Fréttablaðið - 23.11.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 23.11.2010, Blaðsíða 15
JAFNRÉTTISSÁTTMÁLINN (Women’s Empowerment Principle - Equality means Business) er alþjóðlegt átak UNIFEM og UN Global Compact sem hvetur fyrirtæki til að sýna frumkvæði í jafnréttissmálum sem og samfélagslega ábyrgð. Nú þegar hafa yfir 300 alþjóðleg fyrirtæki skrifað undir sáttmálann en Deloitte, Marel og Rio Tinto Alcan er fyrstu fyrirtækin á Íslandi sem skrifa undir sáttmálann. Átakið er mikilvægur liður í því að ná Þúsaldar markmiðum Sameinuðu þjóðanna. Jafnrétti sem sóknarfæri í viðskiptum: heima og að heiman RAGNA SARA JÓNSDÓTTIR, formaður UNIFEM á Íslandi (nú hluti af Jafnréttisstofnun SÞ - UN Women) býður gesti velkomna. EINAR GUNNARSSON, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, ávarpar fundagesti. Forsvarsmenn Deloitte, Marel og Rio Tinto Alcan skrifa undir JAFNRÉTTISSÁTTMÁLANN. Heiðursgestur fundarins er MOEZ DORAID, aðstoðarframkvæmdastjóri UNIFEM. D A G S K R Á F U N D A R I N S Aðgangseyrir er 1500 krónur /1000 krónur fyrir námsmenn- og er morgun verðar hlaðborð innifalið. Morgunverðarfundurinn er opin öllum og hvetjum við Íslendinga til þess að mæta og kynna sér Jafnréttissáttmálann og það spennandi starf sem framundan er hjá UNIFEM. Mætum í Ljósagöngu! Morgunverðarfundurinn er fyrsti við burðurinn af fjöl- mörgum sem markar 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Síðar þennan dag stendur UNIFEM á Íslandi fyrir Ljósagöngu. Gengið verður frá Þjóðmenningarhúsinu á Hverfisgötu kl. 19.00 að Sólfarinu við Sæbraut. Konur af ýmsum þjóð- ernum munu lesa ljóð sem tengjast baráttumálum kvenna. Að því loknu verður friðarsúlan tendruð. Hægt er að kaupa kyndla á staðnum á 500 krónur. MORGUNVERÐARFUNDUR UNIFEM Á ÍSLANDI Hótel Loftleiðum 25. nóvember kl. 8.15 - 9.30 Vonumst til þess að sjá sem flesta!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.