætta að reykja, hefur verið veikur og sloj og hefur átt í vanda með að setja sig inn í flóknari mál. Margt af þessu er nokkuð sem hefðbundið fólk glímir við, kannski ekki alla daga, en oft. Án þess að kveinka sér. sme.midjan.is Sigurjón M. Egilsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.