Fréttablaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Þriðjudagur skoðun 14 16. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Aðalheiður Rósa Harðardóttir sópaði til sín verðlaunum á karatemótinu Stockholms Open. Thorvaldsenskonur hafa styrkt göngudeild Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans um hálfa milljón króna til að innrétta og útbúa leikmeðferðarherbergi BUGL. Gef ekkert eftir Þ etta kom mér virkilega á óvart, ég er bara enn þá í sæluvímu,“ segir Aðalheiður Rósa Harðardóttir, sautj-án ára stúlka af Akranesi, sem vann á dögunum til fernra verðlauna á Stockholms Open í karate.Alls tóku 650 keppendur frá tólf löndum þátt í mótinu og átti Ísland 35 fulltrúa. Aðalheiður vann gull fyrir einstaklingskata og hópkata í yngri flokki og silfur í hópkata og brons í ein-staklingskata í fullorðinsflokki. Hún segir þennan góða árangur hafa komið sér í opna skjöldu.„Mér hefur áður gengið vel á mótum en aldrei náð svona langt,“ viðurkennir Aðal-heiður, sem hefur æft með Karatefélagi Akra-ness í átta ár, og vill þakka þjálfara sínum Einari Hagen, Ásmundi Ísaki Jónssyni lands-liðsþjálfara og Helga Jóhannessyni, þjálfara Breiðabliks, fyrir veittan stuðning.Árangurinn í Svíþjóð segir Aðalheiður vera sér hvatning til að leggja enn harðar að sér. „Ég held bara áfram og gef ekkert eftir,“ segir hún ákveðin en á döfinni eru meðal annars annað mót í Svíþjóð og Norðurlandameistaramótið íTampere í Finnlandi í apríl Spen dur að sjá hv i Opið: má-fö. 12:30 -18:00, Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp 201 S: 517 7727 nora.is faceb k 3ja daga afmælishátiðFull búð af nýjum vörum20% afsláttur – allar vörur16. 17. og 18. nóvemberFyrir bústaðinn og heimilið tíska og lífsstíllÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 20102 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Tíska og lífsstíll veðrið í dag 16. nóvember 2010 269. tölublað 10. árgangur Vinir Indlands í tíu ár Markmiðið er að mennta fátæk börn og munaðarlaus. tímamót 18 Kynngimögnuð PBB / FT FB / FBL Kynnið ykkur úrvalið af sælkerakörfum á ms.is Íslensk gjöf fyrir sælkera ms.is Ostakörfur frá MS Heilsa • Slökun • Vellíðan 5 4 0 -4 2 HLÝNANDI Í dag verða víðast austan 5-13 m/s. Rigning eða slydda S- og A-til en annars úrkomulítið. Hiti 0-7 stig, en vægt frost N-lands. VEÐUR 4 STJÓRNMÁL Fjárlaganefnd Alþingis hefur falið Byggðastofnun að meta samfélagslegar afleiðingar niður- skurðar opinberrar þjónustu í kjöl- far efnahagshrunsins. Skoða á hvaða áhrif fjárlög áranna 2009 til 2011 hafa haft. Í þeim birt- ist efnahagsstefna stjórnvalda. Oddný G. Harðardóttir, formað- ur fjárlaganefndar, segir þetta til marks um ný og vönduð vinnu- brögð. „Það þarf að meta þessi samfélagslegu áhrif og niðurstöð- urnar verða hafðar til hliðsjón- ar við gerð fjárlagafrumvarpsins 2012.“ Oddný segir þetta ekki til marks um að fjárlaganefnd telji að niðurskurðurinn hafi til þessa verið handahófskenndur og fram- kvæmdur án þess að áhrif hans hafi legið ljós fyrir. „Það er ekki hægt að meta þetta fyrr en komin er reynsla.“ Alþjóðlega viðurkenndar mæli- stikur við kostnaðar- og nytja- greiningu verða notaðar. Liggja kostnaður, tekjur, mannauður, atvinna, menntun, samgöngur og fleira til grundvallar. Jafnframt er tekið tillit til byggða- og kynjasjón- armiða svo og stofnanaþróunar. Byggðastofnun hefur áður tekið að sér að skoða áhrif væntanlegs niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu á einstök landsvæði. - bþs Fjárlaganefnd hefur falið Byggðastofnun að gera útttekt á áhrifum hrunsins: Samfélagsáhrif niðurskurðar metin Jólabókafjölskyldan Tengjast á marga vegu. fólk 30 TÉKKLAND, AP Jarðneskar leifar danska stjörnufræðingsins Tycho Brahe voru grafnar upp í gær, svo ganga megi úr skugga um hvort hann hafi verið myrtur. Tycho Brahe lést í Prag árið 1601, aðeins 54 ára að aldri. Jarðneskar leifar hans hafa einu sinni áður verið grafnar upp. Það var árið 1901. Sýnishorn af hári hans, sem þá voru tekin, voru rannsökuð árið 1996 og fannst í þeim óvenju mikið af kvikasilfri, sem vakti grun um að eitrað hafi verið fyrir honum. Lengi var talið að hann hafi látist af völdum sýkingar í þvag- blöðru eða vegna nýrnasjúk- dóms. - gb Tycho Brahe grafinn upp: Banamein til rannsóknar STJÓRNMÁL Drög að nýju samkomu- lagi um Icesave liggja fyrir. Í því er meðal annars horft til þess að eigur gamla Landsbankans dugi fyrir höfuðstól skuldar Íslend- inga við Breta og Hollendinga. Þjóðirnar eiga fulltrúa í óform- legu kröfuhafaráði og fylgjast grannt með þróun búsins. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa horfur á góðum heimtum liðk- að fyrir viðræðum. Fram kom á Stöð 2 í gærkvöldi að 40 til 60 milljarðar króna muni falla á íslenska ríkið, samist hafi um níu mánaða vaxtahlé og að vextir verði um þrjú prósent. Í eldri samningi voru vextirnir 5,5 prósent. Í frétt Stöðvar 2 var einnig sagt að fjármálaráðuneytið hefði kynnt stjórnarandstöðu og aðilum vinnu- markaðarins samkomulagið. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokks- ins, kannast ekki við það. „Ég hef heyrt þessar sögur en það hefur ekki verið fundað í hópi formanna flokkanna í nokkra mánuði og ég hef ekki hitt Lárus Blöndal [full- trúa stjórnarandstöðu í samninga- nefnd Íslands] í nokkrar vikur.“ „Þetta hefur ekki verið kynnt stjórnarandstöðunni,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. Ekki náðist í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. „Seinustu upplýsingar sem við höfum eru frá fundi með samninga- nefndinni fyrir einum og hálfum til tveimur mánuðum, og þá voru þeir hvergi nærri því að vera með sam- komulag sem við getum sætt okkur við.“ Vilmundur Jósefsson, formað- ur Samtaka atvinnulífsins, þekk- ir hins vegar málið. „Það var núna fyrir stuttu sem drög að nýju sam- komulagi voru borin undir okkur, en um leið tekið fram að það væri ekkert endanlegt. Ef þetta er raun- in þá erum við óneitanlega í miklu betri stöðu en áður. Okkur sýnist að þetta sé í mjög góðum farvegi.“ - bþs, gb Stjórnarandstaðan kannast ekki við nýja Icesave-lausn Í drögum að nýju samkomulagi um Icesave er gert ráð fyrir að 40 til 60 milljarðar króna falli á íslenska ríkið og að vextir verði um þrjú prósent. Eigur Landsbankans eru taldar duga fyrir höfuðstól skuldarinnar. Það var núna fyrir stuttu sem drög að nýju samkomulagi voru borin undir okkur. VILMUNDUR JÓSEFSSON FORMAÐUR SAMTAKA ATVINNULÍFSINS SIGURLIÐ SELJASKÓLA FAGNAR Mikil fagnaðarlæti brutust út í troðfullum sal Borgarleik- hússins þegar Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti að Seljaskóli hefði unnið Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík í ár. Í öðru sæti varð Breiðholtsskóli en í því þriðja Laugalækjarskóli, sem var í fyrsta sæti í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TYCHO BRAHE Gulldrottningar Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir fóru mikinn um helgina. sport 26

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.