Fréttablaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 38
30 16. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR BESTI BITINN Í BÆNUM „Í hádeginu finnst mér best að fá mér tvær pitsusneiðar og hvítlauksbrauð á Deli. Annars stendur Búllan alltaf fyrir sínu.“ ÁSKELL HARÐARSON, PLÖTUSNÚÐUR OG VERSLUNARSTJÓRI SPÚÚTNIK. Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir, Yrsa Þöll Gylfadóttir, Gunnar Theodór Eggertsson og Magn- ús Þór Jónsson, Megas, tengjast öll. Þau eru vissulega að gefa út bók fyrir þessi jól en það þykir svo sem ekki tíðindum sæta. Hitt er hins vegar merkilegra að Yrsa og Gunnar eru kærustupar og Gunnar er sonur Þórunnar. Sonur Megasar, Þórður, er síðan kvæntur systur Yrsu, Bryndísi Höllu. Og til að múlbinda þessar tengingar allar þá á tengdadótt- irin Yrsa sama afmælisdag og tengdamamman Þórunn. „Hilmar Örn Hilmarsson, tón- listarséní og allsherjargoði, sagði í gamla daga þegar tilviljanir mynstruðust saman: „Það er góð stjórn í þessum heimi“. Þetta að synir okkar vinanna séu svilar er einmitt þannig,“ segir Þórunn. Hún gefur út tvær bækur fyrir þessi jól: Mörg eru ljónsins eyru og Dag kvennanna sem hún skrif- ar ásamt Megasi. Þórunn segir þær Yrsu afsanna klisjuna um spennuþrungið sam- band tengdamömmu og -dóttur, því þeim komi mjög vel saman. „Ég er meðvirk með krökkun- um því í listamenn virðist mega henda hverju sem er, hauskúp- um eða stjörnum,“ segir Þórunn. Magnús Þór, Megas, hafði ekki haft tækifæri til að lesa allar hinar bækurnar þegar Frétta- blaðið náði tali af honum en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann gefur út bæði bók og disk á sama árinu, það gerðist einnig 1990. „Og nú er ég að gefa út hálfa bók og einn þriðja disk,“ segir Magnús og vísar þar auðvitað til geisladisksins MS:GRM með Gylfa Ægis og Rúnari Þór. Yrsa er hins vegar að gefa út sína fyrstu skáldsögu, Tregðu- lögmálið. Í fyrstu stóð reynd- ar ekki til að bókin kæmi út fyrir þessi jól og raunar hugð- ist Gunnar ekki heldur gefa neitt út á þessu ári. En örlaga dísirn- ar gripu í taumana, Gunnar fékk hugmyndina að Köttum til varnar eftir allt kattafárið sem gekk yfir landið í sumar og Yrsa fékk að vita fyrst í september að Tregðulögmálið gæti komið út um þessi jól. „Það er engin sam- keppni á milli okkar, við gleðj- umst vegna sérhvers okkar og það er heldur ekki hægt að bera mig saman við reynsluboltann Þórunni,“ segir Yrsa. Hún segir tengdó hafa lesið yfir og gefið sér margar góðar ábendingar þegar hún var að skrifa Tregðulögmál- ið. „Hún sagði mér líka fljótt að maður þyrfti að brynja sig og hafa trú á því sem maður væri að gera.“ freyrgigja@frettabladid.is ÞÓRUNN ERLU-VALDIMARSDÓTTIR: ÞETTA ER MERKI UM GÓÐA STJÓRNUN Hin eina og sanna jólabókafjölskylda EKKERT STRÍÐ (Frá vinstri) Yrsa Þöll, Gunnar Theódór, Þórunn Erla og Magnús Þór, Megas, tengjast bæði fjölskyldu-og útgáfuböndum. Þau segja þó ekkert stríð í gangi sín á milli heldur styðji þau hvert annað. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Þetta gekk alveg rosalega vel og var meiri háttar gaman,“ segir Einar Aðalsteinsson, ungur leikari á framabraut. Eins og Fréttablað- ið greindi frá fyrir skömmu fékk Einar statistahlutverk í stórmynd- inni Sherlock Holmes 2 sem verið er að kvikmynda í Bretlandi þessa dagana. Um var að ræða ógnar- stórt dansatriði í nítjándu aldar- samkvæmi og fékk Einar hlutverk- ið í gegnum leiklistarkennara sinn í London. Honum var síðan úthlut- aður dansfélagi og fékk að stíga „trylltan“ vals fyrir framan töku- vélarnar, sem sjálfur Guy Ritchie, fyrrverandi eiginmaður Madonnu, stýrði. Einar segist hafa fengið að hitta nokkrar af stórstjörnum mynd- arinnar, meðal annars hafi Stephen Fry, heimsfræg- ur fyrir smekkvísi, hrósað honum í hástert fyrir lipur dansspor. „Það gekk aðeins verra með Jude Law, ég reyndi að spjalla aðeins við hann en datt bara í hug veðurtengd umræðu- efni eins og rokið fyrir utan,“ segir Einar og hlær og viðurkennir að það hefði kannski verið betra að brydda upp á samræðum um íslensku upp- setninguna á Faust í Young Vic-leik- húsinu en þar er Law innsti koppur í búri. Einar er nú staddur fyrir norðan þar sem hann leikur stórt hlutverk í fjögurra þátta sjónvarpsseríu Friðriks Þór Frið- rikssonar, Tíma nornarinnar, eftir samnefndri glæpa- sögu Árna Þórarins- sonar. „Það gengur allt vel, reyndar er allt á kafi í snjó, en þetta hefst allt.“ - fgg Stephen Fry hrósaði Einari fyrir lipur spor HRIFINN Stephen Fry var hrifinn af fótafimi Einars Aðalsteinssonar sem steig „trylltan“ vals í Sherlock Holmes 2. Hins vegar gekk verr að ræða um daginn og veginn við Jude Law. „Þetta er hjarta til að minna mig á að hlusta alltaf á hjartað,“ segir glæpasagna- höfundurinn Lilja Sigurðardóttir um nýtt húðflúr sem hún fékk sér fyrir skömmu. „Svo er þarna lótusblóm en lótusinn er eina plantan í heiminum sem ber bæði blóm og ávöxt í einu. Það er táknrænt fyrir þetta búddíska lögmál um orsök og afleiðingar sem ég trúi mjög mikið á. Það minnir mann á að allar gjörðir hafa afleiðingu, fyrir utan að þetta er ægilega smart,“ útskýr- ir hún en húðflúrið var sett yfir eldra tattú sem var minna í sniðum. Aðspurð segist hún hafa iðkað japansk- an búddisma í nokkur ár. „Þetta er hin besta aðferð til að takast á við heiminn og lífið. Búddisminn er á mörkum þess að vera heimspeki og trúarbrögð. Ég á pínu- lítið erfitt með að trúa en á auðvelt með að skilja lógík í hlutunum. Mér finnst búdd- isminn bjóða upp á það frekar heldur en mörg önnur trúarbrögð.“ Lilja gaf fyrir skömmu út sína aðra glæpasögu, Fyrirgefningu, hjá forlaginu Bjarti. „Ég var einhvern tímann að ýta á eftir fyrirframgreiðslunni á höfundar- laununum og sagði að það væri af því að ég ætlaði að fá mér tattú. Ef ég held áfram að skrifa bækur, hvernig mun ég þá líta út eftir nokkur ár,“ segir hún og hlær. - fb Fékk sér húðflúr með lótusblómi og hjarta NÝTT HÚÐFLÚR Glæpasagnahöfundurinn Lilja Sigurðardóttir með nýja húðflúrið sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ég er meðvirk með krökkunum því í listamenn virðist mega henda hverju sem er, hauskúpum eða stjörnum ÞÓRUNN ERLU-VALDIMARSDÓTTIR RITHÖFUNDUR Kristján Jóhannsson og frú mættu prúðbúin á Rigoletto, uppfærslu Íslensku óperunnar á þessu sígilda meistarastykki Verdis á sunnu- dagskvöldið. Þar mátti einnig sjá Ásgeir Þór Davíðsson, oftast kenndan við Goldfinger, en hann bauð öllu starfsfólki súlustaðarins, þrjátíu manns, á sýninguna. Vöktu dansmeyjarnar mestu athyglina innan um broddborgara landsins og settu sinn svip á sýninguna með lifandi og einstakri framkomu. Hilmar Veigar Pétursson og félagar hjá CCP eru stöðugt að þróa tölvuleikinn EVE Online og vinsældirnar aukast stöðugt. Erlendan spilara leiksins rak í rogastans á dögunum þegar hann rakst á plánetuna Eyjafjallajökull II í sýndarheimi leiksins. Plánetan er ekki eiginlegur hluti af leiknum heldur svokallað páskaegg (e.: easter egg) sem forritarar CCP komu fyrir til gamans. Slík páskaegg eru afar algengt og finnast í flestum forritum, þó að Eyjafjallajökull hafi ekki sést í þessu hlutverki áður. - fgg, afb FRÉTTIR AF FÓLKI Um fátt var rætt meira um síðustu helgi en ævisögu Jónínu Benedikts- dóttur. Hvort sem það var vegna frásagnar af meintum sáttafundi Björns Bjarna- sonar og fulltrúa Baugs eða hótanir Jónínu gegn Hreiðari Má í Kaupþingi verður ekki fullyrt. Alltént lét íslenskur almenning- ur ekki sitt eftir liggja og á milli 800-900 eintök seldust af bókinni um helgina. Það þykir góð sala, ekki síst þegar haft er í huga að bókin er bara til sölu í verslunum N1. Samkeppnisaðilar á bóka- markaði bíða spenntir eftir því hvort áframhald verður á þessum vinsældum. Hermt er að ef viðlíka sala verði um næstu helgi þá verði litið á N1 sem alvörusam- keppnisaðila á þessum markaði. Jónína Ben hélt útgáfuhóf vegna bókarinnar á veitingastaðnum Austur á föstudag. Meðal gesta í veislunni voru Geir Sveinsson og Jóhanna Vilhjálms- dóttir, Logi Berg- mann Eiðsson og Svanhildur Hólm Vals- dóttir og Sig- mundur Ernir Rúnarsson og Elín Sveins- dóttir. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Bókakynning á Súfistanum, Laugavegi 18, í kvöld kl. 20 Sigrún Pálsdóttir – Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar Óskar Magnússon – Ég sé ekkert svona gleraugnalaus Kristín Steinsdóttir – Ljósa Pétur Gunnarsson – Péturspostilla Hjalti Rögnvaldsson leikari les brot úr Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante Allir hjartanlega velkomnir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.