Fréttablaðið - 26.01.2011, Side 21
MIÐVIKUDAGUR 26. janúar 2011 5
Nú er tímabært að fara að
hlakka til og undirbúa vetrarferð
á Akureyri því vetrar- og úti-
vistarhátíðin Éljagangur verður
haldin nyrðra 10. til 13. febrúar.
Vetrarríkið norðan heiða líkist
heillandi ævintýralandi þegar
snjór skreytir landið og af þeirri
ástæðu bjóða Akureyringar til
heillandi vetrarhátíðar af mikilli
gestrisni í sínum fagra heimabæ.
Um allan bæ verða spennandi
uppákomur þar sem allir finna eitt-
hvað við sitt hæfi, en þar má nefna
vasaljósagöngu og snjóhindrun-
arhlaup í Hlíðarfjalli, snjósleða-
spyrnu og ískross á Leirutjörn,
bústinn snjókarl á Ráðhústorgi,
fjallgöngu á Kerlingu, ísskúlptúr
við Menningarhúsið Hof, snjóþotu-
ferðir á vegum Kaldbaksferða og
hina árlegu vetrarsportsýningu
EY-LÍV, sem nú verður mun stærri
og fjölbreyttari en áður og höfðar
til allra sem aðhyllast útivist að
vetrarlagi.
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið
þegar kemur að gistingu og öðrum
aðbúnaði, og gott að hefja undir-
búning strax til að gera ferðalagið
að eftirminnilegri skemmtan.
Éljagangur
í febrúar
Þeir sem njóta vetrar og þeirra fjöl-
mörgu leikja og íþrótta sem honum
fylgir munu njóta lífsins á Éljagangi.
„Þetta er níu daga náttúru- og
menningarskoðunarferð í sílesku
farþegaskipi sem er hannað fyrir
heimskautasiglingar. Um borð er
stór veitingasalur, bar, fyrirlestra-
salir, líkamsræktaraðstaða og setu-
stofa og allir klefar eru með glugga
og baðherbergi.“ Þannig lýsir Emil
Örn Kristjánsson, hjá Ferðaskrif-
stofu Guðmundar Jónassonar,
Grænlandsferð á vegum fyrirtæk-
isins í september og farkostinum
sem notaður verður. Siglt verður
frá Akureyri 7. september áleiðis
norður í Scoresbysundsfjörð, sem
mun vera stærsti fjörður heims.
Emil segir árstímann henta vel því
ísa leysi í júní/júlí en firðina leggi
aftur í október/nóvember.
Skipið tekur bara 80 farþega.
„Um borð eru reyndir leiðsögu-
menn og haldnir verða reglulega
fyrirlestrar á ensku,“ segir Emil,
sem gerir ráð fyrir fólki alls stað-
ar að úr heiminum í þessa siglingu.
Hann vill gjarnan að landinn noti
hana líka og segir fyrirtækið bjóða
upp á akstur milli Reykjavíkur og
Akureyrar sem innifalinn sé í far-
gjaldinu og auðvitað geti fólk bæst
í rútuna hvar sem er á leiðinni.
Búið verður um borð í skip-
inu eftir að siglt er úr höfn en
víða farið í land á gúmmíbátum
á norðausturströnd Grænlands.
„Við sjáum sauðnaut og læmingja,
náhvali og seli og vonandi rostunga
og ísbirni. Það kemur í ljós. Auk
þess verða skoðaðar minjar um
forna búsetu Inuíta en svæðið fór
í eyði um langa hríð,“ lýsir Emil,
sem segist svo frá: „Milli 1920 og
1930 gerðu Norðmenn tilkall til
Norðaustur-Grænlands á þeim
grunni að Danir hefðu enga starf-
semi þar. Þá fluttu Danir 70 manns
frá Ammassalik þangað norður til
að réttlæta yfirráð þeirra. Það fólk
sigldi fyrst til Ísafjarðar þar sem
prestsefnið þeirra fékk vígslu, svo
hélt það norður í Scoresbysund og
setti þar niður byggð. Þeir sem búa
þar núna eru afkomendur þeirra.
Þarna er víða að finna merkar
mannvistarleifar sem sýna hvern-
ig fólk lifði af á heimskautasvæð-
unum fyrir 200 árum.“
Fargjaldið er 620 þúsund krón-
ur fyrir manninn að sögn Emils
en þeir sem bóka fyrir 1. apríl fá
ferðina á 558 þúsund. Innifalið er
fullt fæði og allar skoðunarferð-
ir. Benda má á upplýsingar á nýrri
heimasíðu Ferðaskrifstofu Guð-
mundar Jónassonar, www.ferdir.
is. gun@frettabladid.is
Sigling um norðurhöfin
Fræðslu- og skemmtiferð á farþegaskipi sem sérhannað er til heimskautasiglinga er fyrirhuguð frá Akur-
eyri til austurstrandar Grænlands í september, á vegum Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar.
Strönd fyrir stafni. Víða verður siglt í land á gúmmíbátum en ávallt gist í skipinu.
MYNDIR/WWW.FERDIR.IS
Skipið er hannað fyrir heimskautasigl-
ingar og er í norðurhöfum á sumrin en
heldur svo suður á bóginn.
Dýralífið verður skoðað af gaumgæfni í
ferðinni.
Stór veitingasalur er um borð.
Þorpið við Scoresbysund nefnist Ittoqqortoormiit á máli ínúíta. Þar búa nú um 470 manns. MYND/NORDICPHOTO/GETTYIMAGES
Vetrarhátíð fyrir alvöru.
www.eljagangur.is
mörkun & miðlun
snjósleðaspyrna ískross snjóhindrunarhlaup vasaljósaganga
fjallaskíðanámskeið gönguskíði fjallatrukkaferðir snjókarl
fjallganga ísskúlptúr snjóþotuferðir
norðurljósaferðir Lofthellir Vetrarsportsýning EY-LÍV
2011