Fréttablaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 30
22 16. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR22 menning@frettabladid.is Leikhús/ ★★★★ Ódauðlegt verk um draum og veruleika Áhugaleikhús atvinnumanna Áhugahópur atvinnuleikara er með mjög áhugaverða sýningu í Hug- vísindahúsi Háskólans á Granda- garði 16. Steinunn Knútsdóttir leikstýrir ásamt leikhópnum. Í snjóhvítu rými sem áður hefur líklega hýst netagerð eða fiski- kara-framleiðslu hreyfast, svífa, smjúga og hlaupa hvítklæddar verur sem eru í senn allar per- sónurnar og eins hver og ein sem leitar og leitar að tilgangi þess að vera að leita. Hver persóna hefur sín einkenni, eða öllu heldur sína þráhyggju. Þráhyggjan getur orðið svo áþreifanleg að hún verður hreinlega líkamlega sýnileg eins og hjá unga manninum sem er far- inn að ganga með barn og það ekki hvaða barn sem er heldur sjálfan frelsarann. Hópurinn er á sviði sem er afmarkað með hvítum tjöldum, það er hátt til lofts og hljóðið berst vel. Hljóðið og hvernig það berst verður líka eitt af aðaláhugamál- um eins úr hópnum. Þess eina sem er ekki klæddur eins og hann sé á hæli, heldur er fremur eins konar ferðamaður í Grikklandi eða próf- essor. Árni Pétur Guðjónsson fer með þetta hlutverk og þó svo að yfirbragð hans sé svona útlitslega öðruvísi í upphafi er hann engu að síður einnig hluti af þessu dreymna teymi sem birtist jafnt á sviðinu og eins á tveimur örþunnum hvít- um tjöldum til hliðanna. Ein per- sónanna er stöðugt að mynda sem er jú ein af okkar nútíma áráttum og eins rýkur ólétti strákurinn um og leitar sér að síma, er það í raun og veru eina ákall persónu í verk- inu til hinna persónanna í beinum skilningi. Enda ekki lítið í húfi því hann þarf að ná í Guð almáttug- an. Það er stutt í leiftrandi kímni. Sveinn Ólafur Gunnarsson túlk- ar fremur einhverfan þráhyggju- mann sem getur ekki komið frá sér setningum nema eins og hann sé að pikka þær á lyklaborð. Hver og einn af leikurunum hefur mótað sína karaktera og skrifað fyrir þá. Þetta er tilrauna- verkefni en alls ekki ruglings- legt eða tilviljanakennt. Stein- unn Knútsdóttir virðist hafa mjög sterka sýn með verkið og sömuleið- is rammar hún það mjög vel inn í þeirri tækni sem notuð er. Í síðari hluta verksins birtist fyrirlestrakona, ein af þessum sem spretta nú upp eins og gor kúlur með sannleiksfyrirlestur um ham- ingjuna og hvernig við erum og ættum að vera. Þessi er svo tauga- trekkt og óörugg að henni bregð- ur sjálfri þegar hún opnar munn- inn. Það var Lára Sveinsdóttir sem fór með þetta hlutverk og var hún í einu orði sagt yndisleg. Fyrir- lesturinn verður svo að myndlist- arverki aftast á sviðinu með hjálp hópsins. Aðrir leikarar voru þau Hannes Óli Ágústsson, Orri Hug- inn Ágústsson, Aðalbjörg Árna- dóttir, Ólöf Ingólfsdóttir og Arn- dís Hrönn Egilsdóttir sem lék konu með mikla undirliggjandi sorg, líklega misst barn, en þemað um barnið var gegnumgangandi. Leikmyndin er tær og nútíma- vídeótæknin gengur alveg upp sem hluti af leikverkinu. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Öguð og athyglisverð sýning, svolítið hæg í byrjun en þess betri þegar líða tók á verkið. Frelsari úr föðurkviði Degi íslenskrar tungu er fagnað í fimmtánda sinn í dag, á afmæl- isdegi Jónasar Hallgrímsson- ar. Í skólum landsins og á vegum margra annarra stofnana og sam- taka verður dagsins minnst með einhverju móti. Í tilefni dagsins heimsækir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skóla og menningarstofnanir í Borgar- nesi. Loks verður hátíðardagskrá í Landnámssetrinu klukkan 17, en þar afhendir ráðherra Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og tvær sérstakar viðurkenningar fyrir stuðning við íslenska tungu. Í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu verður haldin árleg Jónasarvaka Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal og Þjóðmenn- ingarhússins. Vilborg Dagbjarts- dóttir les nokkur eftirlætisljóða sinna eftir Jónas, Jón Karl Helga- son flytur erindið: Bjarni eða Jónas? Kanónísering þjóðskálds á 19du öld. Þá verða Íslenskuverðlaun menntaráðs Reykjavíkur veitt í Ráðhúsinu klukkan 16 en þau eru veitt grunnskólanemum sem hafa skarað fram úr á ýmsa vegu, í lestrarfærni, skapandi skrifum, ljóðasmíðum og framsögn. Nánari upplýsingar um viðburði og uppákomur í tilefni dagsins má finna á vefnum menntamalaradu- neyti.is/menningarmal/dit/. Dagur íslenskunnar JÓNAS HALLGRÍMSSON SKÁLD Edda útgáfa hefur fyrst íslenskra útgáfna gert samning við Apple um dreifingu á rafrænum bókum. Eigendur iPad og iPhone geta nú nálgast fyrstu bókina á íslensku á rafrænu formi. Nýtist öðrum forlögum til að koma bókum sínum á netið. „Við munum alltaf vera bókaþjóð, það er bara spurning í hvaða formi það verður,“ segir Jón Axel Ólafs- son, forstjóri Eddu útgáfu sem hefur stigið nýtt skref í útgáfu bóka á rafrænu formi hér á landi, með dreifingarsamningi við Apple. Eigendur iPad og iPhone geta því keypt íslenskar bækur í rafrænu formi frá Eddu útgáfu. Stór skref voru stigin í rafvæð- ingu á bókamarkaði í ár þegar Amazon setti Kindle-lestölvuna á markað og Apple iPad spjaldtölv- una. Jón Axel segir íslenska útgef- endur ekki í aðstöðu til að gera dreifingarsamninga við Amazon í Kindle en Eddu hafi tekist að gera samning við Apple vegna tengsla við Disney. „Disney er að undirbúa útgáfu á sínu efni í Evrópu núna og þetta er liður í því,“ segir hann. Fyrsta íslenska rafræna bókin sem fáanleg er á iBookstore frá Apple er þegar komin út en fleiri bækur koma út á næstu dögum og vikum. „Við erum sem stendur að vinna í því að taka allt efni sem við eigum og breyta því fyrir þetta format. Bangsímon-útgáfan eins og hún leggur sig verður þarna, Stóra Disney-matreiðslubókin og fleira.“ Spurður um möguleika raf- bóka á Íslandi segist Jón telja þá jafn mikla og hverrar annarrar útgáfu. „Þetta á eftir að auka neysluna en breyta neyslumynstrinu. Bókin fer ekki neitt en það eina sem breytist er að í staðinn fyrir að taka eina bók með í ferðalagið tökum við hundrað eða tvö hundruð bækur.“ Dreifingarsamningur Eddu við Apple gæti einnig þýtt að nú stytt- ist í að bækur annarra forlaga verði fáanlegar á rafrænu formi á íslensku. „Við erum í rauninni bara gátt að þessu dreifingarkerfi. Önnur forlög eða einstaklingar geta því komist í dreifingu á iBookstore í gegnum okkur. Það þýðir að kannski verð- ur bráðum hægt að kaupa bækur eftir Arnald Indriðason á netinu á íslensku en það er nú þegar hægt að kaupa bækur hans á ensku í gegn- um Harper-Collins.“ bergsteinn@frettabladid.is Bókaþjóðin orðin nettengd FYRSTA RAFBÓKIN Á ÍSLENSKU Fyrsta rafbókin á íslensku á vegum Eddu útgáfu er þegar fáanleg á iBookstore. Það er þýðing Sigurðar A. Magnússonar á bókinni Zen og listin að viðhalda vélhjólum, eftir Róbert Pirsig. „Þeir feðgar, Sigurður A. Magnússon og sonur hans, Sigurður Páll, komu með þessa bók til okkar á sínum tíma og við ákváðum að vinna þetta verkefni með þeim af fullum krafti,“ segir Jón Axel. „Við sáum fljótt að þetta væri merkileg bók og í snilldarþýðingu Sigurðar, og kjörin til að marka upphaf rafbókaútgáfu á íslensku.“ JÓN AXEL ÓLAFSSON Bókin á alltaf eftir að verða til en rafbókin á eftir að breyta neyslumynstrinu, að mati Jóns Axels. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TRÍÓ BLOND Á AKRANESI Tríó Blonde heldur óperutónleika í léttari kantinum í Tónbergi á Akranesi í kvöld klukkan 20. Tríóið skipa þær Erla Björg Káradóttur, Hanna Þóra Guðbrandsdóttur og Sólveig Samúelsdóttir. LISTAVERK Í EINKAEIGU Listasafn Íslands fyrirhugar sýningu á árinu 2012 á verkum Magnúsar Kjartanssonar (1949–2006) myndlistarmanns. Vegna undirbúnings óskar safnið eftir upplýsingum um listaverk eftir listamanninn sem til eru í einkaeigu. Eigendur listaverka eru beðnir að hafa samband við Guðrúnu Ástu Þrastardóttur á netfangið bokasafn@listasafn.is eða hafa samband við Nínu Njálsdóttur í síma 515 9600 fyrir 1. desember næstkomandi. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN STÝRÐU UMRÆÐUNNI Í ÁTT TIL ÞÍN Meiri Vísir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.