Fréttablaðið - 23.11.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.11.2010, Blaðsíða 6
6 23. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR Í þeim gögnum sem Frétta- blaðið hefur undir höndum er hvergi að finna faglegan rökstuðning fyrir þeirri þrjátíu milljóna króna greiðslu sem stjórnvöld ákváðu að greiða eigendum meðferðarheimilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu vegna starfsloka heimilisins. Í samkomulagi um lokun Árbótar kemur fram að rekstraraðilar hafi farið fram á bætur vegna eftir- stöðva skulda sem stofnað var til vegna uppbyggingar á heimilinu og vegna skemmda á húsnæðinu. Einnig var tekið fram að eigend- urnir vildu bætur vegna kostnað- ar við að laga húsnæðið að nýjum notum. Hvergi í samningnum er að finna uppgjör á þessum liðum. Einu ársreikningarnir sem lagðir voru fram voru reikningar Árbótar ehf. en á því félagi hvíldu 2,6 millj- óna króna langtímaskuldir. Skuld- ir Bragabótar ehf., annars félags í eigu eigenda meðferðarheimil- isins sem rak fasteignir Árbótar, námu hins vegar 56 milljónum króna í árslok 2009 en þá var eigið fé félagsins 37 milljónir. Hvergi er því skýrt við hvað var miðað þegar ákveðið var að greiða eigendunum þrjátíu milljónir króna. Alvarlegar athugasemdir á Alþingi Ólöf Nordal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, gerði alvarlegar athugasemdir við aðkomu Stein- gríms J. Sigfússonar fjármálaráð- herra að starfslokum meðferðar- heimilisins á Alþingi í gær. „Fer hann að því er virðist með tölvubréfi nokkuð ákveðið inn á verksvið annars ráðherra og hótar að setja málaflokk í gíslingu og knýr þannig fram niðurstöðu í mál- inu,“ sagði Ólöf, sem spurði Stein- grím hvort þessi vinnubrögð væru honum sæmandi. Þá spurði hún hvort leitað hefði verið álits ríkis- lögmanns á því hvort greiða ætti eigendum Árbótar þrjátíu millj- ónir króna í bætur vegna lokunar heimilisins. Steingrímur sagði málið á for- ræði félagsmálaráðuneytisins. „Það var í þess höndum að taka við málinu eftir að Barnaverndar- stofu og rekstaraðilum heimilis- ins mistókst að ná samkomulagi um lyktir mála,“ sagði Steingrím- ur. „Barnaverndarstofa óskaði þá sjálf eftir því að félagsmálaráðu- neytið yfirtæki það mál og reyndi að leiða það til lykta og það gerði síðan félagsmálaráðuneytið og það var að tillögu embættismanna og lögfræðinga þess sem gengið var til samkomulags við rekstraraðil- ana um uppgjör á málinu. Það var í einu og öllu farið að því sem eðli- legt var. Það er þannig með þessa samn- inga að í þeim er ekki ótvírætt upp- sagnarákvæði heldur endurskoð- unarákvæði. Þetta viðurkenndi Barnaverndarstofa í reynd með því að ganga til viðræðna við rekstrar- aðilana í framhaldi af því að hafa tilkynnt þeim um uppsögn í lok árs. Það náðust hins vegar ekki samn- ingar og þá sagði Barnaverndar- stofa sig frá því og vísaði því yfir til félagsmálaráðuneytisins sem eftir það fór með forræði á málinu og lagði síðan fram tillögu að lausn og tillögu að samningi sem fjármála- ráðuneytið féllst á og staðfesti fyrir sína hönd. Í kjölfarið var minnis- blaði dreift í ríkisstjórn sem sam- þykkti að ljúka málinu með þess- um hætti og óska eftir fjárheimild í fjáraukalögum. Ég tel að það hafi verið eðlilega unnið að þessu máli á allan hátt og í samræmi við lög- heimildir og góðar stjórnsýsluvenj- ur.” Ráðuneytið bað um forræðið Í gögnum sem Fréttablaðið er með undir höndum kemur skýrt fram með hvaða hætti félagsmálaráðu- neytið fékk forræði í málinu. Í tölvupósti sem Einar Njálsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðu- neytinu, sendi Braga Guðbrands- syni, forstjóra Barnaverndarstofu, 24. mars segir: „Bolli (Þór Bollason, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðu- neytisins) ræddi við mig í morg- un um málefni Árbótar. Hann vill koma skrið á málið með frumkvæði ráðuneytisins. Eins og við ræddum í símtali fyrir skömmu þarf að ganga formlega frá því gagnvart Barna- verndarstofu. Í samræmi við það samtal okkar bið ég þig að senda ráðuneytisstjóra tölvupóst þar sem þú óskar eftir því að ráðuneyt- ið taki að sér fyrir Barnaverndar- stofu að annast samninga við Árbót um lok á þjónustusamningi.“ Önnur gögn sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að ráðuneytið hafði byrjað samningaferlið við eigendur Árbótar í byrjun janúar þrátt fyrir að málið væri þá formlega enn í höndum Barnaverndarstofu, sem er sjálfstæð stjórnsýslustofnun. Á Alþingi í gær sagði Stein- grímur að í rekstrarsamningnum við Árbót væri ekki ótvírætt upp- sagnarákvæði heldur endurskoð- unarákvæði. Í samningnum segir: „Komi til ófyrirséðra breytinga, sem að mati annars eða beggja samningsaðila, raski forsendum samnings þessa, getur hvor aðili um sig óskað endurskoðunar eða uppsagnar samnings.“ Steingrímur J. sagði að málið hefði aldrei verið á því stigi að það þyrfti að leita álits ríkislög- manns „því það var ekki komið upp neitt bótaálit eða annað í þeim dúr. Áhyggjur okkar hins vegar í janúar mánuði sneru að því ef þarna væri enn eina ferðina verið að stofna til verulega aukins kostn- aðar vegna þess að uppbygging margra meðferðarheimila á undan- förnum árum, ef menn kynna sér þá sögu, hefur ekki verið útlátalaus fyrir ríkið þar sem hvert heimilið á fætur öðrum hefur verið sett á stofn. Sum komust aldrei í rekstur áður en þeim var lokað aftur.“ Ekki sameiginlegur vilji Í tilkynningu sem félagsmálaráðu- neytið sendi frá sér í gær segir að gerð samkomulagsins hafi verið óhjákvæmileg og réttmæt. Þá hafi verið sameiginlegur vilji til þess milli Barnaverndarstofu, ráðu- neytisins og rekstraraðila að semja um samningslok með greiðslum umfram það sem kveðið var um í uppsagnarákvæði þjónustusamn- ingsins. Þessi fullyrðing stangast á við ítrekuð mótmæli Braga Guð- brandssonar sem hann lét reglulega í ljós við ráðuneytið á þessu ári. GOÐSAGNIR UM SPARPERUR „Sparperur innihalda of mikið hættulegt kvikasilfur.“ „Það er ekki rétt. RoHS tilskipun ESB setur reglur um notkun hættulegra efna og skipar fyrir um hættulaust magn kvikasilfurs í sparperum. OSRAM gerir meira en að uppfylla þessar kröfur – það setur jafnvel strangari staðla fyrir eigin vörur með nýrri vistvænni tækni og hráefnum.“ Endursöluaðilar um land allt osram.is ha nn Ó Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vill lítið tjá sig um málið. „Það getur enginn staðið uppi í hárinu á Steingrími J. Sigfússyni,“ segir Bragi. Hann vísar á bug ummælum fjármálaráðherrans, sem sagði á Alþingi í gær að uppbygging meðferð- arheimila á undan förnum árum hefði ekki verið útlátalaus fyrir ríkið þar sem hvert heimilið á fætur öðru hefði verið sett á stofn og sum aldrei komist í rekstur áður en þeim hefði verið lokað aftur. „Þetta er ekki rétt og ég veit satt að segja ekki hvað maðurinn er að tala um. Ríkið hefur til dæmis bara byggt upp eitt meðferðarheimili á Íslandi, Stuðla í Fossaleyni í Reykjavík, og það er í fullum rekstri,“ segir Bragi. Stendur ekki uppi í hárinu á Steingrími 2. gr. Ríkislögmaður fer með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði. Ráðherrar geta óskað lögfræðilegs álits hans um einstök málefni og aðstoðar við vandasama samningagerð. Úr lögum um ríkislögmann Upphæðin hvergi útskýrð ÁRBÓT Í ÞINGEYJARSÝSLU Rætt var um málefni Árbótar í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær. í ræðu sinni á Alþingi í gær undraðist Steingrímur að „einka- póstur” sem hann sendi Árna Páli Árnasyni hefði birst í Fréttablaðinu í gær „að því er virðist í gegnum Barnaverndarstofu. Það er örugg- lega þeirra framlag til þess að reyna skapa sátt og frið um þenn- an málaflokk,” sagði Steingrímur. Með vísan til upplýsingalaga óskaði Fréttablaðið eftir því við Barnaverndarstofu og félagsmála- ráðuneytið að fá afrit af „öllum gögnum sem varða gerð sam- komulags um lokun meðferðar- heimilisins að Árbót í Aðaldal, sem nefnt er í lið 400 í nýju fjárauka- lagafrumvarpi,“ eins og segir í tölvupósti blaðsins til ráðuneytis- ins og Barnaverndar- stofu. Bæði ráðu- neytið og Barnaverndarstofa sendu blaðinu afrift af tölvu- pósti Stein- gríms. Póstur Steingríms Stígur Helgason stigur@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING: Bætur til meðferðarheimilisins Árbótar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.