Fréttablaðið - 26.01.2011, Síða 10
26. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR10
NÝMJÓLK Verð á nýmjólk mun hækka
meira en á öðrum mjólkurvörum um
næstu mánaðamót. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
NEYTENDUR Verð á nýmjólk mun
hækka um tæp fimm prósent
hinn 1. febrúar næstkomandi.
Landbúnaðarráðuneytið sendi
frá sér tilkynningu um málið og
þar kemur fram að verðlagsnefnd
búvara hafi tekið þá ákvörðun að
hækka heildsöluverð á mjólk og
mjólkurafurðum um 2,25 prósent
að meðaltali.
Þó mun verð á nýmjólk hækka
hlutfallslega jafnt og hækkun til
bænda. Frá sama tíma hækkar
afurðastöðvaverð til bænda um
3,25 krónur á hvern lítra mjólkur
eða um 4,56 prósent. Eftir hækk-
unina munu bændur fá 74,38
krónur fyrir hvern mjólkurlítra.
Samkvæmt ráðuneytinu eru
breytingarnar gerðar vegna
hækkana á breytilegum kostnaði
til búrekstrar. - sv
Mjólkurverð mun hækka:
Verð á nýmjólk
hækkar um 5%
SVEITARSTJÓRNIR Stjórn Sorpu hefur
„í ljósi sérstakra aðstæðna og
erfið leika sveitarfélagsins Álfta-
ness“ fellt niður um 800 þúsund
króna dráttarvexti af skuld Álfta-
ness við fyrirtækið. „Ákvörðunin
er tekin í ljósi sérstakra aðstæðna
og er ekki fordæmisgefandi,“ segir
í samþykkt stjórnar Sorpu.
Að sögn Björns Þórs Halldórs-
sonar, framkvæmdastjóra Sorpu,
hefur skuld Álftaness að öðru leyti
verið gerð upp. - gar
Erfiðleikar á Álftanesi:
Dráttarvextir
felldir niður
NÝSKÖPUN Endurskoðendafyrir-
tækið KPMG og nýsköpunar- og
frumkvöðlasetrið Innovit hafa
samið um að KPMG styðji við
frumkvöðlakeppnina Gulleggið.
Í tilkynningu segir að KPMG
muni styðja við þátttakendur í
keppninni með ráðgjöf og þjálfun
auk þess sem sérstakt námskeið
verði haldið.
Á þeim tveimur árum sem
keppnin hefur verið haldin hafa
orðið til 120 ný störf hjá þeim fyrir-
tækjum sem hafa tekið þátt eða
verið stofnuð í kjölfar hennar. - jab
KPMG styður við Gulleggið:
Fjöldi nýrra
starfa verður til
ALÞINGI Höskuldur Þór Þórhallsson,
þingmaður Framsóknarflokks-
ins, er ósammála því mati Odd-
nýjar G. Harðardóttur, formanns
fjárlaganefndar, að samtal seðla-
bankastjóra Íslands og Bretlands
haustið 2008 breyti engu um stöðu
Icesave-málsins.
Fjárlaganefndarmönnum var
sýnt afrit af samtalinu á mánu-
dagskvöld.
„Ég tel að samtalið skipti miklu
máli um afstöðu manna til málsins
og hvort við eigum að láta reyna á
hvort við eigum að borga skuldina
yfir höfuð,“ segir Höskuldur.
Hann vill ekki upplýsa hvað
seðlabankastjórunum fór á milli
e nd a bu nd -
inn trúnaði .
Höskuldur
er hins vegar
þeirrar skoðun-
ar að aflétta beri
trúnaðinum. „Ég
og fleiri í stjórn-
arandstöðunni
kröfðumst þess
að trúnaði yrði
aflétt af hluta
samtalsins,“ segir hann. Mervyn
King, seðlabankastjóri Bretlands,
hefði lýst yfir að í samtalinu kæmu
fram viðkvæmar bankaupplýsing-
ar. Höskuldur telur þær upplýsing-
ar þegar hafa verið opinberaðar en
engu að síður sé sjálfsagt að trún-
aði verði aðeins aflétt af þeim
hluta samtalsins þar sem banka-
upplýsingarnar komi ekki fram.
Höskuldur segir Má Guðmunds-
son seðlabankastjóra hafa sagt á
fundinum á mánudag að ekki hefði
verið farið fram á það við King að
trúnaði yrði aflétt af hluta sam-
talsins. Eðlilegt sé hins vegar að
það verði gert og að Már og seðla-
bankinn hlutist til um það.
Oddný Harðardóttir sagði í
Fréttablaðinu í gær það sitt mat
að samtalið breytti ekki stöðu
Icesave-málsins. Hún sagði líka að
fjárlaganefnd myndi ekki reyna að
fá trúnaðinum aflétt. - bþs
Höskuldur Þór Þórhallsson vill að samtal Davíðs og Kings verði gert opinbert:
Telur samtalið skipta miklu máli
HÖSKULDUR ÞÓR
ÞÓRHALLSSON
Fæst í öllum helstu matvöruverslunum.
Hveitikím
23 nauðsynleg
vítamín og steinefni
Fjár fatlaðra illa gætt
„Meðferð einkafjármuna fólks með
fötlun er oft og tíðum verulega
ábótavant,“ segir sérnefnd vegna til-
flutnings málefna fatlaðra í Kópavogi.
Nefndin segir að brýnt sé að setja lög
um réttindagæslu hið fyrsta og finna
raunsæjar leiðir til úrlausnar.
FÉLAGSMÁL
DÓMSMÁL „Þetta er náttúrlega hneyksli,“ segir Jakob
Bjarnar Grétarsson, einn landeigenda á Jökuldal, en
fjölskipaður Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær
að vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar skyldu metin á
um 1,6 milljarða króna.
Niðurstaða dómsins er að mestu leyti í samræmi
við niðurstöður matsnefndar um málið frá 2007.
Ríkið á sjálft upp undir 70 prósent af vatnsréttind-
unum og undi niðurstöðu matsnefndarinnar á sínum
tíma. Aðrir landeigendur sættu sig hins vegar ekki
við þá niðurstöðu.
Einn landeigendanna sagðist í samtali við Vísi.is
telja að með þessum dómi væru öll vatnsréttindi fall-
vatna á íslandi metin á um tíu milljarða króna. Það
væru smámunir samanborið við verðmæti orkunnar.
Jón Jónsson, lögfræðingur landeigenda, telur
líklegt að málinu verði áfrýjað.
Landeigendur í Jökuldal ósáttir við nýfallinn dóm Héraðsdóms Austurlands:
Telja vatnsréttindi seld á spottprís
FRÁ KÁRAHNJÚKUM Búist er við að landeigendur áfrýi dómi
Héraðsdóms Austurlands. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STJÓRNSÝSLA Stjórnendur Byggða-
stofnunar telja að stofnunin þurfi
að leggja 4,3 milljarða króna á
afskriftarreikning í ársreikningi
2010. Þegar hafa 2,8 milljarðar
verið lagðir á afskriftarreikning
en stjórnendurnir meta það svo að
þörf sé á 1,5 milljörðum til viðbót-
ar. Hefur stofnunin þá lagt samtals
8,2 milljarða á afskriftarreikning
frá 2008.
Þetta er upplýst í skýrslu starfs-
hóps sem fjallaði um lánastarfsemi
Byggðastofnunar í kjölfar þess að
eigið fé hennar var komið undir
lögbundið lágmark.
Í sumar var eiginfjárhlutfallið
komið í 5,18 prósent en samkvæmt
lögum á eiginfjárgrunnur fjár-
málafyrirtækis að nema að lág-
marki átta prósentum af áhættu-
grunni. Í skýrslunni eru ástæður
svo lágs hlutfalls Byggðastofnun-
ar sagðar framlög í afskriftasjóð,
lægri vaxtatekjur en áætlað var
og gengistap vegna styrkingar
krónunnar.
Tekið er fram að þrátt fyrir að
eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar
sé undir lögbundnu marki glími
hún ekki við lausafjárvanda. Stofn-
unin hafi handbært fé sem nemi
tæpum tveimur milljörðum króna
til að standa við skuldbindingar
út árið. Auk þess hafi hún þriggja
milljarða króna lántökuheimild
samkvæmt fjárlögum.
Í fimm ára rekstraráætlun
Byggðastofnunar, sem gerir ráð
fyrir árlegum tveggja milljarða
króna útlánum og hálfs millj-
arðs framlagi á afskriftarreikn-
ing, telur stofnunin nauðsynlegt
að ríkið leggi henni til 3,5 millj-
arða króna. 2,5 milljarðar verði
lagðir til á þessu ári en samtals
milljarður á næstu fjórum árum.
bjorn@frettabladid.is
Afskrifar átta millj-
arða á þremur árum
Ríkissjóður þarf að leggja Byggðastofnun til 3,5 milljarða króna svo eiginfjár-
hlutfall hennar samræmist þörf. Hlutfallið er nú 5,8%. Stofnunin telur nauðsyn-
legt að leggja árlega hálfan milljarð króna á afskriftarreikning næstu fimm ár.
■ Rétt er að íhuga hvort ekki megi fækka
fulltrúum í stjórn Byggðastofnunar. Þeir eru
nú sjö og jafn margir til vara.
■ Langflestar lánveitingar eru til fyrirtækja
í sjávarútvegi sem starfa á fámennum
svæðum.
■ Um fjögur þúsund störf eru á bak við útlán
Byggðastofnunar á landsbyggðinni. Þar af er
1.621 starf í sjávarútvegi.
■ 1. desember 2010 voru 32% íbúa á vinnu-
markaði í Vesturbygð starfandi hjá fyrirtækj-
um sem eru í viðskiptum við Byggðastofnun.
■ 29% fyrirtækja á starfssvæði Byggðastofnun-
ar eru með áhættu umfram eðlileg mörk og
14% fyrirtækja fá alls ekki á sig áhættumat
þar sem þau eru ógjaldfær eða í alvarlegum
vanskilum.
Úr skýrslunni
BYGGÐASTOFNUN Þörf er á 3,5 milljarða ríkisframlagi til stofnunarinnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
5,0
4,5
4,0
3,5
3,0
2,5
2,0
1,5
1,0
0,5
0
19
85
19
86
19
87
19
88
19
89
19
90
19
91
19
92
19
93
19
94
19
95
19
96
19
97
19
98
19
99
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
Framlög í afskriftarreikning
Framlag í afskriftarreikning á árinu
Endanlega töpuð útlán
Afskriftarreikningur útlána í árslok
m
ill
ja
rð
ar
k
ró
na
FLÓTTAMAÐUR Stjórnvöld í Pakistan
samþykktu í mars í hittifyrra að skjóta
skjólshúsi yfir 1,7 milljónir flóttamanna
frá Afganistan til 2012. Á þessari mynd
er Sana Ghulab sjö ára fyrir framan
heimili sitt í útjaðri Islamabad, höfuð-
borgar Pakistans. Þar er hvorki að finna
rafmagn né vatnslagnir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP