Fréttablaðið - 26.01.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.01.2011, Blaðsíða 8
 26. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR Stjórnlagaþing var (og er) eitt af höfuðmálum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Hafa hún og marg- ir aðrir stjórnarliðar margsinnis lýst mikilvægi þess í ræðu og riti. Fjallað var um stjórnlagaþing í samstarfsyfirlýsingum beggja ríkisstjórna Samfylkingarinnar og VG. Í hátíðarræðu 17. júní síðastlið- inn sagðist Jóhanna Sigurðardóttir binda miklar vonir við stjórnlaga- þing. „Ég tel að hér sé á ferðinni eitt merkasta mál sem samþykkt hefur verið á Alþingi og að með samþykkt þess sé stigið afar stórt skref í lýðræðisátt.“ Síðar í ræð- unni sagði hún stjórnlagaþingið að mörgu leyti geta markað upphaf nýs kafla í stjórnmálum og stjórn- skipan landsins. Í ræðu á Alþingi í byrjun sept- ember síðastliðins sagði Jóhanna að fram undan væri eitt viðamesta samfélagsverkefni samtímans, „að þjóðin semji sér nýja stjórnarskrá frá grunni og móti nýjan ramma um allt íslenska stjórnkerfið. Þetta er lýðræðisverkefni sem kallað hefur verið eftir í áratugi og með samþykkt Stjórnlagaþingsins verð- ur það nú loks að veruleika.“ Jóhanna og ýmsir fleiri stjórn- málamenn hafa undanfarna mán- uði og misseri margsinnis sagt mikilvægt að stjórnlagaþing taki tiltekin málefni til athugunar og meðferðar. Um ýmis verkefni þess er enda kveðið í lögum um þingið. Í áramótagrein í Fréttablaðinu sagði Jóhanna til dæmis að á vett- vangi stjórnlagaþings yrðu tekn- ar ákvarðanir um stórmál sem gætu varðað veg þjóðarinnar um ókomna tíð. „Sameign Íslendinga á auðlindum, framtíð forsetaemb- ættisins, þingræðisins og þjóð- kirkjunnar, aukið vægi þjóðar- atkvæðagreiðslna og þá hugmynd að landið verði eitt kjördæmi.“ Jóhanna hefur lengi verið þeirr- ar skoðunar að efna beri til stjórn- lagaþings. Flutti hún fyrst frum- varp þess efnis árið 1994. Í grein sem hún skrifaði í Fréttablað- ið í aðdraganda stjórnlagaþing- skosninganna í nóvember sagðist hún lengi hafa talað fyrir daufum eyrum í þessum efnum en eftir efnahags- og stjórnmálahrunið 2008 hefðu viðhorfin breyst. Sagði hún þingið eiga sér fáar hliðstæður í heiminum og væntanlega myndi það hafa áhrif á lýðræðisþróun og aðferðafræði við mótun stjórnar- skráa. -bþs Eitt höfuðmála stjórnarinnar Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru flestir alla tíð á móti stjórn- lagaþingi. Við atkvæðagreiðslu um málið lýsti Birgir Ármannsson því yfir að flokkurinn féllist ekki á hugmyndina um stjórnlagaþing og gæti því ekki stutt það. Áður sagði hann flokkinn hins vegar hafa tekið þátt í vinnu á vettvangi alls- herjarnefndar við að reyna að lag- færa og betrumbæta frumvarpið um þingið og taldi hann breytingar sem á því voru gerðar hafa verið til bóta. Við atkvæðagreiðsluna sátu ellefu þingmenn flokksins hjá, þrír voru fjarverandi en einn, Óli Björn Kárason, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Einn þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, Jón Gunn- arsson, var hins vegar hlynntur stjórnlagaþingi og sagði já. - bþs Sjálfstæðismenn á móti ALÞINGI Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra sagði á Alþingi í gær að þrír möguleikar virtust í stöðunni í framhaldi af dómi Hæstaréttar um að ógilda stjórnlagaþingskosningar. Fyrsti möguleikinn væri að hætta við þingið, sem hún teldi ekki koma til greina. Annar möguleiki væri að bæta úr þeim ágöllum sem Hæsti- réttur hefði fundið að og halda nýjar kosningar. Þriðji möguleikinn væri að kjósa þá 25 sem hlotið hefðu kosningu í ólögmætri kosningunni í stjórnlaganefnd eða stjórnlagaþing í umboði Alþingis. Forsætisnefnd Alþingis þyrfti að fjalla um framhald málsins ásamt landskjörstjórn og innanríkisráðu- neyti. „Við getum ekki gefið þjóðinni langt nef með því að hætta við að hafa stjórnlagaþing,“ sagði Jóhanna, sem skoraði á stuðningsmenn þings- ins að taka höndum saman um að finna leiðir til þess að þingið færi fram. „Setjumst yfir það að finna lausn á þessu vandamáli.“ Hálfdapurlegt væri að sjá hlakka í talsmönnum „íhaldsins“ vegna dóms Hæstaréttar: „Það er ljóst að stjórnlagaþing hefur alltaf verið eitur í beinum íhaldsmanna,“ sagði Jóhanna. „Þetta er í fyrsta skipti í sögu þessa lýðræðisríkis sem Hæsti- réttur sér sig knúinn til að ógilda almennar kosningar,“ sagði Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins. Það gerði rétturinn ekki vegna smávægilegra ágalla held- ur vegna þess að allur lagagrund- völlur málsins væri skakkur. Hún hvatti forsætisráðherra til að íhuga stöðu sína nú þegar ógilda hefði þurft almennar kosningar í land- inu vegna vinnubragða ríkisstjórn- arinnar. „Þetta er enn eitt dæmið um þær ógöngur sem stjórn þessa lands er komin í,“ sagði Ólöf. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra sagði að niðurstöðuna bæri að virða og taka alvarlega. „En ég vek athygli á því að í engu tilviki telur nokkur maður á sér hafa verið brotið.“ „Ég segi til hamingju með daginn, ríkisstjórn,“ sagði Vigdís Hauks- dóttir, Framsóknarflokki. „Það mis- tekst allt hjá ykkur sem þið komið nálægt.“ „Baráttan um framtíð Íslands stendur yfir. Mikilvægast er að stjórnlagaþingið verði haldið og að við fáum róttæka endurskoðun á stjórnarskránni,“ sagði Margrét Tryggvadóttir, Hreyfingunni. „Við vissum að á leiðinni að nýrri stjórn- arskrá væru margar þúfur, við höfum nú hrasað um eina þeirra.“ peturg@frettabladid.is Jóhanna ætlar ekki að hætta við þingið Forsætisráðherra segir íhaldið hlakka yfir dómi Hæstaréttar um framkvæmd kosninga til stjórnlagaþings. Ekki komi til greina að hætta við þingið. FRA ALÞINGI Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á þingi í gær að þrír möguleikar væru í stöðunni. Hún telur ekki koma til greina að hætta við stjórnlaga- þingið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÁKVÖRÐUN HÆSTARÉTTAR: Stjórnlagaþingskosningar ógildar Safnaðu litlum lis taverkum ÓÁNÆGÐIR 2,7% HVORKI NÉ 6,8% Samkvæmt nýrri þjónustukönnun eru meira en 90% viðskiptavina okkar ánægðir með þjónustuna. Komdu við í útibúum okkar eða hringdu og kannaðu hvers vegna viðskiptavinir okkar eru svona ánægðir. DÆMI UM UMMÆLI ÚR ÞJÓNUSTUKÖNNUNINNI „Fólkið er frábært og yndislegt.“ „Mæli með ykkur og veit að sumt af mínu fólki hefur komið til ykkar.“ „Æðisleg þjónusta.“ „MP er frábær banki. Takk fyrir mig.“ VIÐSKIPTAVINA ÁNÆGÐIR Þjónustukönnunin var gerð af Capacent fyrir MP banka í september Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.