Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2011, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 26.01.2011, Qupperneq 18
TOYOTA, GENERAL MOTORS OG VOLKSWAGEN ERU ÞEIR BÍLAFRAMLEIÐENDUR SEM SELDU FLESTA BÍLA Á SÍÐASTA ÁRI. Toyota er umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi. Eins og fram kemur í frétt á vef FÍB seldi fyrirtækið 8,42 milljónir bíla árið 2010, að meðtöldum undir- tegundunum Lexus, Hino og Daihatsu. General Motors seldi 8,39 milljónir bíla sama ár en hafði verið umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi samfleytt í 76 ár þegar Toyota tók forystuna árið 2008. Bílaframleiðandinn Volkswagen hefur lýst því yfir að fyrirtækið stefni á að verða umsvifamesti bílaframleiðandi heims árið 2018 og jók hlutdeild sína á heimsmarkaðinum um 14 prósent árið 2010 og seldi 7,14 milljónir bíla. - rat Toyota selur mest Toyota er umsvifamesti bílaframleiðandi heims í dag, þriðja árið í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Á vef íslensku flugleitarinnar Dohop leita þúsundir manna að flugi á hverjum degi. Í gögnum Dohop er að finna áhugaverð- ar staðreyndir um ferðahegðun Íslendinga sem heimsækja vef- inn og birtir fyrirtækið ferðavísa tíunda hvers mánaðar með tíu vin- sælustu áfangastöðunum. „Kaup- mannahöfn komst í toppsætið í desember en Bangkok hafði vermt það sæti allt frá því í sumar. Engu að síður er augljóst að aukinn áhugi er á ferðum til Taílands og féll Bangkok einungis niður um tvö sæti. Aðrar borgir sem lenda ofar- lega á lista eru London, Orlando, Ósló og New York sem kemur kannski ekki á óvart,“ segir Davíð Gunnarsson, sölu- og markaðs- stjóri Dohop, og bendir á að sólin virðist auk þess heilla sem fyrr og eru strandbæir eins og Alicante og Las Palmas ofarlega á lista. Dohop er íslenskt fyrirtæki sem rekur ferðaleitarvélina Dohop.is. Þar er hægt að finna flug, hótel- gistingu og bílaleigubíla. „Sér- staða Dohop felst í því að leitin tengir saman flugleiðir sem eru annars ótengdar og sýnir ódýrar tengingar sem annars væri erfitt að finna,“ segir Davíð. Hann segir flugleitarvélina, sem var stofnuð árið 2004, bera saman meira en 600 flugfélög og tugi ferðaskrifstofa á netinu. „Dohop er dæmigerð flugleitar- vél og virkar eins og Google,“ útskýrir Davíð. „Hún finnur ódýr flug og vísar svo á aðra vefi þar sem hægt er að bóka. Hún er frá- brugðin stórum vefjum eins og Expedia, ef við tökum hann sem dæmi, en hann nær aðeins til takmarkaðs fjölda flugfélaga og hótela. Við leitum hins vegar hjá eins mörgum flugfélögum og við getum. Við höfum enga hagsmuni af því að sýna eitt flugfélag fram yfir annað, heldur sýnum öll flug- félög óháð því hvort þau borga okkur þóknun fyrir að vísa gestum til þeirra eða ekki. Við getum fund- ið tengingar á milli hefðbundinna flugfélaga eins og Lufthansa, Brit- ish Airways og KLM við lággjalda- félög eins og EasyJet, Ryanair og Iceland Express en þannig er oft hægt að finna ódýrari leið en ella.“ Davíð segir Dohop aðallega þekkt sem flugleitarvél en að á vefnum séu auk þess öflugar hótel- og bílaleitarvélar. „Við gerð- um nýverið samning við ástralska fyrirtækið Hotels Combined um rekstur hótelleitar á vef Dohop. Hotels Combined hefur um árabil verið leiðandi í þróun samanburð- arleitarvélar fyrir hótel á vefn- um en hún er sambærileg flug- leit Dohop. Við höfum látið þýða hótelleitarvélina á íslensku og sýnir hún verð frá þrjátíu söluaðil- um um allan heim. Þar á meðal eru Hotels.com, Expedia, Booking.com og HRS. Hinn síðastnefndi er sam- starfsaðili Icelandair þegar kemur að hótelbókunum en þar sem leitar- vél Dohop ber verð HRS saman við 29 aðra söluaðila má áætla að við séum að bjóða hagstæðasta verðið hverju sinni.“ vera@frettabladid.is Kaupmannahöfn skákar Bangkok Starfsmenn flugleitarvélarinnar Dohop birta ferðavísa í hverjum mán- uði sem gefa vísbendingar um ferðahegðun Íslendinga. Taíland hefur lengi verið efst á blaði en nú trónir Kaupmannahöfn á toppnum. Davíð telur líklegt að hagstætt verðlag eigi þátt í vinsældum Taílands. Kaupmanna- höfn sé einnig sívinsæll áfangastaður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands fyrir árið 2011 liggur nú fyrir. Margra nýjunga gætir og meðal annars er meira en helmingur helgarferða um slóðir sem ekki hafa verið farnar áður. Má þar nefna ferð umhverfis Kerlingarfjöll sem hefur fengið nafnið Hringbrautin. Sjá www.fi.is. ■ Kaupmannahöfn ■ London ■ Bangkok ■ New York ■ Orlando Flugvísir Dohop í desember 2010 ■ Alicante ■ Belgrad ■ Ósló ■ Las Palmas ■ Amsterdam PRÓTÍNBOMBUR! Samkvæmt skýrslu Matís er harðfiskur hollari en áður var talið. Langhollasti þorramaturinn. Fæst í Bónus H R E I N Í S L E N S K F Æ Ð U B Ó T í beinu flugi 21. - 25. apríl Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.