Fréttablaðið - 23.11.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.11.2010, Blaðsíða 18
18 23. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR Fyrirhugað er að flytja þjón-ustu við fatlað fólk og laga- legar skyldur svæðisskrifstofa málefna fatlaðra til sveitar félaga hinn 1. janúar 2011. Í haust héldu Félags- og tryggingamálaráðu- neytið, Samband íslenskra sveitar- félaga, Öryrkjabandalag Íslands, Þroskahjálp, Stofnun stjórnsýslu- fræða og stjórnmála og Rann- sóknarsetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands málþing um: „Málefni fatlaðs fólks á tímamót- um – horft til framtíðar“. Í ræðum frummælenda kom endurtekið fram, að nú væri tækifæri til að koma á nýrri hug- myndafræði í málefnum fatlaðs fólks, tryggja samráð við not- endur, hagsmunasamtök, fræða- samfélagið, tryggja samstarf fagfólks, sviða og stofnana og að tryggja þyrfti nauðsynlega þekk- ingu og fræðslu. Samkvæmt heimasíðu undir- búnings flutningsins kemur fram að markmið tilfærslu þjónustu við fatlaða sé m.a. að: „Bæta þjónustu og auka mögu- leika til að laga hana að þörfum notenda með hliðsjón af ólíkum aðstæðum“. Í drögum að leiðar- ljósi Reykjavíkur borgar um þjón- ustu við fatlað fólk kemur fram að framtíðarsýn borgarinnar byggi á samningi Sameinuðu þjóðanna með réttindi fatlaðs fólks að leið- arljósi. Þar kemur einnig fram að margbreytilegum þörfum borgar- búa verði mætt með sveigjanlegri og einstaklingsmiðaðri þjónustu sem veitt verði af virðingu og fagmennsku. Gæði þjónustu sveitarfélaga Hin síðustu ár hefur verið lögð áhersla á mikilvægi fjölskyld- unnar í lífi fatlaðra barna og uppbyggingu færni, þekkingar og stuðnings við hana til að geta sinnt þörfum þess sem best. Nauðsynlegt er á sama hátt að tryggja gæði þjónustu fyrir fatlaða einstaklinga með fjöl- þætta skerðingu, börn, ung- menni og fullorðna sem treysta á umsjá og þjónustu sem veitt er af hinu opinbera. Gæði aðstoðar og umönnunar hafa óhjákvæmi- lega áhrif á lífsgæði og jafnvel á framvindu og alvarleika fötlunar viðkomandi einstaklings. Aðilar og stofnanir sem sinna þjónustu fyrir þessa einstakl- inga gegna þýðingarmiklu hlut- verki í lífi fólks með fjölþætta skerðingu. Það er því mikilvægt að veita starfsfólki, sem sinnir formlegri umönnun og aðstoð, ráðgjöf, þjálfun og stuðning og tryggja þannig að sú þekking og færni sem einstaklingur- inn nýtur í foreldrahúsum verði áfram til staðar, þó hann komist á fullorðinsár. Þannig er hægt að auðvelda aðstoð og umönn- un, auka velferð og lífsgæði ein- staklingsins og möguleika á sam- félagslegri þátttöku. Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin bendir á að náið samhengi sé milli heilsu og færni. Hjá ein- staklingum með fjölþætta skerð- ingu, eins og t.d. tiltekin form heilalömunar (CP), er aukin hætta á aflögunum í stoðkerfi, skerðingu í liðferlum, hrygg- skekkju og mjaðmaliðhlaupi, sem síðan hafa í för með sér vandamál við að liggja, sitja, standa og ganga og hafa áhrif á svefn og hvíld. Þetta getur vald- ið verkjum, brota- og sárahættu ásamt vandamálum við aðstoð og umönnun. Þetta hefur að sjálf- sögðu einnig áhrif á möguleik- ann til samskipta, athafna og til samfélagslegrar þátttöku. Rann- sóknir sýna að þessi vandamál fara vaxandi með aldri. Þessir einstaklingar hafa flóknar þarfir bæði hvað varðar heilbrigðisþjónustu og félagsleg úrræði, sem krefjast samþætting- ar margra stofnana og samvinnu allra sem að þjónustunni koma. Margt af framansögðu á einnig við um fötlun af völdum annarra orsaka eins og t.d. vegna vöðva- og taugahrörnunarsjúkdóma, MS, heilaskaða o.fl. Heilsustefna stjórnvalda Í heilsustefnu íslenska heilbrigðis- ráðuneytisins kemur fram að öfl- ugt samfélag byggir á góðu heilsu- fari og góðri líðan þeirra sem það byggja. Þar er einnig hnykkt á mikilvægi forvarna og þess að stefnan nái til allra landsmanna, bæði einstaklinga og hópa (Heil- brigðisráðuneytið 2008). Í stefnu félagsmálaráðuneytisins: „Mótum framtíð. Þjónusta við fötluð börn og fullorðna 2007-2016“ er tekið fram að huga þurfi sérstaklega að forvörnum og heilsueflingu í allri þjónustu við fatlað fólk (Félags- málaráðuneytið, 2006). Í skýrslu Félagsmálaráðuneytisins frá 2006 kemur fram krafa um að þjónusta við fötluð börn og fullorðna full- nægi skilyrðum gæðastarfs í hví- vetna líkt og best gerist annars staðar og að árið 2012 verði að minnsta kosti 50% starfsmanna í málaflokknum með einhvers konar fagmenntun, sem varðar viðfangsefni hans. Ég vona að þeir sem nú taka við umsjá þjónustu við fatlað fólk standi við markmið um upp- byggingu á gæðaþjónustu. Nauð- synlegt er að huga að mikilvægi færni, heilsu og forvarna í mark- miðum um sjálfstætt líf og sam- félagslega þátttöku. Því er nauð- synlegt er að tryggja grunn- og símenntun þess starfsfólks sem ræðst í störf með fötluðu fólki til aðstoðar í daglegu lífi. Markviss uppbygging þekkingar og færni stuðlar auk þess að betri nýtingu fjármuna, auðveldar störf þeirra sem vinna við aðstoð til fatl- aðs fólks og minnkar kostnað til lengri tíma. Flutningur málefna fatlaðra til sveitarfélaga Málefni fatlaðra Guðný Jónsdóttir yfirsjúkraþjálfari og framkvæmdastjóri Ég vona að þeir sem nú taka við umsjá þjónustu við fatlað fólk standi við mark- mið um uppbyggingu á gæðaþjónustu. AF NETINU Ekki of flókna stjórnarskrá Stjórnarskrá á ekki að vera of flókin. Hún á ekki að vera nýtt til að stýra þjóðfélags- gerð. Þjóðfélagið er breytilegt og breytist með tímanum. Góð og vel ígrunduð stjórnarskrá getur staðist tímans tönn og mögulegar breytingar á þjóðfélaginu. Hér skiptir einfald- leikinn meira máli heldur en að nota stjórnarskrána til að byggja upp einhverja félagslega lagskipt- ingu sem úreldist með tímanum. Hefjum stjórnarskrána okkar á “Ísland er lýðveldi. Allir borgarar lýðveldisins Ísland eiga rétt á mannlegri reisn og er hún frið- helg.” Vísir.is Jónas Pétur Hreinsson Miðjumoð stundum best Miðjumoð kunna einhverjir að segja. Það kann vel að vera, en stundum er það affarasæl- ast. Það á enginn að mæta til stjórnlagaþings í þeirri von - og blekkingu - að stjórnar- skráin verði nákvæmlega eins og hann hefði samið hana sjálfur ef hann einn fengi að ráða. Virðing fyrir skoðunum og rökum annarra, sveigjanleiki, góð hlustunarskilyrði og sáttfýsi er lykillinn að góðri niðurstöðu. Ef hún næst ekki er stjórnlagaþing til einskis og kjörnir fulltrúar að bregðast ábyrgð sinni og skyldu og þar með þjóðinni og því trausti sem hún sýndi þeim. Þá er verr af stað farið en heima setið. Vísir.is Þórhildur Þorleifsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.