Fréttablaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 16. nóvember 2010 15 Niðurskurður og starf í framhaldsskólum Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár eru gerðar tillögur um hátt í 6% niðurskurð á fjárveiting- um til framhaldsskóla. Hann á að koma ofan á mikinn niðurskurð á þessu ári og mikla hagræðingu í rekstri á liðnum árum. Í skýrsl- um OECD um menntamál kemur fram að árleg útgjöld vegna hvers nemanda í íslensk- um framhaldsskólum lækkuðu að raunvirði milli áranna 2006 og 2007 og voru þegar á þeim árum lág í alþjóð- legum samanburði. Það á við hvort sem mælt er á jafnvirðismæli- kvarða eða sem hlutfall af landsframleiðslu á íbúa. Ef notaður er jafn- virðismælikvarðinn þá voru útgjöld á Íslandi árið 2007 á hvern fram- haldsskólanema 11% undir meðaltali OECD en 19% undir meðal- talinu ef útgjöldin eru mæld sem hlutfall af landsframleiðslu á íbúa. Frá því að kreppan skall á hafa útgjöld til skólanna dreg- ist mikið saman og nú er komið að endamörkum. Enginn sem þekk- ir rekstur framhaldsskóla telur mögulegt að skólarnir geti staðið undir þeim niðurskurði sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarp- inu. Nýjar rannsóknir Guðrúnar Ragnarsdóttur, lýðheilsufræð- ings og framhaldsskólakenn- ara, á áhrifum efnahagskreppu á starfsumhverfi nemenda og kenn- ara í framhaldsskólunum sýna að niðurskurður undanfarinna ára hefur haft veruleg áhrif. Rann- sóknin leiðir í ljós samdrátt í laun- um kennara en á sama tíma hefur nemendum fjölgað og fjöldi kenn- ara nánast staðið í stað. Námshóp- ar hafa stækkað og kennarar hafa minni tíma til að sinna einstakl- ingsmiðaðri kennslu. Stór hluti kennara finnur fyrir streitu og álagi í starfi vegna aðgerða í skól- unum sem tengjast kreppunni. Grunnþjónusta við nemend- ur hefur verið skorin niður sem birtist m.a. í minni stuðningi við þá, fábreyttara námsframboði og kennsluháttum, færri kennslu- stundum í áföngum og fjölmenn- ari námshópum. Minni þjónusta bitnar einkum á nemendum sem standa höllum fæti í námi og hafa minna fjárhagslegt svigrúm. Allt eru þetta áhættuþættir í brott- hvarfi frá námi. Enn er ótalið að ein niðurskurðartillagan í fjárlagalagafrum- varpinu birtist í því að kippt verði úr skólun- um fjármunum til lög- bundins sjálfsmats. Um þá fjármuni er fjallað í kjarasamningum. Því er um að ræða atlögu að kjarasamningum framhaldsskólakenn- ara og brot á stöðug- leikasáttmálanum þar sem segir – að ekki verði gripið til laga- setninga eða annarra stjórnvaldsaðgerða sem hafa bein áhrif á innihald kjarasamn- inga eða kollvarpa með öðrum hætti þeim grunni sem kjarasamningar byggja á. Kjarasamningar framhaldsskól- ans renna út í nóvemberlok eins og samningar mikils fjölda launa- fólks. Ljóst er að áform um að seilast inn í kjarasamninga og forsendur þeirra munu hafa slæm áhrif á samningsgerð milli kenn- arasamtakanna og ríkisins. Framhaldsskólarnir eru hluti af velferðarstofnunum samfélagsins. Vegna niðurskurðarins undanfar- in ár eru skólarnir komnir hættu- lega nærri hengiflugi. Gangi sá niðurskurður eftir sem boðaður er í fjárlagafrumvarpi næsta árs mun það hafa í för með sér mikið samfélagslegt tjón. Menntun Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður Félags framhaldsskóla- kennara Minni þjón- usta bitnar einkum á nemendum sem standa höllum fæti í námi og hafa minna fjárhagslegt svigrúm. Hrópað í hornum Ólafur Páll Jónsson heim-spekingur skilgreindi á dögunum íslenska umræðu- hefð sem prúttlýðræði en ein- kenni á því væri „að þar mætir fólk þeim sem það er ósam- mála sem einstaklingum sem það forðast að hlusta á“ (sbr. frétt á vefritinu Smugunni 1. nóvember s.l.) Mér varð hugs- að til þessarar skilgreiningar þegar ég las grein eftir Hjör- leif Guttormsson í Fréttablað- inu 12. nóvember sem var svar við grein eftir undirritaðan frá 2. nóvember. Í svari sínu end- urritar Hjörleifur mín skrif með gildishlöðnu og tilfinn- ingaþrungnu orðalagi og kall- ar þau tilraun til „að réttlæta uppgjöf forystu Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs gagnvart Samfylkingunni við ríkisstjórnarmyndun í maí 2009“. Þetta orðalag á sér ekki stoð í neinu sem ég hef sagt. Fyrir mér átti sér aldrei neitt stríð stað og ekki heldur upp- gjöf sem ég þurfi að réttlæta. Umorðun Hjörleifs á grein minni felur í sér valdbeitingu á tungumálinu þar sem allur málflutningur eru felldur að eintóna umræðuhefð; pólit- ískur ágreiningur felur í sér sigur eða tap og málamiðlan- ir eru kallaðar uppgjöf. Ég hef takmarkaðan áhuga á að reynt sé að þýða mín sjónarmið yfir á tungutak þeirra sem kjósa hróp í hornum fram yfir sam- ræður. Það kemur mér ekki á óvart að Hjörleifi Guttormssyni finnist margt aðfinnsluvert við samstarfsyfirlýsingu núver- andi ríkisstjórnar; ekki síst sú staðreynd að flokksráð vinstri- grænna kaus að ganga til stjórnarsamstarfs á grundvelli málamiðlunar varðandi stefn- una til Evrópusambandsins. Ég virði þá afstöðu hans að það hafi verið rangt að gera mála- miðlun varðandi þetta mál og að það brjóti gegn grundvall- astefnu flokksins. Ég skil hins vegar ekki þá staðhæfingu hans að samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar hafi verið ætlað að „afvegaleiða“ flokks- menn vinstrigrænna. Í grein sinni færir hann engin rök fyrir því önnur en að benda á atriði í sáttmálanum sem hann er sjálfur efnislega ósammála. Séu þessir kaflar í samstarfs- yfirlýsingunni gallaðir þá voru þeir gallar til staðar í fyrra þegar flokksráð VG samþykkti að ganga til samstarfs á grund- velli hennar. Það felst engin afvegaleiðing í því að önnur stefna hafi verið ákveðin en Hjörleifur hefði sjálfur kosið. Það er ekki hægt að afgreiða ágreining um forgangsmál og aðferðafræði í stjórnmálum sem svik og blekkingar. Einu marktæku rökin sem Hjörleifur nefnir fyrir meint- um forsendubresti eru að hann dregur það í efa að þing- menn VG hafi verið óbundn- ir í afstöðu til tillögu utanrík- isráðherra um að leggja fram umsókn að Evrópusamband- inu. Hjörleifur gengur svo langt að staðhæfa að forsend- um málsins hafi verið „snúið á haus“ vegna þess að tillagan var lögð fram sem ríkisstjórn- artillaga en ekki sem þing- mannamál af hálfu utanríkis- ráðherra. Þar tel ég þó langt seilst í röksemdafærslu því að eftir sem áður var stjórn- arþingmönnum frjálst að kjósa gegn tillögunni og ýmsir þeirra gerðu það. Það styður ekki staðhæfingar um full- kominn viðsnúning. Hjörleifur telur einnig að það breyti forsendum fyrir aðildarumsókn að ríki sem gengu í ESB á árunum 2004 og 2007 fengu í aðdraganda þess sérfræðiráðgjöf og fjárhags- styrki frá Brussel. Þetta eru vissulega nýmæli frá því að Noregur, Finnland og Svíþjóð sóttu um aðild að Evrópusam- bandinu á 10. áratugnum, en þetta eru ekki forsendur sem hafa breyst frá því að Alþingi samþykkti að sækja um aðild að Evrópusambandinu sumar- ið 2009 eða frá því að flokks- ráð VG samþykkti að ganga til ríkisstjórnarsamstarfs á þeim grundvelli að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu. Vera má að einhverjum þyki sú ákvörðun hafa verið röng og að enn aðrir hafi skipt um skoðun á réttmæti hennar. En þá ber að kalla skoðanaskiptin réttu nafni en ekki reyna að skella ábyrgðinni á aðra með órök- studdu tali um forsendubrest. Hjörleifur kýs að kalla það útúrsnúning að ég hafi brugð- ist við áskorun hans og 99 annarra til forystu VG með því að rifja upp þá niðurstöðu sem grasrót flokksins komst að í fyrra eftir lýðræðislega umræðu. Jafnframt lýsti ég eftir afstöðu hundraðmenning- anna til núverandi ríkisstjórn- arsamstarfs vegna þess að ein forsenda þess samstarfs var að sótt yrði um aðild að Evr- ópusambandinu. Hjörleifur svarar ekki því kalli og greinir ekki frá afstöðu sinni til rík- isstjórnarsamstarfsins. Það væri þó umræðunni mjög til framdráttar að hann og aðrir veittu skýr svör um það. Sverrir Jakobsson sagnfræðingur Í DAG Ég hef takmark- aðan áhuga á að reynt sé að þýða mín sjónarmið yfir á tungu- tak þeirra sem kjósa hróp í hornum fram yfir samræður Mundu að panta posa fyrir jólaverslunina! Borgun býður vandaða posa til leigu á hagstæðum kjörum. Hægt er að leigja posa í skemmri tíma, t.d. helgar- og mánaðarleigu. Einfaldir í notkun og uppsetningu Uppsetning á höfuðborgarsvæðinu er ókeypis Seljendur á landsbyggðinni fá posa senda uppsetta endurgjaldslaust Pantaðu posa á borgun.is eða leitaðu frekari upplýsinga í síma 560 1600.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.