Fréttablaðið - 23.11.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.11.2010, Blaðsíða 22
 23. nóvember 2010 2 eykst möguleikinn á velgengni til langtíma,“ segir Rakel. „Það er mjög misjafnt með hvaða vandamál fólk leitar til mín, allt frá fólki sem er í yfir- þyngd, með nokkur aukakíló, fólk með meltingarsjúkdóma eða hvers kyns fæðuvandamál, óþol eða ofnæmi og svo einfaldlega fólk sem er að leita að einföldum ráðleggingum um það hvernig það getur tileinkað sér hollari lífsstíl,“ segir Rakel og bætir við að þar snúist vandamálið oftar en ekki um tímaskort, hug- mynda- og skipulagsleysi. „Fólk skipuleggur sig ekki fyr- irfram, kemur heim eftir vinnu og klukkan korter í sjö, þegar það á að fara að útbúa kvöldmatinn er ísskápurinn tómur og allir orðnir glorsoltnir. Þá er oft á tíðum lík- legra að maður velji sér fæðu sem er óhollari en þá sem er holl. Á þessum tímapunkti finnst fólki oft erfiður hjalli að ætla að fara að útbúa holla og næringarríka fæðu, sem er mjög skiljanlegt því fólk er þá yfirleitt fallið í blóð- sykri og vantar einfaldlega orku.“ Rakel segir að Íslendingar og þjóðir almennt borði allt öðru- vísi í dag en fyrir tuttugu árum og einkum sé magnið mun meira en áður. „Skammtarnir eru orðnir miklu stærri. Sem dæmi má nefna að fyrir tuttugu árum var matardiskurinn 24 senti- metrar í þvermál en er nú 27 sentimetrar. Það eru alls kyns atriði sem plata og hvetja til þess að fólk fái sér stærri skammta. Sú hugsun að fá meira fyrir pen- inginn, með því að þiggja stærri skammt af frönskum, stærra kók, stóran Ópalpakka og súkku- laði sem inniheldur kannski 33% meira magn en áður, þýðir að fólk tapar mögulega á því heilsu- farslega. Þú fékkst kannski meira fyrir peninginn en umframkaloríurnar setjast beint á buxnastrenginn og hafa áhrif á heilsu, vellíðan og lífsgæði.“ Það er mat Rakelar að hinn almenni neytandi sé orðinn þreyttur á tali um hvað hann eigi að borða enda ekkert skrýtið þar sem ráð frá alls kyns sérfræð- ingum eigi ekki saman. „Það eru tískubylgjur í þessu eins og öllu öðru. Eitt misserið snýst allt um að borða meira prótín, það næsta er það meiri fita, eða bara hrá fæði, glútenfrítt, þetta kemur í bylgjum. Ég tek heilbrigðu skynsemina á þetta, enda þarf að taka tillit til forsendna hvers og eins.“ juliam@frettabladid.is „Ég tek heilbrigðu skynsemina á þetta, enda þarf að taka tillit til forsenda hvers og eins,“ segir Rakel Sif Sigurðardóttir næringar- ráðgjafi. MYND/NÍNA BJÖRK Borðaðu mat sem rotn- ar er ein af 64 reglum í bók Michael Pollan; Mataræði Handbók um hollustu. Að matur skuli skemmast þýðir að sveppir, bakteríur, skor- dýr og nagdýr sem við keppum við um nær- ingu hafi komist í hann á undan. Matvinnsla hefur þróast til að lengja geymslutímann með því að fjarlægja það sem keppinautarnir vilja eins og omega-3 fitusýrur. Unninn matur er því næringarsnauðari en hefðbundinn matur. Gen og holdafar hafa áhrif á snemmbúinn kynþroska. Að minnsta kosti þrjátíu gen virð- ast hafa áhrif á það hvenær stelpur verða kynþoska samkvæmt rann- sókn sem náði til 100.000 kvenna og var birt í tímaritinu Nature Genetics á dögunum. Í Bretlandi byrja yngstu stelp- urnar að sýna merki um kynþroska strax við tíu ára aldur en snemm- búinn kynþroski hefur verið tengd- ur hættu á krabbameini hjá konum síðar á ævinni. Sérfræðingar eru ekki á eitt sáttir um ástæður þess að stúlkur verða fyrr kynþroska nú en áður en sumir hafa tengt það við offitu. Nýleg rannsókn á vegum Reprogen Consotium ýtir undir þá tilgátu. Á meðal þeirra 30 gena sem komu fram í genarann- sókninni voru einmitt mörg þeirra tengd efnaskiptum og þyngdar- stjórnun. Þrjátíu gen hafa áhrif á kynþroska Stelpur verða fyrr kynþroska nú en áður. Heimild: Matar- æði Handbók um hollustu NÝ SENDING AF KULDASKÓM MEÐ MANNBRODDUM FYRIR DÖMU OG HERRA Í JÓLAPAKKANN ÞINN Heilsusetur Þórgunnu 552 1850 / 896 9653 · www.heilsusetur.is Viðurkenndur sérmenntaður kennari með 20 ára reynslu NÁMSKEIÐ Í ANDLITSNUDDI & INDVERSKU HÖFUÐNUDDI 27 nóvember frá kl. 11.00 til 15.00 Upplýsingar í síma 896-9653 og á www.heilsusetur.is. Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10-18. Laug. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur úr leðri, fóðraðir með lambsgæru. Góður sóli. Hágæða herra-kuldaskór Teg:53802 482 Stærðir: 40 - 47 Litir: brúnt og svart Verð: 24.775.- Ungabarnanuddnnámskeið fyrir foreldra 1-10 mánaða fimmtudaginn 25.11 nk. Kl 14.00 ATH 2000 kr afsláttur af þessu síðasta námskeiði ársins. Skoðaðu Heilsusetur.is eða hringdu í síma 552 1850 eða 896 9653 www.madurlifandi.is Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími: 585 8700 Hæðarsmára 6 201 Kópavogur Sími: 585 8710 Hafnarborg strandgötu 220 Hafnarfirði Sími: 585 8720 Goji hamingjusafinn sem slegið hefur í gegn afsláttur Safinn inniheldur náttúruleg andoxunarefni sem hægja á öldrun, eru styrkjandi og fyrirbyggja meðal annars hjarta- og æðasjúkdóma. Komdu við í næstu verslun Maður lifandi og kynntu þér málið. Salt þykir ekki gott fyrir heilsuna og forðast ætti vörur sem innihalda 1,25 grömm af salti eða 0,5 g af natríum eða meira í 100 grömmum. Það er mikilvægt að lesa næringarefna- töflunar séu þær til staðar. Dæmi um saltríka vöru eru bjúgu en í 100 grömmum eru á bilinu 1,25 til 2,75 g salt í 100 grömmum. Heimild: www.lydheilsustod.is Framhald af forsíðu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.