Fréttablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 38
26 15. nóvember 2010 MÁNUDAGUR
Eldhúspartí útvarpsstöðv-
arinnar FM 957 hóf göngu
sína á skemmtistaðnum
Austri fyrir skömmu. Þeir
sem tróðu upp voru Frið-
rik Dór, Blaz Roca, Bjarki
og félagarnir Steindi Jr. og
Ásgeir.
Þeir sem koma fram í næstu
tveimur eldhúspartíum eru Páll
Óskar, Dikta, Haffi Haff og Jón
Jónsson. Stemningin er órafmögn-
uð og þægileg í þessum partíum
rétt eins og í frægri tónleikaröð
sjónvarpsstöðvarinnar MTV.
FM hnakkar í eldhúspartíi
SAMAN Á AUSTRI Vinkonurnar Lára, Indíana, Sunna og María mættu skemmtistaðinn
Austur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Í ELDHÚSPARTÍI Margrét, Sara og Hekla
létu sig ekki vanta í partíið.
SYSTKINI MÆTTU Systkini söngvarans
Friðriks Dórs, þau Hanna Borg og Jón
Ragnar, voru á tónleikunum ásamt
góðum félögum.
HEIÐAR OG VIKTOR Félagarnir Heiðar og
Viktor mættu í eldhúspartíið.
KIDDI OG GUFFI Kiddi Lár og Guðfinnur
Sveinsson, meðlimur hljómsveitarinnar
For A Minor Reflection, litu inn.
- bara lúxus
Sími: 553 2075
JACKASS 3D – ÓTEXTUÐ 6 , 8 og 10.15 12
UNSTOPPABLE 8 og 10.15 12
ARTÚR 3: TVEGGJA HEIMA STRÍÐ 6 -ÍSL TAL 7
STONE 8 og 10.15 16
ÚTI ER ÆVINTÝRI 6 -ÍSL TAL L
LET ME IN
BRUCE WILLIS,
MORGAN FREEMAN,
JOHN MALKOVICH OG
HELEN MIRREN ERU
STÓRKOSTLEG Í ÞESSARI
ÓTRÚLEGA SKEMMTILEGU
GRÍNMYND
HOLLYWOOD REPORTER
EMPIRE
10
10
10
7
7
16
16
12
12
L
L
L
L
10
10
10
16
12
12
L
L
L
L
JACKASS-3D kl. 5:50 - 8 - 10:20
DUE DATE kl. 5:50 - 8 - 10:20
DUE DATE kl. 8 - 10:20
RED kl. 5:50 - 8 - 10:20
ÆVINTÝTÝRI SAMMA-3D M/ ísl. Tali kl. 6
LET ME IN kl.10:30
ÓRÓI kl. 8 - 10:20
THE TOWN kl. 8
THE TOWN kl. 5:30
ALGJÖR SVEPPI kl. 6
GNARR kl. 5:50 - 8 - 10:20
DUE DATE kl. 8 - 10:20
RED kl. 10:20
THE SWITCH kl. 5:50 - 8
KONUNGSRÍKI UGLANNA-3D M/ ísl. Tali kl. 5:50
ÆVINTÝTÝRI SAMMA-3D kl. 6
DUE DATE kl. 8 - 10:10
GNARR kl. 6 - 8 - 10:10
ÆVINTÝTÝRI SAMMA-3D M/ ísl. Tali kl. 3.55 og 6
DUE DATE kl. 3.50 - 5.45 - 8 og 10.20
GNARR kl. 6 - 8 og 10.10
RED kl. 3.45 - 5.50 - 8.10 og 10.30
KONUNGSRÍKI UGLANNA-3D M/ ísl. Tali kl. 3.45
ÓRÓI kl. 8
LET ME IN kl. 10.20
SÍMI 564 0000 FULLKOMIN GÆÐI
12
12
L
L
L
16
L
7
L
L
SÍMI 462 3500
12
L
L
L
JACKASS 3D kl. 8 - 10
EASY A kl. 6 - 8 - 10
ARTHÚR 3 kl. 6
SÍMI 530 1919
L
L
L
L
16
12
UNSTOPPABLE kl. 5.50 - 8 - 10.10
EASY A kl. 5.50 - 8 - 10.10
ARTHÚR 3 kl. 5.50
YOU WILL MEET A TALL DARK STRANGER kl. 8 - 10.15
INHALE kl. 8 - 10
BRIM kl. 6
JACKASS 3D kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10
JACKASS 3D LÚXUS kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10
UNSTOPPABLE kl. 5.50 - 8 - 10.10
EASY A kl. 5.50 - 8 - 10.10
ARTHÚR 3 kl. 3.40
MACHETE kl. 10.35
ÚTI ER ÆVINTÝRI 2 kl. 3.40
SOCIAL NETWORK kl. 8
EAT PRAY LOVE kl. 5.20
AULINN ÉG 3D kl. 3.40
.com/smarabio
NÝTT Í BÍÓ!
Sjáðu Jackass eins og þú hefur
aldrei séð áður!
„Það er ekki hægt annað en vera ánægður með
styrkinn. Þetta er svakalegur heiður. Núna get ég
loksins keypt mér almennilegan trompet,“ segir
trompetleikarinn efnilegi Baldvin Oddsson.
Forsvarsmenn bandaríska útvarpsþáttarins From
the Top hafa veitt Baldvini styrk að upphæð tíu þús-
und dollara, eða um 1,1 milljón króna. Styrkurinn
kemur úr sjóði sem Jack Kent Cook, fyrrverandi
eigandi körfuboltaliðsins Los Angeles Lakers, stofn-
aði. 25 ungir nemendur hljóta styrkinn sem skal
nota til hljóðfærakaupa og/eða til að standa straum
af kostnaði við sumarnámskeið.
Baldvin, sem er aðeins sextán ára, kemur fram
í From the Top í dag. Þátturinn verður sendur út á
um 250 útvarpsstöðvum og er talinn eiga sér um sjö
hundruð þúsund dygga aðdáendur, eins og komið
hefur fram í Fréttablaðinu. Einnig verður hægt að
hlusta á þáttinn á síðunni Fromthetop.org. Upptökur
fóru fram 24. október fyrir fullu húsi í tónlistarskól-
anum New England Conservatory of Music í Boston.
„Að taka þátt í svona þætti er náttúrulega heiður og
frábær lífsreynsla,“ segir Baldvin.
Yfir tvö þúsund ungir tónlistarmenn á aldrin-
um átta til átján ára hafa komið fram bæði í sjón-
varps- og útvarpsútgáfu From the Top. Útsendarar
þáttarins heyrðu Baldvin spila á tónlistarhátíð-
inni í Brevard í Norður-Karólínu í sumar og buðu
honum að vera með. Baldvin stundar nám við Int-
erlochen-listmenntaskólann í Michigan. Þar gengur
honum vel og vann hann þar einleikarakeppni fyrir
skömmu ásamt skólafélaga sínum. - fb
Fékk rúma milljón í styrk
Þungarokkssveitirnar Changer og
hin franska Ĺ esprit du clan spila
á tvennum tónleikum í Hellinum
og á Sódómu 19. og 20. nóvember.
Hljómsveitin Angist hitar upp.
„Þeir höfðu upphaflega sam-
band við okkur vegna þess að þeir
voru að plana Bandaríkjatúr. Þeir
ætluðu að stoppa við á Íslandi en
svo datt þessi túr upp fyrir. Þeir
ákváðu að koma bara samt og taka
smá frí í leiðinni,“ segir Kristján
B. Heiðarsson, forsprakki Chang-
er, um frönsku gestina. „Þetta er
band sem nýtur sín vel á tónleik-
um. Þeir eru í svo fantagóðu formi
að það er ekki fyndið. Þetta verð-
ur hörkupartí.“ Hann bætir við að
hugsanlega spili Changer í Frakk-
landi í framhaldi af tónleikum
Ĺ esprit du clan hér á landi.
Changer gaf fyrir tveimur
mánuðum út sína þriðju stóru
plötu, Darkling. „Hún er svolít-
ið afturhvarf til fortíðarinnar.
Núna erum við komnir í „trash-
ið“, gamla góða gírinn okkar. Við
kunnum alltaf best við okkur þar,“
segir Kristján. Titillag plötunnar
er ellefu mínútna langt og einnig
er þar fyrsta ballaða sveitarinn-
ar. „Þetta er sú fyrsta og alla vega
eins og planið er núna, sú eina.“
- fb
Franskir rokkarar til Íslands
FRANSKIR ROKKARAR L´esprit du clan
spilar á tvennum tónleikum á Íslandi 19.
og 20. nóvember.
VIÐ UPPTÖKUR Baldvin við upptökur á útvarpsþættinum í Bos-
ton á dögunum. Hann hefur fengið rúma eina milljón króna í
styrk frá From the Top.