Kylfingur - 15.12.1986, Qupperneq 25

Kylfingur - 15.12.1986, Qupperneq 25
KYLFINGUR 25 TÖLVUÞJÓNUSTAN UMBÚÐAMIÐSTÖÐIN ÚLFAR & LJÓN ÚR& SKART ÚTILÍF ÚTVARPSAUGLÝSINGAR SF ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS VALUR FANNAR VANGUR HF VEITINGAHÖLLIN VELTIR HF VERKFRÆÐIST. GUNNARS TORFASONAR VERSL. ÁSGEIR VERSL. VALGARÐUR VERSLUNARBANKI ÍSLANDS VÉLABORG VÉLAR & TÆKI HF VÉLAR & ÞJÓNUSTA HF VÉLSM. HÉÐINN VÉLSM. JÓNS SIGURÐSSONAR VÉLSM. STEÐJI VIDEOSPÓLAN VINNUVÉLAR SF VOGAVER VOGUE HF VÖLUNDUR VÖRÐUFELL Z-BRAUTIR & GLUGGATJÖLD Þ. JÓNSSON & CO. ÞRÍGRIP 3-K ÞYKKVABÆJARKARTÖFLUR ÞÝSK-ÍSL. VERSLUNARFÉLAGIÐ Ö. S. UMBOÐIÐ ÖLG. EGILL SKALLAGRÍMSSON ÖSKJUHLÍÐ SF Icelandic Consular Golf í byrjun september sl. var haldin í Reykjavík ráðstefna kjörræðis- manna íslands. Einn af félögum Golfklúbbs Reykjavíkur, Einar Benediktsson sendiherra, fékk þá snjöllu hugmynd að halda hér ræðis- mannamót í golfi. Vitað var, að meðal ræðismannanna væru nokkr- ir kylfingar, en þegar þetur var að gáð var miklu meiri áhugi en búist var við. Sett var á laggirnar mót, Icelandic Consular Golf, þar sem tveir ræðis- menn léku í liði með einum íslensk- um kylfingi betri bolta með fullri forgjöf. Morgunblaðið, Ferðamála- ráð og Iceland Review voru bak- hjarlar að mótinu, sem haldið var í Grafarholti, og Seðlabanki íslands bauð til hádegisverðar í Golfskálan- um, þar sem snædd var kvíaalin sjó- bleikja frá Laxalóni. 18 ræðismenn, eða venslamenn þeirra, mættu þrátt fyrir slæmt veð- ur. Þurfti að láta öllum, nema ein- um, í té kylfur, skó og regnfatnað. Þrátt fyrir skamman fyrirvara tókst þetta þó giftusamlega á mjög stutt- um tíma. Skemmtu ræðismennirnir sér hið besta og luku miklu lofsorði á völlinn í Grafarholti. Töldu þeir engum vafa undirorpið, að hægt væri að efna til golfferða til íslands frá suðlægari slóðum. Voru þeir reyndar steinhissa á því, að unnt væri að leika golf á Islandi, hvað þá heldur á jafn góðum golfvelli og Grafarholtsvöllurinn er. Er ætlun þeirra allra að kynna ísland sem golfland heima fyrir. Sérstaklega var ræðismaður okkar í Göteborg og kona hans áhugasöm um málið. Sigurvegarar í keppninni urðu Gordon McKeag frá Englandi, en hann er aðaleigandi knattspyrnu- liðsins Newcastle, Knut Björge frá Noregi og Halldór Einarsson (Hen- son) með 29 punkta, sem er frábært, þar sem aðeins voru leiknar 12 holur vegna tímaskorts. í mótslok, þegar verðlaun voru afnent, fengu allir erlendu þátttak- endurnir afhentar oddveifur klúbbs- ins, pokamerki og hópmynd, sem tekin var um morguninn, áður en lagt var af stað í keppnina, ásamt bók frá Iceland Review um náttúru íslands. Hélt síðan hver til síns heima, og flestir staðráðnir í því að koma aftur til golfleiks hér á landi.

x

Kylfingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.