Fréttablaðið - 26.01.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.01.2011, Blaðsíða 22
 26. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR6 Gísli Jónsson er nýkominn heim úr rúmlega mánaðarlangri ferð á suð- urpólinn. Þangað hélt hann ásamt sex öðrum Íslendingum á vegum Arctic Trucks til að aka 6x6 Hilux- bílum sem eru nýjasta afurð fyrir- tækisins. „Við smíðuðum tvo sex hjóla bíla og tvo fjögurra hjóla fyrir fyrir- tæki sem heitir Extreme World Races. Það stendur fyrir ýmis konar ofurkeppnum og fór ein þeirra fram í lok nóvember,“ segir Gísli sem hélt utan 25. nóvember. „Þetta var gönguskíðakeppni milli þýsks og austurrísks liðs og voru í liðunum frægir menn á borð við austurríska skíðagarpinn Hermann Maier og þýska sjón- varpsmanninn Mar- cus Lanz,“ útskýrir Gísli en úrslitin má hann ekki ræða enda verið að búa til sjónvarps- þætti um keppnina. „Við Íslend- ingarn- ir sáum um leiðavalið og undirbúningsvinnu við bíla og farartæki og fylgdum keppendum eftir á vel útbúnum bíl- unum,“ segir Gísli sem sneri heim þann 15. janúar. Að sögn Gísla eru Arctic Trucks að fara æ meira út í meiri hátt- ar breytingar og smíði á bílum. „Þessir sex hjóla bílar eru í raun að stærstum hluta Arctic Trucks- bílar byggðir á grunni Toyotu Hilux,“ útskýrir hann en bílarnir eru sérhannaðir til notkunar á póls- væðunum. „Sexhjólabíllinn gefur okkur meiri burð sem er mjög mik- ilvægur eiginleiki á pólnum. Vega- lengdirnar eru gríðarlegar og mikið eldsneyti og farangur sem þarf að flytja,“ segir Gísli. Eiginþyngd bíl- anna er 2,6 tonn en hægt er að lesta þá í kringum 3 til 3,5 tonn. Bílarnir frá Arctic Trucks hafa vakið mikla athygli enda bjóða þeir upp á lausnir sem ekki hafa þekkst áður. „Við fórum yfir hásléttu Suðurskauts- landsins frá Novo, á pólinn, og til baka, alls 5.000 km, á tíu dögum. Meðaleyðsla á eldsneyti var 45 lítrar á hundraðið sem er nánast óþekkt á þessu svæði enda eyða snjóbílar um 250 til 500 lítrum á hundraðið,“ segir Gísli og bend- ir á að bílarnir séu þannig mun umhverfisvænni kostur en önnur farartæki. Bílarnir fjórir verða áfram á Suðurskautslandinu. en þeir eru nú eigu rússnesks fyrirtækis, ALCI, sem sér um flug frá Höfðaborg til Novo . „Við sjáum hins vegar um allt viðhald á bílunum og sköffum bílstjóra,“ segir Gísli en aðeins er hægt að vera með svona starfsemi á Suðurskautslandinu í þrjá mánuði á ári, frá nóvember og fram í janúar. „Hina mánuðina er allt of kalt.“ Hann segir augu manna að opn- ast fyrir kostum bílanna frá Arctic Trucks. „Suðurskautsheimurinn er lítill og öruggt að allir sem koma að honum vita af okkur,“ segir hann. Fjórir til sex bílar eru í farvatninu og verða fluttir á pólinn á næsta og þarnæsta ári og því nóg um að vera hjá Arctic Trucks á næstunni. solveig@frettabladid.is Á sex hjólum á Suðurpól Arctic Trucks hefur farið æ meira út í meiri háttar breytingar á bílum. Nýjasta afurðin er sex hjóla Hilux sérsmíðaður til notkunar á pólsvæðunum. Tveir slíkir voru fluttir til Suðurskautslandsins í lok nóvember. Aron Reynisson, Gísli Jónsson og Guðmundur Guðjónsson frá Arctic Trucks fylgdu eftir gönguskíðagörpum frá Þýskalandi og Austurríki sem kepptu í skíðagöngu á Suðurskautslandinu. Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is Þegar þú vilt fá það besta út úr lífinu! Faxafeni 14 www.heilsuborg.is „Fylltu á tankinn“ Fimmtudaginn 27. janúar, kl. 19.30-22.00 • Fjallað verður á hvetjandi hátt um samskipta- færni og hvað við getum gert til að hlaða okkur orku og halda í sjálfstraust og kraft á krefjandi tímum! • Fyrirlestur, óskaspjöld og happdrættisvinningar • Gómsætir heilsudrykkir frá Arka • Frjáls aðgangur að heilsurækt Heilsuborgar í eina viku • Verð aðeins kr. 3.000.- (20% afsl. fyrir korthafa Heilsuborgar) • Skráning í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is Létt og uppbyggileg kvöldstund með félags- og fjölmiðlafræðingnum Sirry í Heilsuborg Síðast var uppselt. Aðeins 50 manns komast að í þetta skipti. Skráðu þig núna! Hringdu núna í síma 907 1020 og þú styrkir HM liðið okkar um 2.000 kr. TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG STYÐJUM STRÁKANA OKKAR TIL SIGURS! Uppruna íshokkís má rekja til knattleiks sem Micmac-indíanar stunduðu snemma á 19. öld í Nova Scotia á austurströnd Kanada. Hann virðist skyldur írska leiknum hurling, en þar er notuð kylfa til að slá viðarkubb. Skoskir og írskir inn- flytjendur breiddu hann út um Kanada ásamt breskum her- mönnum, og bættu þeir við hann þáttum úr hokkí. visindavefur.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.