Fréttablaðið - 26.01.2011, Síða 20

Fréttablaðið - 26.01.2011, Síða 20
Íslandsmótið í krullu 2011 fer fram í Skautahöllinni á Akureyri í janúar, febrúar og mars. Áætlað er að keppni hefjist mánudagskvöld- ið 31. janúar og leikið sé á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Tekið er við skráningum í síðasta lagi í kvöld. Sjá www.sasport.is. „Óhætt er að segja að árið fari mjög vel af stað. Við tókum inn stóra pöntun af vélsleðum og hún er öll farin, þrátt fyrir snjóleysi,“ segir Karl Helgi Jónsson, sölu- maður ferðatækja hjá Ellingsen þar sem sala á nýjum vélsleðum hefur ekki verið meiri síðan árið 2007. Ellingsen hefur selt þrjátíu nýja vélsleða það sem af er ári og er það meira en samanlagður fjöldi nýrra seldra vélsleða þar hin síð- ustu tvö ár. Í fyrra seldust fjórir nýir sleðar hjá Ellingsen og svip- aður fjöldi árið áður. Eftirspurn var þá meiri eftir notuðum vél- sleðum en er minni í ár að sögn Karls Helga. Aðrir söluaðilar hafa svipaða sögu að segja. „Við fluttum inn þrjá gáma af sleðum sem voru flestir teknir frá í fyrra og þeir eru hér um bil upp- seldir. Eigum enn eitthvað eftir af styttri sleðum,“ segir Ásdís Skúla- dóttir, framkvæmdastjóri Storms ehf. sem er með umboð fyrir Pol- aris á Íslandi, og bætir við að salan í ár á nýjum tækjum hafi farið langt fram úr væntingum. Mest hefur selst af fjallavél- sleðum á árinu að sögn söluað- ila. Óbreyttir geta þeir verið allt að 170 hestafla og kosta tvær til þrjár milljónir króna út úr búð. Sú upphæð er þó lítil í samanburði við þær fjárhæðir sem einkaaðil- ar vilja borga fyrir sérbreytta vél- sleða að utan. Alexander Kárason, eða Lexi hjá Lexi.is, þekkir dæmi þess að menn borgi allt að fimm milljónir króna fyrir slík tæki. „Þeir eru 300 hestöfl plús, stillt- ir fyrir hæð og þyngd ökumanns og kúplingar uppsettar fyrir okkar fjallahæð. Ein mesta græjan er dýrari, sérsmíðuð spyrnugræja frá Bandaríkjunum, 700 hestöfl og kraftmeiri en almennt þekk- ist. Getur náð 231 kílómetra hraða á 3,7 sekúndum sem er hrikaleg hröðun. Aflmiklir bílar eru fjórar til fimm sekúndur í hundraðið.“ Alexander segir aldrei hafa verið flutt inn jafn mikið af sér- breyttum vélsleðum til landsins og nú. „Menn vilja að tækin upp- fylli allar þeirra þarfir. Þetta er að verða ein stór og skemmtileg pissukeppni,“ segir hann en getur þess að fleiri ástæður liggi að baki. „Í kreppunni brenndu sumir sig á kaupum á ódýrum eða notuðum sleðum. Þeir eru því til í að borga meira fyrir vandaða og endingar- góða vöru, þegar þeir geta fengið aðstoð hjá þeim sem smíða þá.“ Söluaðilar eru þó sammála um að eftirspurn eftir nýjum vélsleð- um hérlendis megi helst rekja til hagstæðara gengis. „Menn fá sleða sem þeir pöntuðu í fyrra á allt að 200.000 króna lægra verði í ár,“ segir Karl Helgi hjá Ellingsen. „Salan hefur líka aukist erlendis sem er gott en ókosturinn er sá að nú gengur illa að fá nýja sleða til landsins. Birgjarnir anna ekki eft- irspurn og við höfum þurft að setja menn á biðlista.“ roald@frettabladid.is Ein stór pissukeppni Sala á nýjum vélsleðum hefur ekki verið jafn mikil á Íslandi undanfarin ár segja söluaðilar. Menn veigra sér ekki við að greiða háar fjárhæðir fyrir og dæmi eru um að sérbreyttir vélsleðar fari á fimm milljónir. Sala á nýjum vélsleðum fer vel af stað á nýju ári að sögn söluaðila hérlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS Þú keyrir! Við skipuleggjum ævintýralegar jeppaferðir fyrir starfs- mannafélög, viðskiptavini fyrirtækja og aðra hópa. Landróverarnir okkar eru allir á 38“ dekkjum og fullbúnir til fjallaferða. Þið keyrið sjálf undir leiðsögn okkar og upplifið einstakt ferðalag með hæfilegri áskorun í bland. Hálfur dagur, heill dagur, tveir dagar..., hafið samband og biðjið um tilboð. Hálendið heillar, ævintýrin gerast á Íslandi! Suðurhrauni 2B | 210 Garðabær | Sími 544 8866 | info@isafoldtravel.is | www.isafoldtravel.is „Ég hef nú tekið þátt í mörgum starfsmannaferðum um ævina, en þessi er sú alskemmtilegasta sem ég hef farið í“, sagði Helga E. Jónsdóttir eftir starfsmanna- ferð með Aðalskoðun. VETRARTILBOÐ! Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is | www.yamaha.is WWW.FJÖR.IS Opið alla daga vikunar Skemmtileg tilboð í gangi Hafðu samband 857-3001 Tökum á móti einstaklingum jafnt sem stórum hópum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.