Fréttablaðið - 20.01.2011, Page 8

Fréttablaðið - 20.01.2011, Page 8
8 20. janúar 2011 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL „Þarna var þingið rofið og auðvitað var þetta mjög óvenjulegur atburður,“ sagði Einar K. Guðfinns- son alþingismaður þegar hann bar vitni við aðalmeðferð í máli ákæru- valdsins gegn nímenningunum sem ákærðir hafa verið fyrir innrás á Alþingi 8. desember 2008. Einar sagðist ekki hafa fyllst ótta við innrásina en „… auðvitað var mér brugðið,“ bætti hann við. Össur Skarphéðinsson bar einnig vitni í gær. Hann rifjaði upp þegar hann, sem formaður Stúdenta- ráðs, mótmælti ásamt fleiri stúd- entum á þingpöllum á árum áður. Þar hafi lögregla mætt en enginn verið handtekinn. Annað atvik rifj- aði hann upp þegar allt í einu brast á með miklum ófriði við þingsetn- ingu. Þá hafi verið komnir menn í hermannabúningum með gervi- byssur. „Ég tel að mínar vestfirsku taugar hafi brostið meira þá en í þeim atburðum sem nú um ræðir,“ sagði ráðherra. Allmargir lögreglumenn báru vitni í héraðsdómi í gær. Þeir áttu það sammerkt að hafa verið að störf- um við eða inni í Alþingishúsinu þegar fólkið fór þar inn. Þeir lýstu aðkomu sinni að málinu og afskipt- um sínum af sakborningum ef ein- hver voru. Meðal þeirra sem báru vitni voru lögreglukona og lögreglu- maður sem bæði sögðust hafa verið bitin af sama sakborningi. Þá kom fram að sérsveitarmaður hefði grip- ið í hár þessa sama sakbornings til að varna því að hann biti lögreglu- konuna einnig í hálsinn. Lögreglumennirnir voru einnig spurðir út í handtökur annarra sak- borninga, svo og stjórnun og skipu- lag lögreglu á vettvangi. jss@frettabladid.is VERJANDI OG SAKBORNINGAR Tryggvi Agnarsson hdl., verjandi í málinu, fremst á myndinni, ásamt tveimur sakborningum í málinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þingmanni var brugðið Einar K. Guðfinnsson alþingismaður sagði í dómsal í gær að sér hefði verið brugðið við innrásina á Al- þingi 2008. Utanríkisráðherra bar einnig vitni. Bitið „Hver beit Stellu?“ spurði Pétur Guðgeirsson dómari einn lögreglumannanna sem bar vitni. Stutt bit „Hann beit mig í nokkrar sekúndur.“ Stella Mjöll Aðalsteinsdóttir, lögreglukona. Enn um bitið „Stóð hann bara við hliðina á þér og beit þig?“ spurði Brynjar Níelsson Stellu. Í ham „Hann var bara í mjög miklum ham og hann beit frá sér.“ Svava Snæberg Hrafnkelsdóttir, lögreglukona. Þrisvar sinnum „Ég er búinn að svara þessari spurn- ingu þrisvar,“ svaraði Jens Ólafsson lögreglumaður ítrekaðri spurningu Ragnars Aðal- steinssonar. Sjö sinnum „Nú er ég búinn að segja þetta svona sjö sinnum,“ svaraði Jens sömu spurningu Ragnars örskömmu síðar. Í félagi „Ef einhver þeirra [sakborninga] hefðu sagst vera í Barðstrendingafé- laginu, hvaða áhrif hefði það haft?“ spurði Ragnar Aðalsteinsson lögreglu- mann vegna eftirgrennslan lögreglu á því hvort nímenningarnir tilheyrðu einhverjum félagasamtökum. Aðstoð „Ég tel að dómari eigi ekki að aðstoða vitni við að svara ekki með þessum hætti.“ Ragnar Aðalsteinsson eftir að Pétur Guðgeirsson hafði stoppað hann af í spurningum. Meira og verra „Við höfum heyrt meiri hávaða og verri hluti bæði af galleríinu [áhorf- endapöllum] og úr ræðustól.“ Össur Skarphéðinsson um aðstæður á Alþingi 8. desember 2008 Úr dómsalnum -er svarið Tvö jákvæð störf í boði Já er einstakt fyrirtæki á Íslandi. Já þjónustar bæði einstaklinga og fyrirtæki. Já veitir upplýsingar í þjónustunúmerunum 118, 1818 og 1811, félagið gefur út Símaskrána og rekur vefinn Já.is. Að undanförnu hefur Já lagt mikla áherslu á tækniþróunarverkefni og leitar nú að tveimur nýjum starfsmönnum sem búa yfir: frumkvæði og framsýni, krafti, samskiptalipurð og hæfni til að vinna í hópi, heilindum, vinnusemi, skipulagshæfileikum og öguðum vinnubrögðum. Umsóknir og nánari upplýsingar Allar nánari upplýsingar um störfin veitir Hlöðver Þór Árnason í netfanginu hlodver@ja.is eða í síma 820 0004. Umsóknir berist fyrir 5. febrúar nk. í netfangið umsokn@ja.is 118 ja.is Símaskráin STARFSLÝSING OG ÁBYRGÐ Að viðhalda og þróa helstu kerfi Já: Forritari hjá Já þarf að vera sjálfstæður og fljótur að tileinka sér nýja tækni. Að auki er nauðsynlegt að hafa góða þjónustulund. Forritari MENNTUN OG ÞEKKING Við leitum að starfsmanni með háskólamenntun, t.d. tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði. Góð þekking á forritun er mikilvæg og tungumálakunnátta er kostur. Þekking á python, django, java, javascript, css og html er æskileg. Þekking á grafískri vinnslu mikill kostur. STARFSLÝSING OG ÁBYRGÐ Að viðhalda innri kerfum og þjónusta starfsmenn Já: umsjón tækjaskrár Hingað til hefur Já úthýst þessari þjónustu þannig að viðkomandi þarf að vera mjög sjálfstæður og skipulagður. Einnig er mikilvægt að hafa góða þjónustulund og vera tilbúinn að ferðast á milli þjónustuvera ef verkefni krefjast þess. Tæknimaður MENNTUN OG ÞEKKING Við leitum að starfsmanni með háskólamenntun, t.d. kerfisfræði. Góð þekking á Microsoft umhverfi er nauðsynleg. Vilji til að takast á við krefjandi verkefni, þekking á vélbúnaði og reynsla af uppsetningu og rekstri þeirra. E N N E M M / S ÍA / N M 4 5 0 4 2 BANDARÍKIN, AP Hu Jintao, forseti Kína, snæddi kvöldverð með Bar- ack Obama Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu á þriðjudagskvöld. Þeir ræddu síðan betur saman í gærmorgun og héldu blaða- mannafund á eftir. Þar fengu tveir bandarískir fréttamenn og tveir kínverskir að bera fram eina spurn- ingu hver. Loks snæddu þeir aftur kvöldverð í gær. Obama sagði vonir standa til að heimsóknin yrði til þess að styrkja tengsl ríkjanna, en lagði jafnframt áherslu á mikilvægi mannréttinda. Á ýmsu hefur gengið í samskiptum Kína og Bandaríkjanna þau tvö ár sem Obama hefur verið við völd. Margir Bandaríkjamenn kenna Kínverjum að hluta um atvinnu- leysið sem Bandaríkin búa við núna. Þá hafa Kínverjar ekki tekið undir óskir Bandaríkjastjórnar um þátttöku í aðgerðum gegn hlýnun jarðar, né heldur hafa þeir orðið við óskum Bandaríkjamanna um að halda aftur af Norður-Kóreu. Bandaríkin hafa fyrir sitt leyti farið í taugarnar á Kínverjum fyrir að hafa selt vopn til Taívans og tekið á móti Dalaí Lama í Hvíta húsinu. Nú á að styrkja sambandið, meðal annars með samstarfi í kjarnorkumálum. - gb Hu Jintao fær góðar móttökur hjá Barack Obama í Washington: Reyna að styrkja sambandið ÓSÁTT Fyrir utan Hvíta húsið í Washing- ton beið hópur fólks með mótmæla- borða og krafðist frelsunar Tíbets. NORDOCSPHOTOS/AFP 1 Hversu mikið þarf að hagræða í rekstri menntasviðs Reykjavíkur- borgar á þessu ári? 2 Hvaða þýska lið hefur lands- liðsmaðurinn Alexander Petersson nýlega samið við? 3 Í hvaða borg mun hljómsveitin Dikta leika í kvöld? SVÖR 1 540-570 milljónir 2 Rhein-Neckar Löwen 3 London. DANMÖRK Muhammed Geele, 29 ára gamall maður frá Sómalíu, segist ekki hafa ætlað að drepa danska skopmyndateiknarann Knut Wester gaard þegar hann réðst inn á heimili hans vopnaður öxi og hníf á nýársdag 2010. Hann segist aðeins hafa ætlað sér að hræða Westergaard. Hann segir að það hafi farið óstjórnlega í taugarnar á sér hvað Westergaard var ánægður, þrátt fyrir að skop- mynd hans af Múhameð hafi kost- að mannslíf. Þetta sagði Geele fyrir dómi í gær. - gb Árásarmaður fyrir rétt: Ætlaði bara að vekja hræðslu VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.