Fréttablaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 32
24 16. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR
Tónlist ★★★★
Kópacabana
Blaz Roca
Erpur lætur vaða
Kópacabana er fyrsta sólóplata Erps Eyvindarsonar og jafnframt fyrsta plat-
an frá honum síðan samstarfsplata Blaz Roca og U-Fresh, Hæsta hendin,
kom út í árslok 2004. Stjarna Erps reis hæst í upphafi nýrrar aldar þegar XXX
Rottweilerhundar hertóku íslenskt tónlist-
arlíf og Johnny National var það ferskasta
í sjónvarpinu. Síðan hægðist um og á
tímabili hélt maður að hann væri búinn
að stimpla sig út.
En Erpur hefur verið að koma sterkur
inn aftur að undanförnu. Bankahrunið
var honum innblástur eins og heyrist í
lögunum Landráð, Reykjavík-Belfast og
Stórasta land í heimi sem öll eru á nýju
plötunni. Blaz átti líka glæsilega innkomu
í laginu Viltu dick? á plötunni með Sykri í
fyrra. Það er líka á Kópacabana. Og nú er
hann kominn með heila plötu. Og enga
smá plötu, 21 lag, 75 mínútur.
Blaz Roca er ekki einn á ferð á Kópacabana. Tvö laganna eru gerð með
XXX Rottweiler, en Dabbi T, Dóri DNA, Friðrik Dór, Emmsjé Gauti, Sesar A og
Raggi Bjarna eru á meðal gestaradda, að ógleymdum Ísfirðingunum Ísaksen
og Kidda. Taktarnir eru flestir annaðhvort eftir Lúlla eða tvíeykið Redd Lights
(Jóhann Bjarkason og Ingi Már Úlfarsson) sem er að gera það gott þessa
dagana bæði hér og á plötunni hans Friðriks Dórs.
Lögin á Kópacabana eru ekki öll tóm snilld, en mörg þeirra eru frábær og
það er greinilegt að Erpur hefur náð fyrri snerpu í textunum. Hann lætur allt
vaða og húmor, eitraðir orðaleikir og töffaraskapur bera plötuna uppi. Lögin
Það er enginn að hlusta, Blaz Roca er don, Landráð, Reykjavík-Belfast, 112,
Hleraðu þetta, Viltu dick? og titillagið Kópacabana eru öll fyrsta flokks. Það
síðastnefnda fjallar að sjálfsögðu um Kópavoginn. Skemmtilegur texti sem
er glæsilega myndskreyttur með ljósmyndum Jóa Kjartans í plötubæklingn-
um.
Á heildina litið frábær plata frá Erpi þó hún hefðir orðið enn sterkari ef
hann hefði sleppt 3-4 slökustu lögunum.
Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Erpur Eyvindarson sýnir að hann kann enn að taka stórt upp í
sig.
Bíó ★★
I‘m Still Here
Leikstjóri: Casey Affleck
Sýnd á Haustbíódögum
Græna ljóssins í Bíó Paradís.
Tilgerðarlegur
Phoenix
Í október árið 2008 tilkynnti
Joaquin Phoenix að hann væri
hættur að leika og ætlaði að hefja
feril sem rappari. Sumir trúðu
honum, aðrir
ekki. Uppá-
tækið reyndist
vera gabb og
Phoenix eyddi
næstu misser-
um í að taka
upp háðheim-
ildarmyndina
(e.þ. Mocku-
mentary) I‘m
Still Here.
Myndin er
frekar leiðinleg
og tilgerðarleg.
Joaquin Pho-
enix er frábær leikari, en það er
kjánalegt að fylgjast með honum
þykjast missa vitið þegar maður
veit betur. Það koma þó atriði
sem skemmtilegt er að fylgjast
með, þrátt fyrir að maður viti að
flestir vissu að um gabb var að
ræða.
Atli Fannar Bjarkason
Niðurstaða: Frekar leiðinleg
mynd sem erfitt er að horfa á
vitandi að hann var bara að djóka.
VONBRIGÐI
Undirritaður bjóst
við skemmtilegri
mynd.
VALDIMAR Hljómsveitin Valdimar er skipuð vel menntuðum tónlistarmönnum.
Söngvarinn Valdimar Guðmundsson stendur í miðjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Íslenska tónlistarmyndin Back-
yard hlaut sérstök dómnefndar-
verðlaun á einni stærstu heim-
ildarmyndahátíð Evrópu, CPH:
DOX, sem lauk í Kaupmanna-
höfn á sunnudag. Myndin vann
ekki í sínum flokki, Sound &
Vision, en fékk engu að síður
viðurkenningu fyrir að vera
bæði frumleg og nútímaleg.
„Þetta var mjög gaman því
við vissum ekkert af þessu.
Þetta kom algjörlega eins og
þruma úr heiðskíru lofti,“ segir
leikstjórinn Árni Sveinsson.
Backyard fjallar um íslenskar
hljómsveitir sem tengjast vin-
áttuböndum, þar á meðal Hjalta-
lín, múm, FM Belfast og Retro
Stefson. „Við vorum þarna á
eigin vegum og síðan var allt í
einu verið að biðja okkur um að
mæta á þessa verðlaunaafhend-
ingu,“ segir Árni en forsvars-
menn hátíðarinnar héldu fyrst
að enginn úr Backyard-hópnum
hefði mætt á hátíðina.
Hljómsveitin Hjaltalín spil-
aði á lokatónleikum hátíðarinn-
ar. Henni til halds
og trausts voru
listakonurn-
ar Saga Sig og
Hildur Yeoman
sem bjuggu til
myndbands-
verk fyrir
tónleikana.
- fb
Backyard
verðlaunuð
Hljómsveitin Valdimar
sendi frá sér fyrstu plötu
sína á dögunum.
Meðlimir poppsveitarinnar Valdi-
mar, sem eru flestir frá Keflavík,
eru allir vel menntaðir tónlistar-
menn. Þrír eru útskrifaðir tónsmið-
ir frá Listaháskólanum og einn úr
tónlistarskóla FÍH í trommuleik.
Sveitin gaf fyrir skömmu út sína
fyrstu plötu, Undraland, sem hefur
fengið góðar viðtökur.
„Stefnan er að reyna að mennta
sig eins mikið og á eins breiðu
sviði og maður getur,“ segir söngv-
arinn Valdimar Guðmundsson.
Hann lauk tónsmíðanámi sínu við
Listaháskólann í vor og er núna í
FÍH á djass- og rokkbraut. Hann
stefnir einnig á að ljúka námi sínu
í djassbásúnuleik þarnæsta vor.
„Þetta er gott hljóðfæri í popp-
ið, finnst mér,“ segir hinn 25 ára
Valdimar um básúnuna sem hann
notar óspart í hljómsveitinni.
Hún var stofnuð sumarið 2009
eftir að Valdimar og gítarleikarinn
Ásgeir Aðalsteinsson höfðu verið
að semja lög í smá tíma. Þrír með-
limir bættust við sveitina, Guð-
laugur Már Guðmundsson, Þor-
valdur Halldórsson og Kristinn
Evertsson, auk þess sem nokkrir
gestaspilarar koma við sögu á tón-
leikum.
Valdimar segir að hljómsveit-
ir á borð við Radiohead, Bítlana
og Arcade Fire séu sameiginleg-
ir áhrifavaldar hjá bandinu. Hún
hlusti samt á fjölbreytta tónlist og
áhrifin komi því úr fleiri áttum.
Útgáfutónleikar Valdimars vegna
nýju plötunnar verða í Fríkirkj-
unni 27. nóvember.
freyr@frettabladid.is
Mennt er máttur
- bara lúxus
Sími: 553 2075
JACKASS 3D – ÓTEXTUÐ 6 , 8 og 10.15 12
UNSTOPPABLE 8 og 10.15 12
ARTÚR 3: TVEGGJA HEIMA STRÍÐIIÐ 6 -ÍSL TAL 7
STONE 8 og 10.15 16
ÚTI ER ÆVINTÝRI 2 6 -ÍSL TAL L
950 kr.
650 kr.
650 kr.
650 kr.
650 kr.
Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar dagsins.
LET ME IN
BRUCE WILLIS,
MORGAN FREEMAN,
JOHN MALKOVICH OG
HELEN MIRREN ERU
STÓRKOSTLEG Í ÞESSARI
ÓTRÚLEGA SKEMMTILEGU
GRÍNMYND
HOLLYWOOD REPORTER
EMPIRE
10
10
10
7
7
16
16
12
12
L
L
L
L
10
10
10
16
12
12
L
L
L
L
JACKASS-3D kl. 5:50 - 8 - 10:20
DUE DATE kl. 5:50 - 8 - 10:20
DUE DATE kl. 8 - 10:20
RED kl. 5:50 - 8 - 10:20
ÆVINTÝTÝRI SAMMA-3D M/ ísl. Tali kl. 6
LET ME IN kl.10:30
ÓRÓI kl. 8 - 10:20
THE TOWN kl. 8
THE TOWN kl. 5:30
ALGJÖR SVEPPI kl. 6
GNARR kl. 5:50 - 8 - 10:20
DUE DATE kl. 8 - 10:20
RED kl. 10:20
THE SWITCH kl. 5:50 - 8
KONUNGSRÍKI UGLANNA-3D M/ ísl. Tali kl. 5:50
ÆVINTÝTÝRI SAMMA-3D kl. 6
DUE DATE kl. 8 - 10:10
GNARR kl. 6 - 8 - 10:10
ÆVINTÝTÝRI SAMMA-3D M/ ísl. Tali kl. 3.55 og 6
DUE DATE kl. 3.50 - 5.45 - 8 og 10.20
GNARR kl. 6 - 8 og 10.10
RED kl. 3.45 - 5.50 - 8.10 og 10.30
KONUNGSRÍKI UGLANNA-3D M/ ísl. Tali kl. 3.45
ÓRÓI kl. 8
LET ME IN kl. 10.20
KR 6. 5 0*
KR 6. 5 0*
KR 6. 5 0*KR 6. 5 0*
Gildir ekki í Lúxus
950
SÍMI 564 0000 FULLKOMIN GÆÐI
12
12
L
L
L
16
L
7
L
L
SÍMI 462 3500
12
L
L
JACKASS 3D kl. 8 - 10
EASY A kl. 6 - 8 - 10
ARTHÚR 3 kl. 6
SÍMI 530 1919
L
L
L
L
16
12
UNSTOPPABLE kl. 5.45 - 8 - 10.15
EASY A kl. 5.50 - 8 - 10.10
ARTHÚR 3 kl. 5.50
YOU WILL MEET A TALL DARK STRANGER kl. 8 - 10.15
INHALE kl. 8 - 10
BRIM kl. 6
JACKASS 3D kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10
JACKASS 3D LÚXUS kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10
UNSTOPPABLE kl. 5.45 - 8 - 10.15
EASY A kl. 5.50 - 8 - 10.10
ARTHÚR 3 kl. 3.40
MACHETE kl. 10.35
ÚTI ER ÆVINTÝRI 2 kl. 3.40
SOCIAL NETWORK kl. 8
EAT PRAY LOVE kl. 5.20
AULINN ÉG 3D kl. 3.40
.com/smarabio ATH: Tilboðin gilda ekki í Borgarbíói
NÝTT Í BÍÓ!
Sjáðu Jackass eins og þú hefur
aldrei séð áður!
ÞRIÐJUDAGAR ERU TILBOÐSDAGAR!
700 700
700
700
700
700