Fréttablaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 34
 16. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR26 sport@frettabladid.is KIEL OG HAMBURG eigast við í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld. Bæði lið eru með 20 stig á toppi deildarinnar og því leikurinn afar mikilvægur í titilbaráttunni. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel og Aron Pálmarsson leikur með liðinu. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Iceland Express-deild karla Njarðvík - Fjölnir 73-97 (40-54) Stig Njarðvíkur: Christopher Smith 20, Guð- mundur Jónsson 13, Friðrik Stefánsson 13, Páll Kristinsson 6, Jóhann Árni Ólafsson 5, Hjörtur Einarsson 3, Kristján Sigurðsson 3, Ólafur Jónss. 3, Egill Jónass. 3, Lárus Jónss. 2, Rúnar Erlingss. 2. Stig Fjölnis: Ægir Þór Steinarss. 24, Tómas Tóm- ass. 18, Magni Hafsteinss. 10, Sindri Káras. 9, Jón Sverriss. 8, Arnþór Guðmundss. 8, Ben Stywall 7, Hjalti Vilhjálmss. 5, Einar Þórmundss. 3, Trausti Eiríkss. 2, Sigurður Þórarinss. 2, Leifur Aras. 1. KFÍ - KR 98-143 (56-68) Stig KFÍ: Nebojsa Knezevic 20, Craig Schoen 17, Ari Gylfason 10, Hugh Barnett 10, Daði Berg Grétarsson 10, Darco Milosevic 10, Pance Ilievski 9, Carl Josey 8 Guðni Páll Guðnason 4. Stig KR: Marcus Walker 28, Pavel Ermolinskij 25, Brynjar Björnss. 19, Ágúst Angantýss. 15, Hregg- viður Magnúss. 13, Fannar Ólafss. 13, Finnur Magnúss. 12, Jón Kristjánss. 8, Matthías Sigurð- ars. 5, Ólafur Ægiss. 3, Martin Hermannss. 2. Grindavík - Stjarnan 100-92 (51-41) Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergss. 20, Ómar Sævarss. 17, Guðlaugur Eyjólfss. 17, R. Pettinella 13, Þorleifur Ólafss. 13, Jeremy Kelly 12, Ármann Vilbergss. 3, Björn Brynjólfss. 3, Ólafur Ólafss. 2. Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 29, Jovan Zdra- vevski 23, Marvin Valdimarss. 13, Kjartan Kjart- anss. 9, Daníel Guðmundss. 5, Guðjón Láruss. 5, Fannar Freyr Helgason 4, Ólafur Ingvason 4. STAÐAN Snæfell 7 6 1 684-642 12 Grindavík 7 6 1 642-559 12 KR 7 5 2 702-599 10 Stjarnan 7 4 3 610-594 8 Keflavík 7 4 3 623-610 8 Fjölnir 7 3 4 624-619 6 Haukar 7 3 4 601-634 6 Hamar 6 3 3 507-505 6 KFÍ 6 2 4 573-616 4 Tindastóll 7 2 5 535-601 4 Njarðvík 7 2 5 535-617 4 ÍR 7 1 6 622-662 2 Eimskipsbikarkeppni karla 16-LIÐA ÚRSLIT Akureyri - Afturelding 30-20 (13-9) Mörk Akureyrar: Guðmundur Helgason 8, Daníel Einarss. 4, Heimir Árnas. 4, Oddur Grétarss. 4, Geir Guðmundss. 3, Hörður Sigþórss. 2, Bjarni Fritzs. 1, Hlynur Matthíass. 1, Bergvin Gíslas. 1. Mörk Aftureldingar: Eyþór Vestmann 4, Bjarni Aron Þórðarson 4, Arnar Theódórsson 4, Aron Gylfason 3, Haukur Sigurvinsson 2, Daníel Jóns- son 2, Jón Andri Helgason 1. ÚRSLIT SUND Það var nóg að gera hjá þeim Hrafnhildi Lúthersdóttur og Eygló Ósk Gústafsdóttur í Laugardals- lauginni um helgina. Hrafnhildur vann sjö gull og bætti Íslandsmetið í 400 metra fjórsundi og Eygló Ósk vann sex gull, setti tvö Íslandsmet og náði lágmörkum á EM. Hrafnhildur vann mesta afrek mótsins (100 metra fjórsund) og flestar einstaklingsgreinar (6) og það þrátt fyrir að vera í miðjum undirbúningi fyrir HM í Dúbaí sem fer fram í desember. „Ég er mjög ánægð með þetta en ég stefndi ekki á að gera vel á þessu móti því ég er á fullu að und- irbúa mig fyrir HM. Ég var samt búinn að æfa vel,“ segir Hrafn- hildur. Enginn tími var fyrir hana til að slaka á enda oft stutt á milli greina hjá henni auk þess sem hún þurfti reglulega að stökkva upp á pall og taka á móti gullverðlaun- unum. „Ég var orðin mjög þreytt eftir mótið og var eiginlega alveg búin á því. Þetta var mjög góð æfing,“ segir Hrafnhildur. „Ég var ánægðust með 400 metra fjórsund út af Íslandsmet- inu sem kom mér verulega á óvart því ég var mest stressuð fyrir það sund. Þetta er grein sem ég er nýfarin að leggja einhverja áherslu á og ég hef ekki mikið verið að keppa í henni,“ segir Hrafnhild- ur. „Ég bætti mig líka í 100 metra fjórsundi sem var líka gott. Ég er líka ánægð með að hafa klárað allar þessar greinar. Ég held að þetta boði bara gott fyrir HM að ég hafi verið að synda svona vel,“ segir Hrafnhildur. Næsti mánuð- ur er vel skipulagður hjá henni því hún útskrifast úr Flensborg, fer síðan að keppa á HM 15. til 19. desember og er síðan á leiðinni í skóla í Bandaríkjunum eftir ára- mót. „Ég er heima um jólin, held síðan útskriftarveislu og svo flýg ég beint út,“ segir Hrafnhildur sem er á leiðinni í University of Florida á fullum skólastyrk. „Ég er mjög spennt fyrir því að fara í skólann en ég er líka stress- uð og kvíðin,“ segir Hrafnhildur sem ætti að fá gott tækifæri til að bæta sig enn frekar en Kvenna- sundlið skólans, The Gators, er besta háskólalið Bandaríkjanna. Sleppti sjöunda gullinu fyrir met „Ég er ekkert smá sátt með helg- ina. Ég var dálítið stressuð fyrir þetta mót því ég efaðist um það að ég væri í nógu góðu formi,“ segir hin fimmtán ára gamla Eygló Ósk Gústafsdóttir sem sló stúlknamet um leið og hún sló Íslandsmetin sín um helgina. „Markmiðin hjá mér fyrir mótið var að ná í þessi Íslandsmet og ná inn á EM. Ég var langánægðust með baksundin,“ segir Eygló sem bætti Íslandsmet Önju Ríkeyjar Jakobsdóttur í 100 metra baksundi og bætti síðan sitt eigið met í 200 metra baksundi. Eygló vann alls fjórar einstaklingsgreinar á mót- inu, auk þess hjálpaði hún Ægi að vinna tvö boðsund og vann síðan líka eitt silfur. Eygló hefði getað unnið sjöunda gullið því hún synti best í undanrásunum en ákvað að spara kraftana í úrslitunum. „Ég ákvað að sleppa úrslita- sundinu í 400 metra skriðsundi. Ég hefði verið dauðþreytt eftir það sund ef ég hefði synt það,“ segir Eygló en það sund var á undan 200 metra baksundi sem er henn- ar besta grein. „Ég valdi það að safna kröftum til að reyna við metið,“ segir Eygló naut góðs af „hvíldinni“ og bætti Íslandsmetið um tvær sekúndur. „Ég var bara ákveðin í að ná þessu meti þótt ég hafi verið orðin þreytt,“ sagði Eygló. „Ég og þjálfarinn minn voru búin að setja það markmið að kom- ast á EM og nú er bara komið nýtt markmið og það er að komast inn á Ólympíuleikana 2012. Ég þarf bara að æfa mig betur,“ segir Eygló sem fékk fær ekki mikinn tíma til að jafna sig eftir átök helgarinnar því í gær var hún mætt upp í Borgar- leikhús strax eftir skóla til að æfa sig fyrir Skrekk. Eygló segist hafa tíma fyrir félagslífið þrátt fyrir margar sundæfingar. „Ég er samt mjög upptekin manneskja,“ viður- kennir hún þó að lokum. ooj@frettabladid.is Gullstelpurnar á ÍM25 Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH og Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi unnu sam- an þrettán gull og settu saman þrjú Íslandsmet á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fór fram í Laugardalslauginni um helgina. ÞRETTÁN GULL Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir stóðu sig frábær- lega á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hlaðnar gullverðlaunum Sjö gull Hrafnhildar 100 m fjórsund 200 m bringusund 400 m fjórsund* 100 m bringusund 200 m fjórsund 50 m bringusund 4x100 metra fjórsund (með SH) Sex gull Eyglóar 800 m skriðsund 100 m baksund* 200 m skriðsund 200 m baksund* 4x50 m skriðsund (með Ægi) 4x100 m skriðsund (með Ægi) *Íslandsmet Hádegisfundur ÍSÍ Sjá nánar á www.isi.is Föstudagur 19. nóv. kl. 12.00-13.00 í D-sal Íþr.- miðstöðv. í Laugardal. Jón Sigfússon frá Rannsóknum og Greiningu mun fara yfir rannóknina The Nordic Youth Research. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Uppl. í 460-1467 og á vidar@isi.is FÓTBOLTI Eyjamenn gengu í gær frá þriggja ára samningi við Ólafsvíkinginn Brynjar Gauta Guðjónsson sem er átján ára varnarmaður. Þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki 61 leik í deild og bikar með Víkingi Ólafsvík þar sem hann lék sinn fyrsta meistara- flokksleik aðeins fimmtán ára gamall. Brynjar Gauti er fyrirliði U- 19 ára landsliðs Íslands og hann var lykilmaður í liði Víkings sem vann alla sína leiki í 2. deildinni í sumar og komst alla leið í undan- úrslit VISA-bikars karla. - esá Leikmannamál ÍBV: Brynjar Gauti valdi ÍBV KOMINN Í HVÍTT Brynjar Gauti Guðjóns- son samdi við ÍBV í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Enski vefmiðillinn Talk- sport greindi frá því í gær að Manchester United hefði áhuga á landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni, leikmanni Hoff- enheim í Þýska- landi. Gylfi hefur verið orðað- ur við nokkur stórlið í Evrópu undanfarnar vikur en hann hefur slegið í gegn með Hoff- enheim þar sem hann hefur þegar skorað fjögur mörk. Útsendarar United munu einnig hafa fylgst með leik U-21 liðs Íslands gegn Skotum ytra þar sem Gylfi skoraði bæði mörk- in í 2-1 sigri og tryggði um leið Íslandi sæti í úrslitakeppni EM. Hoffenheim keypti Gylfa frá Reading í Englandi fyrir fimm milljónir evra í haust. - esá Gylfi Þór Sigurðsson: Orðaður við Man. United GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON KÖRFUBOLTI Svo gæti farið að Magnús Þór Gunnarsson spili aftur hér á landi áður en langt um líður en hann kom hingað til lands í gær. Magnús Þór hefur gert það gott með Aabyhöj í dönsku úrvals- deildinni í haust en í gær var greint frá því að hann væri nú aftur á leið til Njarðvíkur þar sem hann spilaði síðast. „Það er ekkert ákveðið enn,“ sagði Magnús við Fréttablaðið. „Það er langt í næsta leik í Dan- mörku en ég vona að þessi mál verði komin á hreint fyrir viku- lok.“ - esá Magnús Þór Gunnarsson: Mögulega á heimleið HANDBOLTI Þrír leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Eimskipsbik- arkeppni karla í gær. Hæst bar slagur Akureyrar og Aftureld- ingar sem fyrrnefnda liðið vann, 30-20. Guðmundur Hólmar Helgason fór mikinn og skoraði átta mörk fyrir Akureyri sem hafði átta marka forystu í hálfleik, 13-9. Þá er ÍR einnig komið áfram eftir sigur á Stjörnunni, 29-25, eftir að hafa verið með þriggja marka forystu í hálfleik, 14-11. Víkingur er einnig komið áfram eftir sigur á Haukum 2, 36-27. - esá Eimskipsbikarkeppnin: Akureyri áfram SKORAÐI FJÖGUR Oddur Grétarsson, leikmaður Akureyrar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í gær og er Grindavík aftur komið á sig- urbraut eftir að hafa tapað fyrir Snæfelli í síðustu umferð. Liðið vann átta stiga sigur á Stjörnunni á heimavelli í gær, 100-92. „Sigur er alltaf sigur,“ sagði Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum komnir í ansi þægilega stöðu sem við hentum frá okkur í þriðja leikhluta. Stjarnan er með hörkulið og við vorum minntir á í kvöld að það þýðir ekki að leggja árar í bát þó svo að vel gangi. menn mega ekki hætta,“ sagði Helgi Jónas. Grindavík spilaði með nýjan Bandaríkjamann þar sem að sá fyrri þurfti frá að hverfa af per- sónulegum ástæðum. Sá heitir Jer- emy Kelly. „Hann byrjaði á því að setja niður átta stig eins og að drekka vatn en svo bara ekki söguna meir,“ sagði þjálfarinn. „Hann er í engu formi og hefur lík- lega sýnt um tíu prósent af því sem hann getur. En þetta er hörkuleik- maður og ég er viss um að við höfum fengið betri leik- mann en þann sem við vorum með.“ KR gerði góða ferð til Ísafjarð- ar þar sem liðið skoraði hvorki fleiri né færri en 143 stig gegn 98 frá KFÍ. Marcus Walker skor- aði 28 stig en Pavel Eromlinskij náði glæsilegri þrefaldri tvennu – 25 stigum, átján fráköstum og tólf stoðsendingum. Allir leikmenn KR sem voru á skýrslu skoruðu í leiknum en KR skoraði aldrei minna en 31 stig í leikhluta og mest 41 stig. Ófarir Njarðvíkur halda áfram en liðið er í fallsæti eftir tap fyrir Fjölni á heimavelli í gær, 97-73. Ægir Þór Steinarsson átti góðan leik í liði gestanna og skoraði 24 stig og gaf átta stoðsendingar. Njarðvík hefur unnið tvo leiki af sjö í deildinni, rétt eins og Tindastóll og KFÍ en aðeins botn- lið ÍR er með færri stig. Snæfell og Grindavík eru á toppnum með sex sigra í sjö leikjum. - esá Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í gærkvöldi: Grindavík aftur á sigurbraut PAVEL ERMOLINSKIJ Fór á kostum á Ísafirði í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.