Fréttablaðið - 30.11.2010, Side 11

Fréttablaðið - 30.11.2010, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 30. nóvember 2010 11 LÖGREGLUMÁL Ungur maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. desem- ber. Hann hefur undanfarin misseri farið hamförum við innbrot í sumarbústaði og verið óstöðvandi þrátt fyrir að lögregla hafi margoft haft afskipti af honum. Mikil innbrotahrina í sumarbústaði á Suðurlandi hefur riðið yfir á síðustu mánuð- um. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu bauð lögreglunni á Selfossi samstarf embætt- anna í að stöðva innbrotin. Snemma á föstu- dagsmorgun þegar lögreglumenn voru í eftir- litsferð urðu þeir varir við kyrrstæða bifreið á Búrfellsvegi í Grímsnesi. Bifreiðinni var ekið af stað og lögreglumenn fylgdu henni eftir. Skömmu síðar sást að hlutum var kastað út úr bifreiðinni. Þegar bifreiðin hafði verið stöðvuð kom í ljós að í henni voru tveir ungir menn. Annar þeirra, maður um tvítugt, var þekktur af fjölda innbrota í Árnessýslu síðast- liðið vor, eins og Fréttablaðið hefur fjallað um. Mennirnir höfðu losað sig við flatskjá og fleira eftir að eftirförin hófst. Þeir voru handteknir og fluttir á lögreglustöðina á Sel- fossi og færðir í fangageymslu. Þeir höfðu um nóttina brotist í fjóra bústaði við Álftavatn og Sogið. Annar mannanna játaði innbrotin en hinn, sem nú sætir síbrotagæslu, neitaði. - jss SUMARBÚSTAÐIR Mörg sumarbústaðahverfi hafa orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum. Ungur maður sem ítrekað hefur brotist inn í sumarbústaði handtekinn: Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna innbrota TÆKNI Tryggingastofnun hefur opnað síðu á samskiptavefnum Facebook. Þar með bætist við leið til að koma upplýsingum um almanna- tryggingakerfið á framfæri, en auk þess koma þar fram tilkynn- ingar um það sem hæst ber hjá stofnuninni hverju sinni. Til að fylgjast með fara notend- ur á Facebook-síðuna og smella á „Líkar við“ hnappinn. - þj Tileinka sér tækninýjungar: Tryggingastofn- un á Facebook VIÐSKIPTI Stjórn Lífeyrissjóðs verkfræðinga hefur ráðið Auði Finnbogadóttur í stöðu fram- kvæmdastjóra og hefur hún störf á morgun. Auður útskrifaðist sem viðskipta- fræðingur árið 1992 og hlaut MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005. Hún hefur um fimmtán ára starfsreynslu á fjármálamarkaði, þar af var hún framkvæmda- stjóri MP banka frá stofnun hans til 2003. Lífeyrissjóðurinn tapaði 3,7 milljörðum króna árið 2008 og skerti hann greiðslur til sjóðs- félaga. Á aðalfundi sjóðsins í apríl var lýst vantrausti á stjórn hans. - jab Auður tekur við lífeyrissjóði: Urðu að skerða réttindi félaga AUÐUR FINNBOGADÓTTIR ÖRYGGISMÁL Varðstjórum stjórn- stöðvar Landhelgisgæslunnar tókst í vikunni sem leið að koma í veg fyrir að bátur strandaði á Löngu- skerjum, vestarlega í Skerjafirði í Reykjavík. Kölluðu varðstjórar í bátinn til að aðvara skipverja og leiðbeindu honum síðan frá skerjunum. Í færslu á vef Landhelgisgæsl- unnar segir að skipstjóri bátsins hafi um helgina komið í heimsókn í stjórnstöðina og þakkað aðstoð- ina. Hann útskýrði að siglingatæki bátsins hefði bilað í sjóferðinni. - shá Landhelgisgæslan: Varðstöð kom í veg fyrir strand VÍSINDI Yfirborðshiti 167 stórra stöðuvatna víða um heim hefur hækkað um að meðaltali 0,45 gráður á Celsius á síðasta ára- tug, samkvæmt vísindamönnum NASA, bandarísku geimferða- stofnunarinnar. Notuð voru gervitungl til að mæla hitastig vatnanna. Hitastig þeirra vatna sem hitnuðu mest hefur hækkað um allt að eina gráðu á áratug. Þau vötn sem mest hitna eru um eða fyrir norð- an miðbik norðurhvels jarðar. „Okkar rannsókn dregur fram fram ný gögn sem sýna áhrif hækkandi hitastigs um allan heim,“ segir Philipp Schneider hjá NASA. - bj Stöðuvötn heimsins hitna: Hitna um 0,5°C á 10 ára tímabili TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Stofnun- in er komin á Facebook.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.