Fréttablaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 26
 16. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR18 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. timamot@frettabladid.is „Vinir Indlands urðu til fyrir tíu árum þegar lítill hópur fólks, sem átt hafði persónuleg tengsl við Indland, stofn- aði félag byggt á hugmyndum húman- ista í samstarfi við heimamenn í Tamil Nadu-héraði á Suður-Indlandi,“ segir Sólveig Jónasdóttir, formaður Vina Indlands sem í dag heldur upp á tíu ára afmæli sitt með árvissum styrkt- artónleikum í Salnum. „Markmið félagsins er að mennta fátæk börn og munaðarlaus, og á hverju ári njóta nokkur hundruð barna menntunar í gegnum styrki Vina Ind- lands.” Nýjasta verkefni félagsins er bygg- ing heimilis fyrir munaðarlausa drengi í Thorapadi, en félagið styrkir einnig stúlknaheimili í Salem. „Hugmyndin að heimilinu kviknaði eftir Tsunami-flóðbylgjuna 2004, en þá fórum við utan og kynntumst börn- um sem orðið höfðu munaðarlaus. Þau voru ýmist inni á fátækum ættingjum eða komin eitthvert á vinnumarkað, án nokkurs möguleika á skólagöngu eða mannsæmandi framtíð. Á heim- ilunum fá börnin gott húsnæði, fæði, klæði og skólagöngu, en einnig styrkj- um við fræðslumiðstöðvar í þorpun- um og vonandi getum við einn dag- inn keypt tölvur,“ segir Sólveig sæl með árangurinn, en á munaðarleys- ingjahælunum búa nú 24 drengir og 27 stúlkur. „Um hundrað indversk börn eiga nú íslenska styrktarforeldra en okkur vantar fleiri til að geta fjölgað drengj- um inn á heimilið og styrkt nokkra af þeim sem fyrir eru til náms. Að vera styrktarforeldri er skemmtilegt og þakklátt verkefni, sem felur í sér mikil samskipti. Sum barnanna hafa áfram verið styrkt til háskólanáms af íslenskum styrktarforeldrum og einn þeirra, orðinn tölvunarfræðing- ur, afhenti fyrstu laun sín sjálfboða- liðum á Indlandi og tók að sér tvö ind- versk börn til að hjálpa sjálfur. Þetta viðhorf er gegnumgangandi: Mér var hjálpað og þá hjálpa ég öðrum,“ segir Sólveig. Í samvinnu við Vini Kenía og Múltí Kúltí senda Vinir Indlands unga íslenska sjálfboðaliða utan þar sem þeir fá að kynnast sjálfboðnu starfi og ólíkri menningu heimamanna. „Á Indlandi taka þau að sér almenna umönnun og kennslu, og stórkostlegt að sjá þessa krakka koma til baka því meirihlutinn verður virkur í ein- hvers konar starfi auk þess sem lífs- reynslan breytir þeim fyrir lífstíð. Því er gaman að geta breytt heim- inum með svo áþreifanlegum hætti í gegnum þetta frábæra unga fólk,“ segir Sólveig. Afmælis- og styrktartónleikarn- ir hefjast klukkan 20 í Salnum. Þjóð- kunnir listamenn gefa vinnu sína og allur ágóði rennur óskiptur til barn- anna á Indlandi. Kópavogsbær greið- ir fyrir afnot af Salnum. thordis@frettabladid.is VINIR INDLANDS: HALDA TÍU ÁRA AFMÆLIS- OG STYRKTARTÓNLEIKA Í KVÖLD Gaman að breyta heiminum Elsku litla dóttir okkar, systir og barnabarn, Rebekka Ýr Guðmundardóttir, lést á Barnaspítala Hringsins fimmtudaginn 4. nóvem- ber. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Starfsfólki Barnaspítala Hringsins færum við hugheilar þakkir fyrir sín einstöku störf og umhyggju, sem og öllum öðrum er hafa sýnt okkur samhug og stuðning. Við biðjum þá sem vilja minnast Rebekku Ýrar að láta Barnaspítala Hringsins njóta þess. Auður Sif Sigurðardóttir Guðmundur Már Þorsteinsson Rakel Emma Guðmundardóttir Ólöf Ólafsdóttir Grétar Karlsson Áslaug Björt Guðmundardóttir Þorvaldur Daníelsson Sigurður Einar Steinsson Soffía Gunnlaugsdóttir Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, sonar okkar, bróður og mágs, Jóns Sigurgeirs Sigurþórssonar véltæknifræðings, Álftamýri 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar og líknardeildar Landspítalans, stjórnar og starfsfólks N1. Sigurþór Jónsson Sigurþór Jónsson Sigurborg V. Jónsdóttir Garðar Sigurþórsson Sigrún Sigurþórsdóttir Reynir Guðmundsson Sigurþór Sigurþórsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Hannes Flosason, fv. tónlistarskólastjóri og tréskurðarmeistari, Fannafold 187, Reykjavík, sem lést þann 6. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju, þriðjudaginn 16. nóvember, kl. 13.00. Kristjana Pálsdóttir Páll Hannesson Sarah Buckley Haukur F. Hannesson Jörgen Boman Elín Hannesdóttir Ingibjörg Hannesdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Gíslínu Þórarinsdóttur, Eyrarvegi 37, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Víðihlíð og heima- hlynningu á Akureyri fyrir góða umönnun. Helgi Helgason og fjölskyldur. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Lára Charlotta Sigvardsdóttir Hammer, f. 29.11.1909, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 6. nóv- ember. Að ósk hinnar látnu fór útförin fram í kyrrþey föstudaginn 12. nóvember. Öllum þeim sem sýndu henni virðingu og hlýhug er þakkað af alhug. Starfsfólki deilda B-2 á Eir færum við hugheilar þakkir fyrir sín einstöku störf og umhyggju í hennar garð síðastliðin ár. Guð blessi ykkur öll. Steina Guðrún Guðmundsdóttir Elín Jóhanna Guðmundsdóttir Gylfi Jónsson Sigrid Esther Guðmundsdóttir Haukur Örn Björnsson Dóra Guðleifsdóttir Rósmary Sigurðardóttir og fjölskyldur. Móðir mín, amma okkar og langamma, Björg Kristjánsdóttir frá Hafnarnesi, Fáskrúðsfirði, lést á Hrafnistu Hafnarfirði mánudaginn 8. nóvember 2010. Útför hennar fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 17. nóvember kl. 15.00. Kristján Gunnlaugsson börn og barnabörn. FRAMTÍÐIN BJÖRT Sólveig í hópi munaðarlausra drengja við framtíðarheimili þeirra í Thorapadi, stuttu áður en heimilið var tekið í notkun í janúar. MYND/KJARTAN JÓNSSON Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, ömmu, systur og mágkonu, Kristbjargar Oddnýjar Ingunnar Sigvaldadóttur. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar, heimahjúkrunar, félagsþjónustunnar og öldrunar- deildar Landspítalans í Fossvogi og líknardeildar á Landakoti fyrir alúð við umönnun hennar. Sigvaldi Ásgeirsson Halldór Ásgeirsson Margrét Ásgeirsdóttir Sigurður Gunnar Ásgeirsson Ingunn Rut Sigurðardóttir Rakel Rut Sigurðardóttir Hrefna Sigvaldadóttir Sigrún Sigvaldadóttir Kristján Torfason Aðalheiður Sigvaldadóttir Gunnar Guðjónsson Merkisatburðir 1624 Dómkirkjan á Hólum í Hjaltadal fýkur í norðanveðri og brotnar eftir að hafa staðið í 230 ár. 1907 Standmynd af Jónasi Hallgrímssyni afhjúpuð í tilefni aldar- afmælis skáldsins. 1917 Reykjavíkurhöfn formlega tekin í notkun. 1957 Nonnahús á Akureyri opnað sem minjasafn. 1959 Söngleikurinn Söngvaseiður er frumsýndur á Broadway. 1938 Minnisvarði eftir Ríkharð Jónsson afhjúpaður á leiði óþekkta sjómannsins í Fossvogskirkjugarði. 1987 Leikkonan Lisa Bonet giftist tónlistarmanninum Lenny Kravitz. 1988 Robin Givens ákærir Mike Tyson vegna ærumeiðinga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.