Fréttablaðið - 23.11.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 23.11.2010, Blaðsíða 46
38 23. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR MORGUNMATURINN Breski tenórinn Paul Potts treður upp með Björgvini Halldórssyni í Laugardalshöll nú í byrjun desember ásamt aragrúa söngvara, meðal annars norsku Eurovision-stjörnunni Alexander Rybak. Potts, sem er fyrrverandi símasölumaður í Bridgend, er greinilega ekki þjakaður af stjörnustælum því hann gerir ekki miklar kröfur um aðbúnað baksviðs – og þó. Listi yfir það sem Potts fer fram á þegar hann kemur fram á tónleikum, svokallaður „rider“, er fremur hófsamur miðað við lista margra kol- lega hans sem sótt hafa landið heim síðustu ár. Mesta athygli vekur að Potts gerir kröfu um að tveir kaldir bjórar séu tilbúnir þegar hann stíg- ur niður af sviðinu. Þeir bjórar mega ekki vera frá erlendum framleiðanda heldur íslenskum og því bíður tónleikahaldaranna ærið verkefni að velja úr þeim íslensku tegundum sem í boði eru. Annars eru kröfurnar fremur lágstemmdar og tónleikahaldarar verða ekki í miklum erf- iðleikum með að uppfylla þær, Potts vill hafa allt klárt fyrir teið sem hann drekkur, vatnið má ekki vera ískalt og þá verður að vera beittur hnífur baksviðs svo hann geti skorið sítrónur út í teið sitt. Reyndar verða tónleikahaldarar að sjá til þess að ostabakki sé fyrir hendi, ef ske kynni að Potts yrði svangur milli hljóð- prufunnar og tónleikanna sjálfra. - fgg Hógvær Paul Potts vill íslenskan bjór HÓFSAMAR KRÖFUR Paul Potts fer fram á að fá tvo kalda íslenska bjóra til að svolgra í sig þegar hann stígur niður af sviðinu í Laugardalshöll. Tónleikahald- ara bíður það vandasama verk að velja rétta bjórinn. „Mér finnst mjög fínt að fá mér hafragraut með smá mjólk út á og tek svo lýsi. Þetta tvennt vekur mig algjörlega. Svo fæ ég mér einn kaffibolla.“ Ísak Freyr Helgason förðunarfræðingur. „Þetta hljóta að vera einhverj- ar lengstu kvikmyndatökur sem hafa farið fram uppi á jökli hér á Íslandi,“ segir Kristinn Þórðarson hjá Saga Film. Um helgina lauk fjórtán daga tökumaraþoni fjörutíu manna tökuliðs frá Þýskalandi og Íslandi uppi á Langjökli. Jökullinn leikur stórt hlutverk í nýrri þýskri sjón- varpsmynd sem fjallar um frægt kapphlaup Roalds Amundsen og Roberts Scott á Suðurskautsland- inu árið 1911 en hún verður frum- sýnd í mars á næsta ári á þýsku stöðinni ZDF. Að sögn Kristins nutu þeir aðstoðar frá Flugbjörgunarsveit- inni sem sá um að gæta fyllsta öryggis á tökustað en þar að auki komu nokkrir íslenskir leikarar við sögu, meðal annars Davíð Guð- brandsson og Ívar Örn Sverrisson. Á tímabili voru um þrjátíu sleða- hundar uppi á jökli og fjórir hest- ar, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafði tökuliðið greiðan aðgang að Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, sem kom þýskum kvikmyndagerð- armönnum stöðugt í opna skjöldu með ótrúlegri nákvæmni í veður- spám. „Hann var alveg ótrúlegur og í 95 prósent tilvika var þetta rétt hjá honum. Hann sá meðal annars fyrir hvenær stormur upp á 25 metra á sekúndu myndi ganga niður, upp á mínútu.“ Eins og gefur að skilja geta veður verið ansi válynd uppi á jökli og breyst skyndilega. „Við fengum alls kyns veður, stundum var blankalogn og heiðskírt en og svo brast á með 25 stiga gaddi. Til allrar hamingju fyrir okkur og þýska tökuliðið voru það einmitt þannig aðstæður sem þeir vildu í myndina.“ Tökuliðið hélt af landi brott í gærmorgun og Kristinn segir Þjóðverjana hafa verið gríðarlega ánægða með hvernig til tókst. „Þeir vildu ólmir koma aftur og gera eitt- hvað meira seinna,“ segir Kristinn. Hann kann ekki skýringu á því hvers vegna Langjökull sé svona vinsæll hjá kvikmyndagerðarfólki sem vill ná fram suðurskautsáhrif- um en eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir stuttu var tekin upp aug- lýsing á jöklinum með austurrísku skíðakempunni Hermann Maier. „Valið stóð á milli Langjökuls og Vatnajökuls en aðgengið upp á Langjökul er einfaldlega miklu betra, hann er styttra frá höfuð- borginni og þess vegna varð hann fyrir valinu.“ freyrgigja@frettabladid.is KRISTINN ÞÓRÐARSON: ÞETTA VORU MARAÞONTÖKUR UPPI Á JÖKLI Þýsk mynd um landkönn- uði tekin upp á Langjökli MARAÞONTÖKUR Á LANGJÖKLI Fjörutíu manna tökulið frá Þýskalandi og Íslandi tók upp sjónvarpsmynd á Langjökli. Myndin fjallar um kapphlaup tveggja landkönnuða á suðurpólinn árið 1911 og verður frumsýnd á ZDF á næsta ári. Leikstjórinn Oliver Halm- burger er klæddur í appelsínugula úlpu. „Við erum búin að spara daginn og reyndum að bóka ekki mikið svo hægt væri að fá sem flesta í heim- sókn,“ segir Kristján Aage Hilmarsson, hárgreiðslu- maður á Sjoppunni. Á morgun stendur stofan fyrir góðgerðadegi til styrktar Krabbameinsfélaginu þar sem starfsmenn Sjoppunnar bjóða upp á klippingu allan daginn, gegn frjálsu framlagi. „Fólk kemur í klippingu, borgar það sem það vill og allur peningur- inn fer beint í Krabbameinsfélagið,“ segir Kristján. Hinn 24. nóvember í fyrra lést móðir Kristjáns úr krabbameini en hún hafði barist við sjúkdóminn í tvö ár. Á miðvikudaginn er því ár síðan móðir hans lést. „Ég er elstur af fjórum systkinum og þó að þetta sé búið að vera erfitt fyrir mig er þetta búið að vera enn erfiðara fyrir yngri systkini mín. Þetta er búið að vera átakanlegt ár,“ segir Kristján, sem telur að annar hver Íslendingur þekki krabbamein að ein- hverju leyti. „Þetta er mjög útbreiddur sjúkdómur og snertir marga. Okkur á stofunni langaði að gera eitt- hvað gott fyrir hátíðirnar,“ segir Kristján. En hvað gerir þá fólk sem vill koma í klippingu og leggja málefninu lið? „Við mælum með því að fólk hringi og panti tíma á undan. Við erum níu að vinna hérna svo við ættum að geta klippt vel yfir daginn. En annars er öllum velkomið að koma í heimsókn og fá kaffi,“ segir Kristján og bætir við að fólki sé að sjálf- sögðu frjálst að styrkja sjóðinn þó að það þiggi ekki klippingu. Hægt er að panta tíma hjá Sjoppunni í síma 511 1221, en stofan er í Bankastræti 14. - ka Klippa fyrir Krabbameinsfélagið Jólahlaðborð á Lækjarbrekku Bókið tímanlega í síma 551 4430, hópabókanir í síma 665-0555 www.laekjarbrekka.is „… innihaldsrík, afskaplega vönduð og sögð á leikandi léttan hátt.“ Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið „… merkileg bók … falleg og óvenjuleg.“ Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan, RÚV VINSÆL VERÐLAUNABÓK „Höfundi er mikið niðri fyrir en höndlar efnið af næmleik og stillingu.“ Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn BARNABÆKUR, 17. NÓVEMBER FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA 1. sæti MINNIST MÓÐUR SINNAR Kristinn Aage missti móður sína úr krabbameini fyrir ári. Hann og félagar hans á hársnyrtistofunni Sjoppunni klippa til styrktar Krabbameinsfélaginu á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.