Fréttablaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 8
8 16. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR ÞJÓÐKIRKJAN Kirkjuþing samþykkti samhljóða tilnefningar kirkjuráðs til rannsóknarnefndar á laugar- dag sem á að rannsaka viðbrögð og starfshætti Þjóðkirkjunnar í kjölfar ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi vegna kynferð- isbrota. Rannsóknarnefndin er skipuð þeim Róbert R. Spanó, prófessor og forseta lagadeildar Háskóla Íslands (HÍ), Berglindi Guðmundsdóttur, sálfræðingi og klínískum dósent við sálfræðideild HÍ, og Þorgeiri Inga Njálssyni, dómstjóra Héraðs- dóms Reykjaness og aðjúnkts við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Kostnaðarumsögn fjármálasviðs Biskupsstofu sem lögð var fram á kirkjuþingi tilgreinir að kostnað- ur við starf nefndarinnar muni greiðast úr kirkjumálasjóði og er áætlaður á bilinu 10 til 12 milljón- ir króna, miðað við umfang verk- efnisins. Róbert R. Spanó, formaður nefndarinnar, segir kostnað fyrst og fremst fólginn í vinnuframlagi nefndarmanna og eftir atvikum annarra sem munu aðstoða nefnd- ina við störf hennar. Samkvæmt tillögunni á nefndin að skila af sér rökstuddum niðurstöðum eigi síðar en 1. júní næsta árs og jafnframt að kynna þær opinberlega. „Vegna umfangs og eðlis verk- efnisins tel ég líklegt að nefndin muni þurfa að nýta þann tíma sem hún hefur til fulls,“ segir Róbert. „Niðurstöður nefndarinnar verða aðeins kunngerðar opinberlega þegar starfinu er lokið.“ Nefndin á að fá óheftan aðgang að öllum gögnum kirkjunnar sem kunna að varpa ljósi á hvort um mistök, vanrækslu eða vísvitandi þöggun eða tilraun til þöggunar hafi verið að ræða af hálfu vígðra þjóna og starfsmanna kirkjunnar, eftir að ásakanir um kynferðisbrot voru komnar fram og hverjir kunni að bera ábyrgð á því. Róbert væntir þess að það gangi eftir og segir hópinn munu hittast á fundi í vikunni. „Gera má ráð fyrir að verkefn- ið verði þríþætt. Gagnaöflun í upp- hafi, síðan viðtöl við þá sem í hlut eiga og starfsmenn kirkjunnar, og loks skýrslugerð og frágang- ur,“ segir hann. Rannsóknin verð- ur bundin við viðbrögð kirkjunn- ar við meintum kynferðisbrotum Ólafs Skúlasonar biskups. „Nefndarmenn hafa þegar rætt saman um verkefnið en fyrsti formlegi vinnufundurinn fer fram í þessari viku,“ segir Róbert. sunna@frettabladid.is Vegna umfangs og eðlis verkefnisins tel ég líklegt að nefndin muni þurfa að nýta þann tíma sem hún hefur til fulls. RÓBERT R. SPANÓ FORMAÐUR RANNSÓKNARNEFNDARINNAR 1. Einn milljarð króna 2. Ragnheiður Ragnarsdóttir og synti á 54,65 sek. 3. Mona Sahlin 1. Hvað telur Samband sveitar- félaga raunhæft að spara mikið í rekstri grunnskólanna? 2. Hver setti Íslandsmet í 100 metra skriðsundi nú um helgina? 3. Hvað heitir stjórnmálakonan sem sagði af sér formennsku í sænska Jafn- aðarmannaflokknum á sunnudag? SVÖR Startup Weekend-vinnusmiðjan verður haldin í fyrsta sinn á Íslandi í lok alþjóðlegrar athafna- viku. Um er að ræða vinnusmiðju með leiðbeinendum frá Bandaríkj- unum sem munu fræða þátttakend- ur um stofnun sprotafyrirtækja og mótun viðskiptahugmynda. Kristján Freyr Kristjánsson, starfsmaður hjá Innovit, sér um viðburðinn og segir hann hóp- inn sem sækir viðburðinn afar blandaðan. „Þátttakendur skipt- ast í raun í þrjá hópa: almenn- ingur sem vill og hefur áhuga á nýsköpun, háskólanemar og svo starfsmenn sprotafyrirtækja sem vilja þróa sínar eigin hugmyndir. Frumkvöðlar sem hafa áhuga á því stofna sín eigin fyrirtæki,“ segir Kristján. Startup Weekend er 54 stunda vinnusmiðja þar sem nýjar við- skiptahugmyndir eru þróaðar. Á föstudeginum verða bestu hug- myndirnar kynntar og þær þróaðar áfram út helgina. Helgin er partur af alþjóðlegum viðburði sem hefur verið haldinn í yfir hundrað borg- um víðs vegar um heim Landsbankinn og Innovit standa saman að framtakinu sem stendur yfir 19. til 21. nóvember næstkom- andi. Upplýsingar og skráningu er að finna á síðunni www.iceland. startupweekend.org. - sv KRISTJÁN FREYR KRISTJÁNSSON Umsjón- armaður Startup Weekend segir hópinn sem sækir viðburðinn afar blandaðan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ATHAFNAVIKA: Ráðherra setur alþjóðlega athafnaviku Startup Weekend-vinnusmiðjan haldin í fyrsta sinn á Íslandi: Kenna fólki stofnun sprotafyrirtækja Rannsóknar- starfið hafið hjá kirkjunni Kirkjuþing hefur samþykkt tillögu kirkjuráðs um rannsóknarnefnd. Kostnaður við störf nefndarinnar nemur allt að 12 milljónum króna. Umfangsmikið verkefni, segir formaður nefndarinnar. 0,20% 0,25% 3,45% S 24 E R Í EI G U B Y R S Samanburður debetreikninga* TILBOÐ MÁNAÐARINS HJARTAMAGNÝL 689 KR. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? Stærsti frétta- og afþreyingarvefur landsins. BISKUPSSTOFA Rannsóknarnefnd mun skoða viðbrögð og starfshætti Þjóðkirkjunnar í kjölfar ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi vegna kynferðisbrota. Nefndin skal skila niðurstöðum fyrir 1. júní á næsta ári. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.