Fréttablaðið - 26.01.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.01.2011, Blaðsíða 2
2 26. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR Rafn, var þetta í síðasta skipti sem þú leyfir pabba gamla að vinna? „Já. Í næsta móti verða slagsmál og alls engin miskunn.“ Rafn Kumar Bonifacius tapaði í úrslitaleik gegn Ray Bonifacius í stórmóti Tennis- sambands Íslands um liðna helgi. Rafn, sem er sextán ára, er sonur Rays. DÓMSMÁL Hannes Smárason hefur höfðað mál á hendur ríkissjóði vegna kyrrsetningar á eignum hans og fjármunum. Dómstólar felldu kyrrsetninguna úr gildi og krefst Hannes bóta á grund- velli þess. Það var tollstjóri sem kyrrsetti eignir Hannesar að beiðni skatt- rannsóknastjóra vegna rann- sóknar á meintum skattalaga- brotum í rekstri FL Group. Farið var fram á kyrrsetningu á eign- um að andvirði 150 milljóna, en einu eignirnar sem fundust voru tveir bílar, Lincoln Navigator og Range Rover, hvor metinn á fjór- ar milljónir, og bankainnistæður fyrir sjö og hálfa millj- ón. Það var allt kyrr- sett. Jafnframt voru eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Skarphéðins Berg Steinarssonar og Jóns Sigurðssonar kyrrsettar. Kyrrsetningunni var síðan hnekkt bæði í héraðsdómi og Hæstarétti vegna þess að í lögum var ekki kveð- ið á um að kyrrsetja mætti eign- ir vegna gruns um brot á lögum um virðisaukaskatt – heldur einungis tekjuskatt. Í lögum um kyrrsetningu er kveðið á um að við þær aðstæður skuli sá miski og það fjártjón sem kyrrsetning- in olli bætt. Sé ekki hægt að sanna fjártjón geti dóm- ari ákveðið skaðabæt- ur að álitum. Skarp- héðinn Berg hefur þegar höfðað mál af þessu tagi. - sh FÓLK Meðal markmiða Helgu Marínar Bergsteinsdóttur, heilsu- og íþróttafræðings, er að fara á 101 stefnumót á einu ári með jafn mörgum mönnum með mismun- andi bakgrunn og skrifa bók um reynsluna. Hún býr í Dubai og hefur þegar farið á 30 stefnumót síðan í október 2010. „Í byrjun fannst mér allir karl- menn í Dubai hugsa bara um eitt en þegar ég sjálf fór að leita að því besta í hverjum manni ger- breyttist viðmót þeirra. Nú hef ég gert stefnumót við þá að ævin- týraleiðangri,“ segir hún. - gun / sjá Allt Nýstárleg rannsókn: Ætlar á 101 stefnumót DANMÖRK Danska stjórnin ætlar að afnema svokölluð eftirlaun, sem Danir hafa átt kost á að taka allt að fimm árum áður en þeir fara á ellilífeyri. „Við getum ekki tekið velferð- ina að láni,“ sagði Lars Løkke Pedersen, forsætisráðherra Dan- merkur, þegar hann fylgdi úr hlaði frumvarpi um afnám eftir- launanna. „Við höfum ekki efni á að borga heilbrigðu fólki fyrir að vinna ekki.“ Á þingi sagði hann það grafa undan trúverðugleika dansks efnahagslífs takist stjórnin ekki á við þau vandamál sem við blasa. Hann hafði áður boðað þessa sparnaðaraðgerð í nýársávarpi sínu. - gb Danska stjórnin sparar: Boðar afnám eftirlaunanna SVEITARSTJÓRNIR Guðný Dóra Gestsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í bæjarráði Kópavogs, hefur sett þar fram fyrir- spurn um kostn- að sem bær- inn bar vegna utanlandsferða Gunnars I. Birg- issonar, fyrrver- andi bæjarstjóra og formanns bæjarráðs. Fyr- irspurnin nær til áranna 2004 til 2009 og varðar ferðir hans til Spánar, Rússlands, Kína, Kanada, Ekvador og Írlands. „Einnig væri fróðlegt að fá upplýsingar um boðsferðir á vegum fyrirtækja sem Gunnar þáði í tíð sinni sem bæjarstjóri og formaður bæjar- ráðs,“ segir í fyrirspurn Guðnýj- ar sem Rannveig Ásgeirsdóttir frá Y-lista Kópavogsbúa kvaðst taka undir. - gar Spurt í bæjarráði Kópavogs: Hvað kostuðu ferðir Gunnars? HNITBJÖRG Forráðamenn Listasafns Einars Jónssonar vilja byggja við safnið. SKIPULAGSMÁL Forstöðumaður Listasafns Einars Jónssonar, Júlí- ana Gottskálksdóttir, vill rök- stuðning frá lögfræðingi skipu- lagssviðs Reykjavíkurborgar fyrir að safnið fái ekki að grenndar- kynna fyrirhugaða stækkun safns- ins á Skólavörðuholti. Ætlunin er meðal annars sú að reisa nýja við- byggingu austan við safnið. Að því er kemur fram í bréfi Júlíönu til skipulagsstjóra mun því borið við að lagaumhverfið sé flókið og að staða húseigenda sem hyggi á breytingar á húsum sínum sé óljós. Í vændum sé hverfis- skipulag í stað deiliskipulags og gæti sú breyting tekið um tvö ár. Forstöðumaðurinn segir að bráða- birgðaskáli frá 1983 sé orðinn alls ófullnægjandi. - gar Listasafn fær ekki stækkun: Vilja rök frá borgarskipulagi GUÐNÝ DÓRA GESTSDÓTTIR Hannes Smárason vill bætur vegna kyrrsetningar í tengslum við rannsókn á FL: Hannes krefur ríkið um bætur HANNES SMÁRASON ORKUMÁL Móta þarf heildstæða auð- lindastefnu í landinu sem byggir á sjálfbærni og ljúka við mótun heildstæðrar orkustefnu. Þetta er meðal niðurstaðna áfangaskýrslu starfshóps um lagaramma orku- vinnslu sem iðnaðarráðherra kynnti ríkisstjórn í gær. Starfshópurinn er skipaður fulltrúum frá fimm ráðherrum og þingflokkum stjórnarflokk- anna. Hann skilar endanlegri skýrslu til ráðherra í lok þessa mánaðar, að fengnum viðbrögð- um þeirra sem að hópnum standa við áfangaskýrslunni. Arnar Guðmundsson, aðstoð- armaður iðnaðarráðherra og for- maður starfshópsins, segir að í vinnu hópsins hafi þegar orðið ljóst að vegna þess hvernig raf- orkumarkaðurinn væri hér upp- byggður væri erfitt að ætla sér að gera breytingar á einhverjum einangruðum þætti hans. Taka þyrfti heildstætt á álitamálum sem upp kæmu. Meginverkefni hópsins var að gera tillögur að því hvernig vinda mætti ofan af einkavæðingu HS Orku. Starfshópurinn leggur til að flýtt verði endurskoðun ákvæða laga um að hámarkslengd leyfilegs leigutíma á nýtingar- rétti auðlinda sé 65 ár, en telur ekki vænlegan kost að þvinga fram breytingu á eignarhaldi HS Orku. „Eignarnám yrði aldrei nema niðurstaða af mjög löngu ferli þar sem búið væri að gera grundvall- ar skipulags- og lagabreytingar á orkumarkaði og menn vissu hvert markmiðið væri með þeim og sátt um þær leiðir,“ segir Arnar. Í áfangaskýrslu starfshópsins er jafnframt bent á að fordæmi séu fyrir öðrum leiðum sem feli í sér að eignir gangi aftur til ríkis- ins á löngum tíma þannig að gangi hvorki gegn eignar- né viðskipta- hagsmunum. Vísað er til löggjafar Norðmanna um svokallað „hjem- fall“ eða langtímainnköllun virkj- anaréttinda einkaaðila og tilheyr- andi orkumannvirkja. - óká ARNAR GUÐMUNDSSON Starfshópur um lagaramma orkuvinnslu hefur skilað ráðherra áfangaskýrslu: Fordæmi er fyrir öðrum leiðum ORKUMÁL Eignarnám ríkisins á HS Orku er ekki á dagskrá, samkvæmt áfangaskýrslu starfshóps um laga- ramma orkuvinnslu sem iðnaðar- ráðherra kynnti ríkisstjórn í gær. Ríkisstjórnin hefur falið iðnað- arráðherra, í samstarfi við fjár- málaráðherra, að taka upp viðræð- ur við HS Orku, eigendur félagsins og hlutaðeigandi sveitarfélög um styttingu leigutíma nýtingarréttar fyrirtækisins. Lögð er áhersla á að tryggja ríkinu ótímabundinn for- kaupsrétt á hlutum Magma Energy Sweden í HS Orku. „Jafnframt er lögð áhersla á að samið verði um kaup opinberra aðila og innlendra aðila eins og lífeyrissjóða á hlutum í HS Orku,“ segir í tilkynningu rík- isstjórnarinnar. Þar kemur einnig fram að ákveðið hafi verið að ganga til samninga við Reykjanesbæ um kaup á jarðauðlindum. Samtök atvinnulífsins hafa á vef sínum eftir Ásgeiri Margeirs- syni, stjórnarformanni HS Orku, að orðspor Íslands meðal erlendra fjárfesta fari versnandi vegna pól- itískrar óvissu og umræðu um þjóð- nýtingu. Nú sé svo komið að menn velti fyrir sér kaupum á trygging- um fyrir pólitískum upphlaupum líkt og tíðkist í ríkjum þar sem stjórnarfar sé óstöðugt og leikregl- ur í viðskiptum óskýrar. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra áréttar að Ísland sé vestrænt réttarríki með stjórnarskrárvarin réttindi. „Gegn þeim verður aldrei gengið nema löggjafinn hafi skil- greint skýra almannahagsmuni sem heimila svo alvarlega aðgerð,“ segir hún og bendir á að umræða sem hér hafi orðið um eignarnám stafi af því að í skýrslu nefndar um orku- og auðlindamál sé setning sérstakra laga um eignarnám HS Orku nefnd sem önnur þeirra leiða sem til greina gætu komið. Þar sé hins vegar ekki mælt með henni, heldur leiðin reifuð lögfræðilega sem kostur. Katrín segir niðurstöðu starfs- hópsins sem nú hafi skilað áliti alveg afdráttarlausa hvað það varði, að við óbreytt fyrirkomulag orkumála verði ekki farið í eignar- nám. Hún segir að í heitum umræð- um um yfirráðarétt þjóðarinnar á auðlindum sínum hafi verið geng- ið á stjórnmálamenn og þeir spurð- ir hvort þeir útilokuðu eignarnám. Hún segir hins vegar engan geta útilokað það, væri um þjóðarhags- muni að tefla. „Við slíkar aðstæður hlytu almannahagsmunir að lokum að ráða. En þetta hefur verið blás- ið upp að ósekju að mínu mati. Nú liggur fyrir að eignarnám er ekki á dagskránni heldur erum við að fara í samninga sem munu tryggja aðkomu hins opinbera að fyrirtæk- inu og vonandi sátt um auðlindanýt- inguna,“ segir hún. olikr@frettabladid.is KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR HS ORKA Starfshópur um lagaramma orkuvinnslu lagði meðal annars til við iðnaðar- ráðherra að stefnt yrði að því að stytta leigutíma á nýtingarrétti auðlinda þannig að hann yrði í anda yfirlýstra markmiða stjórnvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Eignarnám HS Orku er ekki á dagskránni Iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra eiga samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar að semja við HS Orku um styttingu leigutíma nýtingarréttar fyrirtækisins. Stjórnarformaður HS Orku segir orðspor Íslands meðal fjárfesta fara versnandi. Leigutími styttur Í tilkynningu ríkisstjórnarinnar kemur fram að iðnaðarráðherra leggi á vorþingi fram frumvarp til laga þar sem hámarksleigutími á nýtingarrétti vatns- og orkuauðlinda verði styttur úr þeim 65 árum sem skilgreind voru með lögum nr. 58/2008. „Samhliða þessu mun undirbúningur hefjast að mótun heildstæðrar auðlindastefnu,“ segir þar. VIÐSKIPTI Sala á nýjum vélsleðum hefur ekki verið jafn mikil á Íslandi síðustu ár segja söluaðil- ar. Menn veigra sér ekki við að greiða háar fjárhæðir fyrir og eru dæmi um að sérbreyttir vélsleð- ar seljist á allt að fimm milljónir króna. Biðlistar eru eftir nýjum sleðum. „Menn gera kröfur um að tækin uppfylli allar þeirra helstu þarfir. Þetta er að verða ein stór og skemmtileg pissukeppni,“ segir Alexander Kárason, hjá Sleða- skólanum. - rve / sjá Allt í miðju blaðsins Breytingar á vélsleðamarkaði: Bið eftir nýjum vélsleðum SPURNING DAGSINS Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 196.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum, frítt í flug fyrir golfsettið, gisting í 9 nætur með hálfu fæði, ótakmarkað golf í 9 daga, fararstjórn og akstur. Fríar golfkerrur og æfingaboltar á La Sella. Verð á mann í tvíbýli: Golf í vor Níu daga golfdúett14.–23. apríl • Tveir frábærir golfvellir • Tvö 4* og 5* hótel • 3 dagar á Bonalba og 6 dagar á La Sella FLEIRI DA G- SETNINGA R Í BOÐI Í AP RÍL! 9., 23. og 30. apríl Golfferðir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.