Fréttablaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 18
NN Cosmetics er ný förðunarlína byggð á hinu þekkta vörumerki No Name Cosmetics. Kristín Stefánsdóttir, snyrti- og förðunarmeistari, hannaði línuna sem verður meðal annars til sölu í Baðhúsinu. Kristín verður með reglulegar kynningar á línunni þar. www.badhusid.is Konur sem eru of feitar eiga frem- ur á hættu að fá meðgöngueitrun, meðgöngusykursýki, háþrýsting og grindarverki á meðgöngunni. Einnig er algengara að beita þurfi inngripum í fæðinguna hjá þess- um konum, setja fæðingu af stað eða taka barnið með keisara- skurði. Þetta eru niðurstöður rann- sóknar sem þau Ólöf Jóna Elías- dóttir, deildarlæknir á LSH, Hildur Harðardóttir, kvensjúk- dóma- og fæðingarlæknir, og Þórður Þorkelsson barnalæknir gerðu á áhrifum þyngdar verð- andi mæðra á meðgöngu, fæð- ingu og nýbura. Niðurstöðurn- ar eru birtar í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Mæðrunum tilvonandi, sex hundruð að tölu, var skipt niður í þrjá hópa: þær sem voru í kjör- þyngd, með BMI frá 19 til 24,9, þær sem voru í ofþyngd, með BMI á bilinu 25 til 30 og svo þær sem voru of feitar, með BMI yfir 30. „Niðurstöðurnar komu ekki á óvart,“ segir Ólöf Jóna „nema að því leyti að það var ekki mark- tækur munur á þeim sem voru í ofþyngd og kjörþyngd. Fyrirfram áttum við von á því að allar sem væru yfir kjörþyngd mundu koma svipað út. Það er engu að síður mikilvægt að leggja áherslu á þessar niðurstöður þar sem unga fólkið er almennt að fitna og þegar fólk fer að huga að barneignum er mikilvægt að huga að þyngdinni og reyna að koma sér í kjörþyngd fyrir meðgönguna.“ En hvað með nýburana, var munur á þeim eftir þyngd mæðranna? „Börn mæðra í offitu- hópnum voru bæði stærri og með stærra höfuðmál,“ segir Ólöf. „Ef höfuðið er mjög stórt getur það leitt til þess að gera þurfi keis- araskurð. Nýburar kvenna í off- ituhópnum þurftu einnig oftar eft- irlit og innlögn á nýburagjörgæslu eftir fæðinguna. En þessi rann- sókn var ekki alveg nógu stór til þess að fá fram þessa sjaldgæfu fylgikvilla hjá börnunum, eins og andvana fæðingar og fæðing- argalla, sem erlendar rannsókn- ir hafa sýnt fram á að geta tengst offitu mæðranna.“ Ólöf Jóna er sjálf heima í fæð- ingarorlofi og hlær góðlátlega þegar hún er spurð hvort hún sé ekki örugglega í kjörþyngd. „Jú, jú, einmitt, ég er það. Enda er það eins gott.“ fridrikab@frettabladid.is Mikilvægt að vera í kjörþyngd á meðgöngu Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að offita auki líkur á meðgöngukvillum, vandkvæðum í fæðingu og keisaraskurði. Ekki er marktækur munur á meðgöngukvillum kvenna í kjörþyngd og ofþyngd. Mikilvægt að reyna að koma sér í kjörþyngd fyrir meðgönguna, segir Ólöf Jóna Elíasdóttir, sem sjálf er nýorðin móðir. Fréttablaðið/anton Grænn kostur Skólavörðustíg 8 101 Reykjavík Sími: 552 2028 www.graennkostur.is Réttur dagsins kr. Nú stórlækkum við verðið á rétti dagsins í nóvember. Með þessu móti viljum við koma á móts við þá fjölmörgu sem vilja borða grænt og hollt fyrir jólin.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.