Fréttablaðið - 23.11.2010, Blaðsíða 25
fréttablaðið ● híbýli og viðhald ●ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2010 3
Japönsku arkitektarnir
Kazuyo Sejima og Ryue
Nishizawa, hjá arkitektastof-
unni SANAA, hlutu Pritzker-
verðlaunin árið 2010. Verð-
launin eru þau æðstu í heimi
arkitekta.
Þetta var í þriðja sinn í þrjátíu
ára sögu verðlaunanna sem tveir
arkitektar hlutu verðlaunin. Fyrst
var það árið 1988 þegar Oscar
Niemeyer og Gordon Bunshaft
hlutu þau og síðan árið 2001 þegar
Jacques Herzog and Pierre de
Meuron hlutu verðlaunin.
Japanskir arkitektar hafa hlotið
verðlaunin þrisvar í þrjátíu ára
sögu verðlaunanna. Fyrst Kenzo
Tange 1987, Fumihiko Maki árið
1993 og Tadao Ando 1995.
Um verk þeirra Kazuyo Sej-
ima og Ryue Nishizawa var sagt:
Verk þeirra eru bæði viðkvæm
og kröftug, nákvæm og fljót-
andi, hugvitsamleg en á yfirveg-
aðan máta. Flest verka þeirra er
að finna í Japan, en Sejima and
Nishizawa hafa einnig hannað
byggingar í Þýskalandi, Bret-
landi, á Spáni, Frakklandi, Hol-
landi og Bandaríkjunum undir
nafni SANAA.
Bæði viðkvæm og kröftug
DeKunstlinie – leikhúsið og menningarmiðstöðin í Almere í Hollandi. The Rolex lærdómssetrið, eða École Polytechnique Federale, í Lausanne í Sviss.
Zollverein Designschule í Essen í Þýskalandi.
Nýja samtímalistasafnið (New Museum
of Contemporary Art) í New York.
Sejima og Nishizawa hlutu hin eftirsótt-
ur Pritzker verðlaun sem afhent voru
í vor.
● VIÐHALDSKOSTNAÐUR FRÁDRÁTTARBÆR Kostnaður
vegna viðhalds fasteigna er nú frádráttarbær frá skatti einstaklinga. Þetta
er nýjung sem kemur til við-
bótar 100% endurgreiðslu
VSK af vinnu á bygginga-
stað. Endurgreiðslurnar eru
tímabundnar og er ætlað að
hvetja fólk til framkvæmda.
Heimilt er að draga
fjárhæð sem varið er til vinnu
við endurbætur eða viðhald
á íbúðarhúsnæði til eigin
nota og frístundahúsnæði frá
tekjuskattsstofni að ákveðnu hámarki. Auk viðhalds fasteigna nær heim-
ildin líka til vinnu vegna lóðaframkvæmda. Heimild þessi mun koma
til frádráttar tekjuskattsstofni við álagningu opinberra gjalda á árunum
2011 og 2012 vegna tekjuáranna 2010 og 2011, að hámarki kr. 200.000
hjá einhleypingi eða kr. 300.000 hjá hjónum og sambúðarfólki.
Heimild si.is
●STOFAN MÁLUÐ FYRIR JÓLIN Aðventuna notar fólk gjarnan
til að hressa upp á heimilið. Í málningarvörubúðum er hægt að fá góðar
ráðleggingar en ef verkið sýnist óyfirstíganlegt skal fá fagmann til verks-
ins. Ætli fólk að ráðast í stórræðin sjálft er gott að hafa nokkur atriði í
huga áður en hafist er handa.
● Loft skal mála á undan veggjum og gjarnan í ljósari lit.
● Gljástig loftmálningar skal vera
í kringum 5 en á veggi er notað
gljástig 10-20. Í eldhúsi og bað-
herbergi er mælt með enn hærra
gljástigi
● Athugið að aukinn gljái gerir
misfellur á yfirborði sýnilegri.
● Litir virðast sterkari ef flöturinn er
stór. Ágæt þumalputtaregla er því
að velja daufari liti á stóra fleti en
sterkari á litla. Eins skal hafa í huga
að lýsing hefur áhrif á liti.
● Byrjið ekki á nýrri málningardós
þegar flöturinn er hálfnaður.
● Rétt hitastig (15-20°C) og rakastig
(40-70%) skipta máli.
● Yfirborð flata sem mála á skal vera
hreint og þurrt, sérstaklega þar sem
fita gæti hafa sest á fletina til dæmis
í eldhúsi. heimild: www.slipp.is
Lýsing hefur áhrif hvernig litur á veggj-
um skilar sér.
MYND/NORDICPHOTOS/GETTY
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
STÝRÐU UMRÆÐUNNI
Í ÁTT TIL ÞÍN
m.visir.is
Fáðu Vísi í símannog iPad!
Meiri Vísir.
Deildu Vísi með öðrum.
Þeir sem setja „like“ við
Vísi á Facebook geta
unnið óvænta vinninga
í hverri viku.
Borgardekk