Fréttablaðið - 26.01.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.01.2011, Blaðsíða 16
 26. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR16 timamot@frettabladid.is Merkisatburðir Forvarnavika á vegum Evrópusamtak- anna ECCA, sem berjast fyrir því að allar konur í Evrópu eigi kost á að nýta sér allar þær greiningaraðferðir sem eru þekktar til að koma í veg fyrir leg- hálskrabbamein, stendur yfir. Krabba- meinsfélag Íslands er aðili að samtök- unum og var yfirlæknirinn Kristján Sigurðsson tekinn tali. „Við teljum sjálfsagt að hafa aðgang að leghálskrabbameinsleit hér á landi en sú er hins vegar ekki alltaf raunin og er tíðni sjúkdómsins því æði misjöfn á milli Evrópulanda. Tíðnin er tiltölulega lág hér á landi og annars staðar á Norð- urlöndunum en þó greindust óvenju- margar konur með leghálskrabbamein í fyrra.“ Á hverju ári greinast um 12-14 konur með leghálskrabbamein á Íslandi en í fyrra voru þær tuttugu. „Það koma alltaf toppar inn á milli en við sjáum þó ástæðu til að taka þetta alvarlega. Þegar konur greinast með leghálskrabbamein er ávallt farið yfir leitarsögu þeirra og kom í ljós að átján af þessum tuttugu konum höfðu ekki mætt í reglubundna skoðun eða verklagi ekki verið fylgt sem skyldi,“ upplýsir Kristján, en samkvæmt tölum frá því í árslok 2008 þá höfðu um átta prósent kvenna á aldrinum 25-69 ára aldrei farið í leghálskrabbameins- leit, auk þess sem um þriðjungur kvenna mætir afar óreglulega til leitar. ECCA-samtökin berjast fyrir því að allar konur hafi jafnan aðgang að leg- hálskrabbameinsleit, að teknar verði upp bólusetningar gegn leghálskrabba- meini og því að menn hafi aðgang að HPV-greiningarprófum sem geta aukið öryggi hjá þeim konum sem mæta til leitar. „Prófin greina HPV-veirur sem eru forsenda þess að konur geti þróað leghálskrabbamein. Þær eru yfir hundr- að talsins. Fjörutíu finnast á kynfær- um og eru fimmtán til sautján þeirra tengdar krabbameini.“ Kristján hefur lengi barist fyrir því að fá aðgang að greiningarprófum enda myndi það bæta leitarþjónustuna. „Þá væri hægt að greina þær konur frá sem væru með illkynja stofna og fylgja þeim betur eftir.“ Fjárveiting fyrir prófunum hefur hins vegar ekki fengist. Kristján segir forstigsbreytingar sem finnast við leghálskrabbameinsleit hafa aukist marktækt frá árinu 1980 samfara því að kynlífsaldur hefur lækkað og fjöldi rekkjunauta aukist, en það eru þekktir áhættuþættir. Ráðgert er að hefja bólu- setningar seinna á árinu en Kristján er hræddur um að þær fjárveitingar sem hafa verið veittar dugi skammt meðal annars sökum gengishruns. Hann legg- ur líka áherslu á að bóluefnið sé ekki endanleg lausn. Rannsóknir sýna að það dugar til að útrýma um sextíu og í mesta lagi sjötíu prósentum leghálskrabba- meina. Eftir standa 30-40 prósent og er því varasamt að telja sig óhulta eftir bólusetningu.“ Krabbameinsfélagið mælist til þess að konur mæti til leitar á tveggja ára fresti. „Efniviðurinn okkar gefur til kynna að þróunin geti verið örari en áður var talið og getur kona sem hefur haft eðli- legt frumustrok verið með byrjandi leg- hálskrabbamein að þremur árum liðn- um. Því hvetjum við allar konur undir fertugu til að mæta til leitar en eftir því sem frumustrokin eru fleiri og eðli- legri er hægt að hafa lengra bil á milli. Ef konur skipta hins vegar um maka eða rekkjunauta er ástæða til að hafa varann á enda skapast við það ákveðin hætta.“ Kristján bendir einnig á að veirurnar séu ekki alltaf bundnar við legháls og eru dæmi um að þær valdi krabbameini í endaþarmi, leggöngum, skapabörmum, hálsi og berkjum. vera@frettabladid.is FORVARNAVIKA VEGNA LEGHÁLSKRABBAMEINS: STENDUR NÚ YFIR Óvenjumargar greindust í fyrra LEIT OG ÖNNUR ÚRRÆÐI ECCA-samtökin sem standa fyrir forvarna- vikunni berjast meðal annars fyrir því að teknar verði upp bólusetn- ingar og að menn hafi aðgang að HPV- greiningarprófum. Elskulegur eiginmaður minn, pabbi okkar, sonur, bróðir og tengdasonur Sigurjón Brink tónlistarmaður, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtu- daginn 27. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsam- legast afþakkaðir en athygli er vakin á Áfram – Hvatningarsjóði barna Sigurjóns Brink, sem hefur það markmið að hvetja og styðja börnin hans í framtíðinni. Reikningsnúmer sjóðsins er 0546-14-401730 og kennitala 251278-4909. Þórunn Erna Clausen Róbert Hrafn Brink Haukur Örn Brink Kristín María Brink Aron Brink Bjarney Sigríður Sigurjónsdóttir Filippus Gunnar Árnason Róbert Magnús Brink Þóranna Bjarnadóttir Árni Filippusson Nína Dögg Filippusdóttir Róbert Aron Brink Rannveig Hrönn Brink Magnús Þór Brink Elín Hrefna Thorarensen Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar Vigdís Theodóra Bergsdóttir (Dósý) Bjarnastöðum, Vatnsdal, verður jarðsungin frá Þingeyrakirkju laugardaginn 29. janúar kl. 14.00. Ellert Pálmason Pálína Bergey Lýðsdóttir Bjarni Kristinsson Hekla Birgisdóttir Pálmi Ellertsson Oddný Rún Ellertsdóttir barnabörn og fjölskyldur þeirra Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi Þorvarður Guðjónsson fv. frkvstj. frá Hesti í Önundarfirði, Fannborg 8, Kópavogi, andaðist þann 24. janúar 2011. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 31. janúar kl. 15.00 Marta Bíbí Guðmundsdóttir Ásgeir H. Þorvarðarson Sólveig Hrafnsdóttir Sveinfríður G. Þorvarðardóttir Herluf M. Melsen R. Svanhvít Þorvarðardóttir Arnar Ingólfsson Hjördís Erlingsdóttir Jóhanna Erlingsdóttir Sigurður Hjálmarsson Geirný Ósk Geirsdóttir Erik Stöhle barnabörn og langafabörn. Ástkær maður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, Helgi Garðarsson Bakkastíg 1, Eskifirði, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað að morgni fimmtudagsins 20. janúar. Verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 29. janúar kl. 14.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Jóna Herdís Hallbjörnsdóttir Jens Garðar Helgason Sturla Már Helgason Ingibjörg Gunnarsdóttir Guðbjörg Gunnarsdóttir Sveinbjörg Gunnarsdóttir og aðrir aðstandendur. 1788 Fyrsta nýlenda Evrópumanna í Ástralíu er stofnuð, fanga- nýlendan hlaut síðar nafnið Sydney. 1866 Ísafjörður fær kaupstaðarréttindi. Þá bjuggu þar 220 manns. 1953 Neytendasamtökin eru stofnuð. 1965 Hindí er gert að opinberu tungumáli Indlands. 1970 Handknattleiksfélag Kópavogs er stofnað. 1970 Simon and Garfunkel senda frá sér lagið Bridge Over Troubled Water. 2009 Geir Haarde slítur stjórnarsamstarfi við Samfylkinguna. FÓTBOLTAÞJÁLFARINN JOSÉ MOURINHO er 48 ára í dag „Ég hef unun af vinnunni minni. Ég nýt hverrar einustu mínútu í starfi.“48 Þennan dag árið 1906 var verkamannafélagið Dags- brún stofnað. Að því var nokkurra ára aðdragandi sem má rekja til stofnunar fyrsta verkamannafélags- ins á Íslandi á Seyðisfirði árið 1897. Næstu ár var hugað að stofnun verkamannafélaga víðar um land og komst skriður á málin í Reykjavík síðla árs árið 1905 þegar hópur manna hittist til að leggja drög að stofnun félags. Á nýársdag árið 1906 hófst svo útgáfa Alþýðublaðsins (eldra), fyrsta verkamannablaðsins á Íslandi, og stóð útgáfa þess í á annað ár. Þegar kom að stofnfundi Dagsbrúnar, höfðu hátt í 400 menn undirritað stofnskrá félags- ins. Sigurður Sigurðsson búfræðingur var kjörinn fyrsti formaður félagsins. Á fundinum voru jafnframt gerðar samþykktir um kaupgjald og vinnutíma. Var þar miðað við að venjulegur dagvinnutími teldist ellefu klukkustundir í stað tólf klukkustunda áður. Síðar sama ár varð Dagsbrún eitt af stofnfélögum Verkamannasambands Íslands, sem stofnað var í Reykjavík 15. nóvember. ÞETTA GERÐIST 26. JANÚAR ÁRIÐ 1906 Verkamannafélagið Dagsbrún stofnað Lífshlaupið fer nú enn af stað og allir hvattir til að vera með. Á morgun hefst skráningaleikur Rásar 2 og ÍSÍ í Lífshlaupið. Á hverjum virkum degi, í viku áður en keppni hefst og allan tímann meðan á keppni stendur, verður dreginn út einn bekkur og eitt lið í þættinum Virkir morgnar á Rás 2, en í vinning er glæsileg ávaxtakarfa frá hollustufyrirtækinu Ávaxtabílnum. Einungis þarf að skrá til leiks í vinnustaðakeppnina eða hvatningarleik grunnskólanna til að komast í pottinn. Skráðu þig í lífshlaupið!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.