Fréttablaðið - 26.01.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.01.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Miðvikudagur skoðun 12 SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt 26. janúar 2011 21. tölublað 11. árgangur 26. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR 1 Mismunandi menning þjóða og stétta er rannsóknarefni Helgu Marínar Bergsteinsdóttur í Dubai. Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Parx Super Car Show er árlegur viðburður sem fer fram í borginni Mumbai á Indlandi, en þar sýna og safn-ast saman áhugamenn um ökutæki. Þetta „mótorhjól“ er meðal þess sem er til sýnis, en það gengur undir heitinu Campagna T-Rex Aero 3S og er þriggja hjóla. KAUPMANNAHÖFN - LA VILLAGuesthouse á besta stað í bænum.Stúdíoíbúðir og herbergi. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. GSM. 0045 2848 8905 DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát· Stórt op > auðvelt að hlaða· Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari 40 - 70 % ÚTSÖLULOKÁ MORGUN FIMMTUDAG Bretar kætast Colin Firth og The King‘s Speech leiða Óskarskapphlaupið. bíó 22 Sannur heiður Hrafnhildur Arnardóttir myndlistar- maður hlýtur evrópsk textílverðlaun. tímamót 18 ÓDÝRT FYRIR ALLA! www.europris.is COCA COLA, 33 CL69 Blótum nú! Ómissandi fróðleiksrit STJÓRNLAGAÞING Ríkisstjórnin heldur fast í áform sín um að halda stjórn- lagaþing þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að kosningin til þess í nóvember síðast- liðnum hafi verið ógild. Hæstiréttur kemst að því að sex annmarkar, misalvarlegir, hafi verið á framkvæmd kosninganna. Þeir alvarlegustu snúa að því að mögulegt hafi verið að rekja kjörseðla til kjós- enda og að frambjóðendur hafi ekki haft fulltrúa við talningu atkvæða. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins kom niðurstaða Hæsta- réttar stjórnarliðum í opna skjöldu. Þeir töldu að rétturinn kynni að gera athugasemdir við framkvæmd kosninganna en ógilding var talin óhugsandi. „Við getum ekki gefið þjóðinni langt nef með því að hætta við að hafa stjórnlagaþing,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í þingumræðum í gær. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi að Jóhanna Sigurðardóttir hefði farið fyrir málinu og ætti því að segja af sér embætti. Viðmælendur Fréttablaðsins í her- búðum stjórnarflokkanna sögðu í gærkvöldi að staðið yrði við ákvörð- unina um að halda stjórnlagaþing. Fjórir flokkar á Alþingi hafi staðið að ákvörðuninni á sínum tíma og frá henni verði ekki horfið. Verkefnið fram undan sé að leita leiða til að koma þinginu á koppinn. Fyrsti kost- urinn sé að meta hvort og með hvaða hætti Alþingi geti beitt sér. Horft verði til þess hvort mögulegt sé að þingið kjósi þá fulltrúa sem hlutu sæti í stjórnlagaþingskosningun- um til setu á þinginu. Þeir starfi þá Kosning stjórnlagaþings ógild Verulegir ágallar voru á framkvæmd stjórnlagaþingskosninganna að mati Hæstaréttar. Forsætisráðherra segir að stjórnlagaþingið verði engu að síður haldið. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir afsögn forsætisráðherra. Landskjörstjórn vill ekkert segja. Við getum ekki gefið þjóðinni langt nef með því að hætta við að hafa stjórnlaga- þing. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR FORSÆTISRÁÐ- HERRA RÁÐHERRAR Í VÖRN Spjótin stóðu á Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra þegar Alþingi ræddi ógildingu Hæstaréttar á stjórnlagaþingskosningunum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN í umboði Alþingis en með þeim lýð- ræðislega vilja sem fram kom í kosn- ingunum. Annar kostur sé að breyta stjórnlagaþinginu í stjórnlaga- eða stjórnarskrárnefnd og skipa eða kjósa þá er hlutu kjör í kosningun- um í nóvember til nefndarstarfa. Báðir kostirnir eru taldir færir í því ljósi að stjórnlagaþingið var lögum samkvæmt aðeins ráðgefandi. Finnist ekki aðrar færar leiðir verði efnt til nýrra stjórnlagaþings- kosninga þar sem vankantar sem Hæstiréttur fann verða sniðnir af framkvæmd kosninganna. Samkvæmt heimildum blaðsins átti hluti landskjörstjórnar óform- legan fund um málið í gær og ákvað að hittast aftur síðar, líklega í vik- unni. Fréttablaðið náði tali af fjór- um af fimm fulltrúum í stjórninni en enginn vildi tjá sig um málið að svo stöddu. Spurður hvort ekki væri eðlilegt að landskjörstjórn tjáði sig um þau atriði sem hana snertir í ákvörðuninni sagði formaðurinn Ástráður Haraldsson það vera umhugsunarefni. Eiríkur Tómasson lagaprófessor setur spurningarmerki við ákvörðun Hæstaréttar. „Þrátt fyrir ágalla tel ég ekki efni til að ógilda kosninguna. Ég byggi það á því að í lögum um kosningar til Alþingis er meginregl- an sú að kosningar skulu ekki ógild- ar þrátt fyrir að ágallar hafi verið á þeim nema ætla megi að ágallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna,“ segir Eiríkur. Sigurður Líndal lagaprófessor segir framhaldið óvíst. Ef Alþingi ákveði að kjósa þá 25 sem efstir urðu í kosningunum í stjórnarskrárnefnd sé verið að sniðganga lögin og fara í kringum þau. -bþs, sh, jab, pg, sv, þj / sjá síður 4,6 & 8 Þriðja tapið í röð Ísland tapaði fyrir Frakk- landi í gær en spilar samt um 5. sætið á HM. sport 24 & 26

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.