Fréttablaðið - 26.01.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.01.2011, Blaðsíða 32
 26. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR24 sport@frettabladid.is 20 DAGAR INGIMUNDUR INGIMUNDARSON gat ekki spilað með íslenska landsliðinu í gær en hann meiddist á hné í leik Íslands og Spánar á mánudaginn. Akureyringurinn Oddur Gretarsson var kallaður í hópinn í hans stað og var því á skýrslu í sínum fyrsta landsleik á stórmóti í gær. Ingimundur skoraði sjö mörk fyrir Ísland á HM og var fastamaður í vörn liðsins. Henry Birgir Gunnarsson og Valgarður Gíslason fjalla um HM í Svíþjóð henry@frettabladid.is - valgard.gislason@365.is Enska úrvalsdeildin Blackpool - Manchester United 2-3 1-0 Craig Cathcart (15.), 2-0 DJ Campbell (43.), 2-1 Dimitar Berbatov (72.), 2-2 Javier Hernandez (74.), 2-3 Berbatov (88.). Wigan - Aston Villa 1-2 0-1 Gabrial Agbonlahor (50.), 0-2 Ashley Young, víti (61.), 1-2 James McCarthy (80.). STAÐA EFSTU LIÐA Man. United 23 14 9 0 51-21 51 Arsenal 23 14 4 5 48-22 46 Man. City 24 13 6 5 37-20 45 Chelsea 23 12 5 6 42-19 41 Tottenham 23 10 8 5 32-26 38 Sunderland 24 9 10 5 28-24 37 Blackburn 24 9 4 11 31-37 31 Enski deildabikarinn Arsenal - Ipswich 3-0 1-0 Nicklas Bendtner (61.), 2-0 Laurent Koscielny (64.), 3-0 Cesc Fabregas (77.). Enska B-deildin Porstmouth - Burnley 1-2 Hermann Hreiðarsson kom inn á sem varamaður hjá Portsmouth á 89. mínútu. Enska C-deildin Brighton - Colchester 2-0 Matthías Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður í liði Colchester á 83. mínútu. Asíukeppnin UNDANÚRSLIT Japan - Suður-Kórea 2-2 (3-0 í vsp.) Úsbekistan - Ástralía 0-6 Úrslitaleikurinn fer fram á laugardaginn. ÚRSLIT FÓTBOLTI Manchester United er enn ósigrað í ensku úrvalsdeildinni og með fimm stiga forskot á toppnum þrátt fyrir að hafa komist í hann krappan á Bloom- field Road í gærkvöldi. Manchester United lenti 2- 0 undir en skoraði þrjú mörk á fimmtán mínútna kafla undir lok leiksins og tryggði sér 3-2 sigur á Blackpool. Dimitar Berbatov skoraði tvö mörk og ofurvara- maðurinn Javier Hernandez það þriðja en öll mörkin komu eftir að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, setti Hernandez inn á fyrir Wayne Rooney á 66. mínútu. Charlie Adam sýndi af hverju Liverpool hefur svona mikinn áhuga á honum því hann átti frábær- an leik á miðju Blackpool og bæði mörk liðsins voru skallamörk (Craig Cathcart á 15. mínútu og DJ Campbell á 43. mínútu) eftir frábærar hornspyrnur frá honum. Blackpool átti fyllilega skilið að vera 2-0 yfir í hálfleik en það má aldrei afskrifa Manchester United eins og sást í síðari hálfleiknum. Það tók Manchester United 72 mínútur að opna markareikninginn sinn þegar Dimitar Berbatov skoraði eftir fyrirgjöf Darrens Fletcher. Hernández jafnaði leikinn á 74. mínútu eftir stungusendingu frá Ryan Giggs og Berbatov skoraði síðan sigurmarkið á 87. mínútu eftir sendingu frá Paul Scholes. Þetta var tuttugasta markið hans á tímabilinu. - óój Topplið ensku úrvalsdeildarinnar lenti 2-0 undir en vann 3-2 sigur á Blackpool: Mögnuð endurkoma United DIMITAR BERBATOV Búlgarinn hefur skorað fimm mörk á fjórum dögum og er kominn með 20 mörk á tímabilinu. MYND/AFP HM 2011 Vignir Svavarsson stóð í ströngu í leiknum í gær og var í stanslausum slag við Nikola Karabatic allan leikinn þar sem skeytasendingar gengu þeirra á milli. „Þetta var bara handbolti. Það var ekkert sérstakt í gangi,“ sagði Vignir yfirvegaður en hann bauð Karabatic eitt sinn höndina í leiknum en Frakkinn hafði ekki áhuga á því að heilsa Vigni. „Það var eitthvað gott grín hjá honum. Mér fannst það mjög fyndið.“ - hbg Vignir Svavarsson: Karabatic var fyndinn VIGNIR SVAVARSSON Skorar hér eitt af þremur mörkum sínum á móti Frökkum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI „Þetta var ekki auð- veldur leikur. Við vildum ná sigri án þess að leikmenn myndu meið- ast og til að ná efsta sætinu í riðl- inum. Við gerðum það og erum ánægðir,“ sagði Gille í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Íslendingar töpuðu öllum þremur leikjunum í milliriðlin- um, eftir að hafa komið þangað með fullt hús stiga. Gille sagði að Íslendingar hefðu vel getað gert betri hluti í mótinu. „Þetta var mjög sterkur riðill. Á þessu stigi eru öll lið nokkuð jöfn og það eru smáatriðin sem skipta máli,“ sagði Gille. - sjj Frakkinn Bertrand Gille: Þetta var mjög sterkur riðill BETRAND GILLE Frakkar leyfðu öllum að spila í gær. MYND/AFP HM 2011 Þó svo að Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari væri afar ósáttur við að fá engin stig í milliriðlinum þá reyndi hann að taka það jákvæða úr leiknum gegn Frakklandi í gær. „Ég er orðinn hundleiður á því að tapa fyrir Frökkum. Það sem mér fannst samt jákvætt við þenn- an leik er að sóknarleikurinn hjá okkur var frábær. Það var mikil hreyfing á liðinu og mörk komu í öllum regnbogans litum. Við vorum samt líka óheppnir með skot í fyrri hálfleik. Svo misnot- uðum við mörg dauðafæri í seinni hálfleik og munurinn hefði getað verið minni,“ sagði Guðmundur. „Eftir að við missum Sverre af velli með rautt spjald var svolítið á brattann að sækja. Sérstaklega þar sem við vorum líka án Didda. Ég var tiltölulega ánægður samt með vörnina hjá okkur.“ Ísland mætir Króatíu á föstu- dag í leiknum um fimmta sætið á HM og er um leið búið að tryggja sér þátttökurétt í umspili um laust sæti á Ólympíuleikunum í London árið 2012. „Ég er mjög svekktur að fá engin stig í þessum milliriðli. Það eru tveir leikir sem svíða. Ég er mjög svekktur með Þjóðverjaleikinn og svo segir það sig sjálft að ég er ekki ánægður með leikinn á móti Spáni. Við erum samt komnir í þá stöðu að spila um fimmta sætið á HM og getum með sigri gegn Kró- ötum jafnað besta árangur Íslands á HM frá upphafi,“ sagði Guð- mundur en hann vill enda mótið á jákvæðan hátt. „Við stefnum að því að loka þessu móti með sigri. Við munum gefa allt í það. Stóru tíðindin er að komast í umspil um ólympíu- sæti. Við erum ánægðir að ná því og auðvitað viljum við enda svona mót með sigri.“ Guðjón Valur Sigurðsson bar sig ágætlega eftir tapið í gær en var engu að síður svekktur með milli- riðilinn. „Það er klárt mál að milliriðill- inn er gríðarleg vonbrigði enda töpum við öllum leikjunum þar. Þjóðverjaleikurinn fór með þetta. Við náðum okkur ekki eftir það tap. Er maður hugsar til baka er það gríðarlega sárt að hafa tapað þeim leik,“ sagði Guðjón. „Við erum samt að spila um fimmta sætið eins ótrúlegt og það hljómar. Það er ekki beint léleg- ur árangur. Auðvitað ætluðum við okkur stóra hluti. Það þarf ekki að spyrja að því hversu stóra. Menn hljóta að geta áttað sig á því. Við viljum skilja við mótið með stæl. Við gáfum allt í Frakkaleikinn en við erum orðnir svolítið fámennir.“ HUNDLEIÐUR Á ÞVÍ AÐ TAPA FYRIR FRÖKKUM Guðmundur Guðmundsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru svekktir með árangurinn í milliriðlinum en minna á að það sé góður árangur að spila um fimmta sætið á heimsmeistaramóti. Ísland tapaði fyrir Frakklandi í gær. EITTHVAÐ SVO BROSLEGT Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari gat ekki annað en brosað eftir skrítinn dóm hjá make- dónsku dómurunum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Arsenal tryggði sér í gær sæti í úrslitaleik ensku deildabikarkeppninnar eftir 3-0 sigur á Ipswich og 3-1 samanlagt. Liðið mætir annaðhvort West Ham eða Birmingham í úrslitum en þessi lið mætast í kvöld. „Þetta verður erfiður úrslita- leikur en við munum gera okkar besta. Stuðningsmenn okkar eiga skilið að fá bikar,“ sagði Cesc Fabregas sem skoraði eitt marka Arsenal í leiknum en tæp sex ár eru liðin síðan Arsenal vann síðast titil. - esá Arsenal vann Ipswich: Arsenal í úrslit SKORAÐI Robin van Persie í baráttunni í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.