Fréttablaðið - 20.01.2011, Side 44
28 20. janúar 2011 FIMMTUDAGUR28
menning@frettabladid.is
Ég átti notalega stund í Norræna
húsinu á sunnudaginn var. Þetta
voru tónleikar í 15:15 röðinni svo-
kölluðu. Röðin heitir þessu nafni
vegna þess að tónleikarnir hefjast
klukkan 15:15. Eða eiga að gera
það.
Tónleikarnir sem um ræðir byrj-
uðu reyndar ekki þá. Heldur all-
mörgum mínútum síðar. Auðvitað
er ekkert óeðlilegt við að tónleikar
hefjist örlítið seinna en auglýst er.
En þegar tónleikaröð dregur nafn
sitt af ákveðnum tíma, þá finnst
manni að þeir eigi að byrja á akk-
úrat þeim tíma. Og ekki seinna.
Biðin var þó þess virði. Á sviðið
steig tríó sem samanstendur af
Helgu Laufeyju Finnbogadóttur
á píanó, Gunnari Hrafnssyni á
kontrabassa og Einari Val Scheving
á trommur. Á dagskránni var djass
úr ýmsum áttum.
Helga Laufey er ættuð úr
klassík inni, hún byrjaði tónlistar-
nám sitt þar en færði sig síðar
yfir í djassinn. Maður heyrði það
á áslættinum. Djasspíanóleikarar
eru stundum óttalega harðhentir,
en Helga Laufey hefur fallegan
tón. Hún spilaði lungamjúkt og
hlýlega; það var unaður að hlusta
á hana.
Gunnar var líka frábær á
kontrabassann, hæfilega ágengur,
hljómurinn safaríkur og syngj-
andi. Einar Valur var sömuleiðis
frábær á trommurnar, notalega
afslappaður en hressilega áber-
andi á hárréttum stöðum.
Lögin voru yfirleitt skemmti-
leg. Eitt það besta var frumsamið
og hét Sól í janúar. Laglínan var
grípandi og nokkrir skemmtileg-
ir sólókaflar voru létt-súrrealískir.
Það var líka gaman af ljúfri útgáfu
á Maður hefur nú eftir Gunnar
Reyni Sveinsson, og einnig Dolphin
Dance eftir Herbie Hancock. Og
djössuð útgáfa á lagi eftir Piazz-
olla, Libertango, var hugguleg.
Varla er hægt að hugsa sér þægi-
legra sunnudagseftirmiðdegi!
Jónas Sen
Niðurstaða: Lög úr ýmsum áttum
voru í djassbúningi í Norræna húsinu.
Verulega vönduð dagskrá.
Úr klassík í djass
DJASSTRÍÓ Helga Laufey Finnbogadóttir,
Gunnar Hrafnsson og Einar Valur
Scheving.
Tónlist ★★★★
15:15
Djasstríó flutti lög úr ýmsum
áttum í Norræna húsinu
Vöruhönnuðirnir Aamu Song og
Johan Olin halda fyrirlestur í
Listasafni Reykjavíkur, Hafnar-
húsinu, í kvöld klukkan átta. Í fyrir-
lestrinum segja þau frá
verkum sínum en þau
starfa sem hönnuð-
ir, framleiðendur,
seljendur og versl-
unareigendur. Hug-
myndafræði þeirra
og vörur endurspegla og
hampa hefðbundnu finnsku hand-
verki og hráefni.
Þau Song og Olin reka fyrirtæk-
ið Company í Helsinki og hafa ferð-
ast með búðina sína The Secret
Shop eða Salakauppa víða
um heim síðastliðin
fimm ár. The Secret
Shop opnar í gall-
eríinu Spark Design
Space á Klapparstíg
33 á föstudag.
Hampa finnsku hráefni
Tengsl manns og umhverfis
eru undir í sýningunni Án
áfangastaðar, sem verður
opnuð í Hafnarhúsinu í dag.
Markús Þór Andrésson sýn-
ingarstjóri segir sýninguna
meðal annars innlegg í
umræðuna um þróun ferða-
þjónustu hér á landi, sem
skortir að hans mati skýra
stefnu.
„Hugmyndin var að leiða saman
listamenn og fræðimenn og sjá
hvað þeir hefðu til málanna að
leggja varðandi spurningar sem
eru mikilvægar í sambandi við
ferðaþjónustu og þróun hennar,“
segir Markús Þór Andréssonar um
tilurð sýningarinnar Án áfanga-
staðar. Í tengslum við hana verð-
ur efnt til málþings í næsta mán-
uði undir stjórn dr. Gunnþóru
Ólafsdóttur landfræðings, þar
sem framsögumenn á sviði lista-
, fræða- og ferðamála ræða ólíkar
nálganir í ferðaþjónustu.
„Við Gunnþóra höfum bæði
starfað sem leiðsögumenn og
þekkjum fagið vel,“ segir Mark-
ús. „Okkur þykir greinin hafa þró-
ast ört, án þess að fólk sé vakandi
fyrir því hvaða breytingar ferða-
þjónustan getur haft á land og
þjóð. Við viljum bara að umræð-
an um ferðaþjónustu sé yfirveg-
aðri, ákvarðanir séu ekki teknar
í „panikk-ástandi“, eins og hefur
hent, og snúist ekki aðeins um
að opna flugvelli og hafnir til að
hleypa sem flestum að.“
Titill sýningarinnar vísar meðal
annars til þess að ferðaþjónustu á
Íslandi skortir að mati Markúsar
skýr markmið, önnur en þau að
fjölga ferðamönnum.
„Titillinn vísar líka til Íslands
sem áfangastaðar og þá ímynd
sem við búum til af landinu, jafn-
vel þótt það stangist á við þær
væntingar sem við höfum til fags-
ins. Ef við ætlum til dæmis að fá
milljón ferðamenn til landsins á
ári en um leið halda áfram að aug-
lýsa það sem einstakt tækifæri til
að upplifa sig aleinan í ósnortinni
náttúru, erum við strax komin
með þversögn sem við getum ekki
staðið undir.“
Í kjölfarið vakni sú spurning
hvort hægt sé að nálgast þetta
öðruvísi.
„Í stað þess að matreiða ákveðna
ímynd af Íslandi sem áfangastað,
sem fólk heimsækir síðan og fær
staðfesta, viljum við reyna að opna
fyrir tilhugsunina um að það sé
heilmikið við það að bæta að kom-
ast á staðinn, uppgötva hann og
tengjast honum á persónu legan
hátt. Mörg verkanna á sýningunni
ganga út á það að sýna fram á per-
sónuleg tengsl einstaklings og
umhverfis og hvernig þau eiga sér
stað í skapandi og óvæntu ferli.
Á þriðja tug innlendra og
erlendra listamanna taka þátt í
sýningunni.
„Þetta eru allt listamenn sem
ég hef fylgst með í langan tíma og
heillast af því hvernig þeir takast á
við spurninguna um tengsl manns
og umhverfis. Þannig fjallar sýn-
ingin ekki um Ísland í sjálfu sér,
heldur um okkur sjálf í umhverf-
inu. Sýningarsalirnir eru í sjálfu
sér staðir sem áhorfendur ganga í
gegnum og sum verkin fjalla ein-
faldlega um þann stað, hér og nú.“
Sýningin stendur til 10. apríl en
Markús Þór verður með leiðsögn
um hana á sunnudag klukkan 15.
bergsteinn@frettabladid.is
Tengsl manns og umhverfis
MARKÚS ÞÓR ANDRÉSSON Í stað þess að matreiða ákveðna ímynd af Íslandi sem
áfangastað vill Markús leggja áherslu á hið óvænta í ferðalaginu, upplifunina sem
fylgir því að uppgötva framandi stað og tengjast honum á persónulegan hátt.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FORM OG FORMLEYSI Þýski heimspekingurinn Marcus Steinweg heldur fyrirlestur í stofu 101 á Háskólatorgi
HÍ klukkan 16. Fyrirlesturinn ber titilinn Milli forms og formleysis og er haldinn í samstarfi Nýlistasafnsins við Félag
áhugamanna um heimspeki og Heimspekistofnun HÍ. Steinweg er hingað kominn í tengslum við yfirstandandi sýn-
ingu brasilíska listamannsins Marcellvs L. í Nýlistasafninu. Fyrirlesturinn verður á ensku og er öllum opinn.
20 dagar 20.01.2011 - 9.02.2011
20% afsláttur á öllum veitingum
S : 692 – 0564 Laugavegur 130 ofan við Hlemm
20 ára afmæli
The Best ThaiFood
2009
2010
www.yummiyummi.net
Hjá Banthai eru allir réttir matreiddir frá grunni úr ferskum hráefnum til þess
að viðhalda þeim gæðum sem við viljum bjóða okkar viðskiptavinum uppá. Vegna
þessa getur oft verið bið eftir matnum - en ef hópar ákveða að velja sér nokkra
rétti til þess að snæða saman þá styttist sú bið verulega. Endilega hafið það í
huga þegar þið pantið.
1
3
5
7
9
2
4
6
8
10
Ég man þig
Yrsa Sigurðardóttir
Utangarðsbörn - kilja
Kristina Ohlsson
Almanak Háskóla Íslands 2011
Þorsteinn Sæmundsson
Konur eiga orðið 2011
Ýmsir höfundar
Svar við bréfi Helgu
Bergsveinn Birgisson
Saumahandbókin
Fríður Ólafsdóttir ritstýrði
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT
12.01.11 - 18.01.11
Furðustrandir
Arnaldur Indriðason
Prjónaklúbburinn - kilja
Kate Jacobs
Hreinsun
Sofi Oksanen
Candida sveppasýking
Guðrún G. Bergmann