Fréttablaðið - 20.01.2011, Síða 46
30 20. janúar 2011 FIMMTUDAGUR
Strákarnir í Diktu hafa
verið á ferðalagi um Þýska-
land síðustu daga. Áhorf-
endur hafa látið þá vita
hvernig staðan er í leikj-
um íslenska landsliðsins
og staðalbúnaður hótel-
herbergja í Hollandi kom
skemmtilega á óvart.
„Stemningin er mjög góð. Ég get
ekki sagt annað,“ segir Jón Þór
Sigurðsson, Nonni kjuði, trommu-
leikari hljómsveitarinnar Diktu.
Dikta er nú á tónleikaferðalagi
um Þýskaland og var í Stuttgart
þegar Fréttablaðið náði í Nonna.
Hann segir ferðina hafa verið
góða þótt ýmislegt sé öðruvísi á
meginlandi Evrópu en á Íslandi –
staðal búnaðurinn í einu hótelher-
berginu var til að mynda skotvopn.
„Við vorum að spila í Þýskalandi,
en hótelið okkar var hinu megin
við landamærin, í Hollandi,“ segir
Nonni. „Það var riffill við hliðina
á rúminu mínu á hótelinu. Mjög
eðlilegt, en heimilislegt engu að
síður.“
Nonni er góð skytta, en eins og
Fréttablaðið greindi frá á dögun-
um lenti hann í öðru sæti á lands-
mótinu í enskum riffli fyrir hönd
Skotfélags Kópavogs. „Ég er annál-
uð skytta, en það var svo sem ekki
gert meira í því en að hafa riffilinn
við hliðina á rúminu. Okkur fannst
þetta mjög fyndið.“
Dikta kemur fram á 200-300
manna stöðum í Þýskalandi og
hefur mætingin að sögn Nonna
farið fram úr björtustu vonum.
Tónleikarnir hafa farið fram á
svipuðum tíma og leikir íslenska
landsliðsins á HM í Svíþjóð, en
áhorfendur hafa verið duglegir við
að láta meðlimi hljómsveitarinn-
ar vita hver staðan er í leikjunum.
Þá eru hundruð platna sem teknar
voru með til að selja uppseld.
Hljómsveitin kom fram í Frank-
furt í gær. Hún fer svo til Bret-
lands og kemur fram í London í
kvöld. „Við erum svo að hugsa um
að kíkja á fótboltaleik í Portsmouth
– kíkja á Hemma Hreiðars og
félaga,“ segir Nonni. Portsmouth
glímir við Leeds á laugardaginn,
en Nonni er einnig með háleitar
hugmyndir um að glíma við Her-
mann Hreiðarsson. „Ég hef verið
valinn til að taka á Hemma. Það er
spurning hvernig það fer, en hann
er náttúrlega orðinn gamall.“
Hefurðu eitthvað í hann?
„Ég veit það ekki. Ég er mjög
spenntur að sjá hvað gerist.“
atlifannar@frettabladid.is
Heimilislegt að sofa með
riffil við hliðina á rúminu
FERÐAST UM ÞÝSKALAND Strákarnir í Diktu fylgjast með árangri íslenska landsliðsins
í handbolta með aðstoð áhorfenda á tónleikum sínum.
Paul Banks, söngvari bandarísku hljómsveitarinnar
Interpol, kallaði Carlos Dengler, fyrrverandi bassa-
leikara hljómsveitarinnar, fífl í viðtali við ástralska
útvarpsstöð. Hann sagði einnig að Dengler væri
snillingur.
Carlos Dengler yfirgaf Interpol í maí í fyrra,
skömmu eftir að hljómsveitin kláraði síðustu plötu
sína. Ákvörðunin var sögð vera gerð í sátt og sam-
lyndi, en David Pajo, fyrrverandi bassaleikari Slint,
tók stöðu Denglers.
„Ég er þannig gerður að ef mér finnst einhver
vera snillingur læt ég alls konar vesen yfir mig
ganga frá honum,“ sagði Paul Banks. „Ef maður er
í návist snillinga finnst manni þess virði að þola
fíflaganginn í þeim. Hæfileikar á borð við þá sem
hann býr yfir eru sjaldgæfir.“
Banks sagði einnig að óvíst væri hvort Pajo yrði
varanlegur meðlimur hljómsveitarinnar, en ásamt
honum hefur Brandon Curtis, úr hljómsveitinni
Secret Machines, gengið til liðs við Interpol á tón-
leikaferðalaginu sem nú stendur yfir.
Carlos D er fífl og snillingur
HALTU MÉR, SLEPPTU MÉR Paul Banks, söngvari Interpol,
elskar bassaleikarann Carlos D eins og hann er.
Grínistinn Ricky Gervais hefur
tjáð sig um ástæðuna fyrir því
að hann hvarf af sviðinu meðan á
Golden Globe hátíðinni stóð. Eftir
beinskeytta byrjun þar sem hann
skaut föstum skotum að stjörnun-
um sást hann ekki í tæpa klukku-
stund á sviðinu. Einhverjir vildu
meina að hann hefði fengið orð
í eyra frá stjórnendum hátíðar-
innar en svo var ekki. „Ég flutti
allar þær kynningar sem ég átti
að gera. Það vildi bara þannig
til að þarna var langt hlé,“ sagði
hann og bætti við að andrúms-
loftið baksviðs og eftir hátíðina
hefði verið frábært.
Fékk ekki
orð í eyraJosh Homme, forsprakki Queens of the Stone Age, hefur staðfest að
hljómsveitin sé byrjuð að undir búa
nýja plötu, tæpum fjórum árum
eftir að sú síðasta, Era Vulgaris,
kom út. „Ég er byrjaður að spila
aftur bara til að spila aftur og er
aftur orðinn heillaður af tónlist-
inni. Það er langt síðan ég gat síð-
ast spilað án þess að vera undir
einhvers konar þrýstingi,“ sagði
Homme.
„Hvað mig snertir verð ég að
vera hugfanginn af tónlistinni.
Stundum verður að taka sér smá
frí til að átta sig á því.“ Homme
býst við því að aðdáendur Queens
of the Stone Age geti heyrt nýtt
efni með sveitinni á þessu ári en
tekur fram að allt slíkt taki sinn
tíma. Næst á dagskrá hjá hljóm-
sveitinni er tónleikaferð um Nýja-
Sjáland og Ástralíu í febrúar og
mars þar sem hún ætlar að spila
sína fyrstu plötu í heild sinni.
Heillaður af tónlist
JOSH HOMME Homme og félagar eru
byrjaðir að undirbúa nýja plötu.
Í 3-D OG 2-D
MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 3-D
-H.S, MBL-K.G, FBL
SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is
Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ
BURLESQUE kl. 8 - 10.10
ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 6
THE TOURIST kl. 10
GULLIVER´S TRAVELS 3D kl. 8
LITTLE FOCKERS kl. 6
L
L
12
L
12
Nánar á Miði.is
BURLESQUE kl. 5.20 - 8 - 10.35
BURLESQUE LÚXUS kl. 8 - 5.20 - 10.35
ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 3.30
THE TOURIST kl. 5.40 - 8 - 10.20
GULLIVER´S TRAVELS 3D kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10
LITTLE FOCKERS Kl. 10.20
GAURAGANGUR KL. 5.50
MEGAMIND 3D ÍSL. TAL KL. 3.40
NARNIA 3 3D KL. 3.30
L
L
L
12
L
12
7
L
7
BURLESQUE kl. 10.30
THE TOURIST KL. 5.40 - 8 - 10.20
DEVIL KL. 10.20
GAURAGANGUR KL. 5.50 - 8 - 10.10
NARNIA 3 2D KL. 5.30 - 8
L
12
16
7
7
HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR
- bara lúxus
Sími: 553 2075
SAW 3D - ÓTEXTUÐ 8 og 10 16
ALFA OG ÓMEGA 3D - ISL TAL 6 L
THE TOURIST 8 og 10.10 12
GULLIVER’S TRAVELS 3D 6 L
LITTLE FOCKERS 6 og 8 L
DEVIL 10 16
TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Á
WWW.SAMBIO.IS
V I P
14
L
L
L
L
L
L
L
10
10
10
14
12
1212
12
12
14
KLOVN - THE MOVIE kl. 5:50 - 8 - 10:20
KLOVN - THE MOVIE kl. 5:50 - 8 - 10:20
ROKLAND kl. 5:40 - 8 - 10:20
YOU AGAIN kl. 5:50 - 8 - 10:20
HEREAFTER kl. 5:30 - 8 - 10:40
HARRY POTTER kl. 5:20 - 8
LIFE AS WE KNOW IT kl. 10:40
KLOVN - THE MOVIE kl. 5 - 7 - 8 - 9 - 10:20
YOU AGAIN kl. 5:50 - 8 - 10:20
MEGAMIND-3D M/ ísl. Tali kl. 5:50
ROKLAND kl. 5.30 - 8 og 10.30
KLOVN: THE MOVIE kl. 5.30 - 8 og 10.15
HEREAFTER kl. 8 og 10.40
TRON: LEGACY-3D kl. 8 og 10.40
GUILIVERS TRAVEL-3D kl. 5.30
MEGAMIND-3D M/ ísl. Tali kl. 5.30
YOU AGAIN kl. 8
ROKLAND kl. 10:10
KLOVN - THE MOVIE kl. 8 - 10:10
Nýjasta
meistarverk
Clint Eastwood
„þetta er einfaldlega
skemmtilegasta danska kvikmyndin
sem ég man eftir að hafa séð“
- Extra Bladed
- H.S. MBL
- Þ.Þ FT
„hláturvöðvarnir munu halda
veislu í einn og hálfan tíma“
- Politiken
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG!
TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Á
WWW.SAMBIO.IS