Fréttablaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 12
16. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR
American Style • Bíldshöfði 14 • Dalshraun 13 • Nýbýlavegur 22 • Skipholt 70 • Tryggvagata 26 www.americanstyle.is
þetta gildir um alla hópa sem telja fjóra eða fleiri, eina skilyrðið er að allir panti sér máltíð.
Við tökum sérstaklega vel á móti öllum hópum
í nóvember og sá yngsti velur sér máltíð alveg ókeypis!
SÁ YNGSTI
BORÐAR FRÍTT
Í NÓVEMBER
KLOSSI
BORÐAR
FRÍTT
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
52
23
6
11
/1
0
20% afsláttur
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS
Skíðapakkar
ÍRLAND, AP Írsk stjórnvöld ítrekuðu
í gær að þau telji sig ekki þurfa
neina fjárhagsaðstoð frá Evrópu-
sambandinu til að komast í gegn-
um kreppuna, að minnsta kosti
ekki strax. Nóg fé sé til í ríkissjóði
til að endast fram á mitt næsta ár
án nýrrar lántöku.
Írsk stjórnvöld viðurkenndu hins
vegar að hafa undanfarna daga átt
í viðræðum við evrópska ráðamenn
um vandann, sem írska bankakerf-
ið stendur frammi fyrir.
Staða Írlands verður rædd á
fundi fjármálaráðherra evruland-
anna, sem haldinn verður í Brussel
í dag.
Aðildarríki Evrópusambandsins
hafa áhyggjur af því að vandræði
írskra banka geti gert fjárhags-
vanda annarra Evrópusambands-
ríkja enn erfiðari, og er hann þó
nógu erfiður fyrir.
Fréttastofan Bloomberg hefur
eftir Christoph Weil, sérfræð-
ingi við þýska bankann Commerz-
bank, að fyrr eða síðar hljóti Írar
að þurfa utanaðkomandi aðstoð.
Vitor Constancio, aðstoðar-
b a n k a s t j ó r i s e ð l a b a n k a
Evrópu sambandsins, segir að
stöðugleikasjóður ESB og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins, sem stofnaður
var þegar Grikkir stóðu frammi
fyrir illviðráðanlegum fjárhags-
vanda, standi einnig Írum til
boða.
Fjárfestar óttast að írska ríkið
ráði ekki við vandann og írskir
bankar fari hreinlega á haus-
inn. Þessi ótti veldur því að lán-
tökukostnaður annarra Evrópu-
sambandsríkja hækkar, en við
því mega þau varla vegna eigin
skuldavanda.
„Við höfum nákvæmlega enga
ástæðu til þess að Írland ætti að
leita eftir utanaðkomandi aðstoð,“
segir Dick Roche, Evrópumálaráð-
herra írsku stjórnarinnar. „Fjár-
hagslega er Írland vel stætt.“
Hann hélt því ákveðið fram að
ekki stæði til að leita eftir aðstoð
úr neyðarsjóði Evrópusambands-
ins: „Við vitum ekki hve oft við
þurfum að segja þetta, sem ríkis-
stjórn, til þess að stöðva allar þess-
ar ónákvæmu vangaveltur.“
Markaðsólgan er hins vegar
tekin að líkjast því sem gerðist á
Grikklandi áður en Evrópusam-
bandið og Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn hlupu undir bagga þar í vor.
gudsteinn@frettabladid.is
Írar bera sig
mannalega
Evrópusambandið segir að Írum standi til boða
efnahagsleg aðstoð úr stöðugleikasjóði ESB og AGS,
en Írar segjast ekki þurfa á neinni aðstoð að halda.
HEIMSENDASTEMNING Írskir fjölmiðlar auglýsa fyrirsagnir um að evrunni verði ekki
mikið lengur við bjargandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað-
fest gæsluvarðhald manns, sem að
tilefnislausu réðst hrottalega á sex-
tán ára stúlku á göngustíg í Laug-
ardal.
Maðurinn hefur játað brot sitt,
en hann verður í gæsluvarðhaldi
til 10. desember. Hæstiréttur féllst
á að maðurinn gangist undir geð-
rannsókn.
Í úrskurði héraðsdóms kemur
fram að maðurinn segist ekki muna
mikið eftir atburðarásinni sökum
ölvunar. Hann segist hafa verið
mjög reiður eftir að hafa verið
vísað úr strætisvagni, en engin
sérstök ástæða hafi verið fyrir
árásinni.
Stúlkan var á leið heim úr skóla
þegar maðurinn réðst á hana. Hann
lamdi hana með þungu áhaldi í höf-
uðið svo hún féll við, tók hana síðan
kverkataki svo hún missti meðvit-
und, en þá hljóp hann burt. - gb
Maður sem réðst á stúlku á gangstíg í Laugardal:
Hæstiréttur staðfesti
gæsluvarðhald