Fréttablaðið - 23.11.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.11.2010, Blaðsíða 10
10 23. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR Árangur þinn er okkar takmark BANDARÍKIN „Ef við megum ekki taka nektarmyndir af fólki, hvers vegna leyfum við þá stjórnvöldum að gera það?“ spurði bandaríski öldungadeildar- þingmaðurinn Ron Paul, einn helsti talsmaður þeirra repúblikana sem hvað ákafast vilja draga úr umsvifum ríkisins. Hann vill banna nýjar aðferðir við öryggisgæslu á flugvöllum, sem felast í því að farþegar eru látnir ganga í gegnum nektar- skanna áður en þeim er hleypt um borð í flugvél, eða sætta sig við að öryggisvörður þreifi vand- lega á kynfærum þeirra ella. Miklar umræður hafa verið í Bandaríkjunum síðustu vikur um þessar nýju reglur. Upphafið má rekja til þess að John Tyner, ungur maður sem hugðist fara um borð í flugvél í San Diego, neitaði fyrr í mánuðinum að gangast undir skoðun með nektarskanna og hótaði að láta handtaka öryggis- vörð ef hann snerti á kynfærum sínum. Tyner fékk ekki að fara um borð í flugvélina, en málið hefur nú verið tekið upp á þingi. John Pistole, yfirmaður samgönguöryggismála í Banda- ríkjunum, var kallaður fyrir þingnefnd þar sem hann stóð fastur á því að þessar nýju öryggisráð- stafanir væru nauðsynlegar. Hann sagði að ef fólk mætti velja um að ferðast með flugvél sem farþegum hefði verið hleypt inn í án þess að hafa gengist undir slíka skoðun eða vél með farþegum sem allir hefðu gengist undir slíkt myndi yfirgnæfandi meirihluti velja seinni vélina. - gb Bandaríkjamenn deila um nektarskanna og líkamsþreifingar á flugvöllum: Vilja banna nektarskanna JOHN TYNER BARACK OBAMA Hópur auðugra Banda- ríkjamanna vill greiða hærri skatta eftir áramótin. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP EFNAHAGSMÁL Hópur auðugra Bandaríkjamanna hefur skrifað Barack Obama forseta bréf og farið fram á að skattaafsláttur efnafólks verði afnuminn um næstu áramót. George Bush yngri veitti um síð- ustu aldamót þeim skattaafslátt sem hafa eina milljón dala eða meira í árslaun. Fríðindin renna út um áramótin. Demókratar vilja framlengja frestinn. Einn af for- kólfum hópsins segir í samtali við bandarísku sjónvarpsfréttastöðina ABC skattafsláttinn nýtast litlum en auðugum hópi fólks. - jab Ríkir vilja ekki skattaafslátt: Nýtist aðeins litlum hópi Íbúar fá frítt í sund Íbúar Skútustaðahrepps fá frítt í sund. Vinnumálastofnun á Norðurlandi hafði óskað eftir því að atvinnulausir fengju ókeypis afnot af íþróttamannvirkjum og sundlaugum. Sveitarstjórnin sagði að þeir sem ynnu fyrir lágmarks- launum en nytu ekki sömu fríðinda og þeir atvinnulausu væru ósáttir við slíkt. MÝVATN KÍNA Í RÓM Styttur frá Kína getur að líta þessa dagana innan um róm- verskar styttar á sýningu í Feneyjahöll- inni í Róm. NORDICPHOTOS/AFP NEKTARSKANNI Bandarískur öldungadeildarþingmaður vill banna nýja aðferðir við öryggisgæslu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.