Fréttablaðið - 23.11.2010, Blaðsíða 7
Sölu-, markaðs og rekstrarnám 432 stundir (2 annir)
Nemendur öðlast þjálfun og hæfni á sviði sölumennsku þar sem rík áhersla er
lögð á ábyrgð sölumannsins og hlutverk hans í stefnumótun fyrirtækisins.
Námið byggir á tveim námskeiðum sem styðja hvort annað þ.e. Sölu- og
markaðsnámi og Frumkvöðla og rekstrarnámi. Frábært nám fyrir alla sem starfa
eða vilja starfa við sölumennsku og þá sem eru með eða stefna að því að fara
út í eigin rekstur.
Skrifstofu- og rekstrarnám 426 stundir (2 annir)
Námið eykur enn frekar samkeppnishæfni nemenda og býr þá vel undir krefjandi
störf á vinnumarkaðnum. Mikil áhersla er lögð á að undirbúa nemendur til starfa
við almenn skrifstofustörf og gera þá færari í bókhaldsstörfum. Einstakt tækifæri
til að ná sér í þekkingu og færni sem nýtist við rekstur fyrirtækja.
Námið byggir á tveim námskeiðum sem styðja vel hvert annað, þ.e. Skrifstofu-
og tölvunámi og Bókaranám framhald.
Grafísk hönnun 156 stundir
Hér er um að ræða hagnýtt nám fyrir þá sem hafa þörf fyrir tölvutæknina við
gerð auglýsinga, kynningarefnis og bæklinga. Kennt er á þau forrit sem aðallega
eru notuð við gerð kynningarefnis á stafrænu formi. Markmiðið er að nemendur
geti komið frá sér hugmyndum á tölvutæku formi og að frágangur allra verka sé
réttur hvort sem það er fyrir prentun eða Internetið.
Alvöru vefsíðugerð 240 stundir
Með gagnagrunnstengdum vefjum er hægt að minnka alla umsýslu sem og
sjálfvirknivæða viðhald og birtingar á gögnum eftir fyrirfram skilgreindum
forsendum.
Þegar nemandinn hefur lokið þessu námskeiði á hann að hafa haldgóðan
skilning á vefsíðugerð bæði hvað varðar hefðbundnar vefsíður og síðan
gagnagrunnstengdar vefsíður. Nemendur hafi vald á meðferð myndefnis fyrir
vefinn og framsetningu þess, hafi skilning á virkni hefðbundinna vefsíðna og læri
til þess HTML kóðun.
Skrifstofu- og tölvunám 258 stundir
Almennt skrifstofu- og tölvunám sem hentar sérstaklega vel þeim aðilum sem
eru á leið inná vinnumarkaðinn eftir nokkurt hlé. Eins er það mjög gott fyrir þá
sem vilja styrkja stöðu sína í starfi. Í náminu er lögð mjög mikil áhersla á að
styrkja einstaklinginn og gera hann hæfari til að takast á við krefjandi störf á
vinnumarkaðnum.
Sölu- og markaðsnám 264 stundir
Þetta er líflegt og fjölbreytt nám fyrir þá sem vilja tileinka sér sérþekkingu á sölu-
og markaðsmálum. Eins er námið kjörið fyrir þá aðila sem vilja styrkja sig í starfi.
Í náminu er farið í hlutverk sölumannsins, samskipti við viðskiptavininn eru
könnuð og farið í grundvallaratriði í gerð kynningarefnis. Einnig er farið yfir helstu
atriði markaðsfræðinnar. Náminu lýkur með umfangsmiklu lokaverkefni.
Frumkvöðla- og rekstrarnám 168 stundir
Námið er sérstaklega hagnýtt og hnitmiðað, bæði fyrir þá sem vilja styrkja eða
stofna til eigin reksturs. Námið miðar að því að kenna gerð viðskiptaáætlana
og hvernig hægt er að greina á milli arðbærra og óarðbærra hugmynda. Í
náminu er mikilli athygli beint að mikilvægi þess að gera raunhæfar áætlanir
og hvernig hægt er að styrkja þær með mismunandi rannsóknum og greiningu
á markaðnum.
Inntökuskilyrði er almenn kunnátta í verslunarreikningi og í notkun
á Excel töflureikni.
Bókaranám framhald 168 stundir
Frábært námskeið fyrir alla sem hafa almenna þekkingu á bókhaldi.
Að námi loknu eiga nemendur að vera færir að sjá um viðskiptamannakerfi,
launakerfi og vera færir um að framkvæma einföld uppgjör á bókhaldi ásamt
öllum þeim afstemmingum og lokafærslum sem þarf fyrir skil til endurskoðanda.
NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN - VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI - HLÍÐASMÁRA 9 : KÓPAVOGI : SÍMI 544 4500 : WWW.NTV.IS
INNRITUN FYRIR VORÖNN STENDUR YFIR
Atvinnulausir fá 25%
styrk frá NTV
af auglýstu staðgreið
sluverði
Starfsnám styrkir stöðu þína!
Yfirlit námsbrauta á vorönn 2011
Upplýsingar og skráning:
544 4500 / www.ntv.is