Fréttablaðið - 07.02.2011, Page 19
FASTEIGNIR.IS
7. FEBRÚAR 20116. TBL.
Fasteignasalan Eignamiðlun hefur til sölu glæsi-
lega íbúð með fallegu sjávarútsýni við Löngu-
línu í Garðabæ.
Í búðin er á efstu hæð í húsi sem stendur vestast á tanganum við Sjálandið í Garðabæ. Hún er sér-staklega vönduð með mikilli lofthæð og stórum
gluggum. Marmari og parket er á gólfum og vandað-
ar innréttingar. Stæði fylgir í lokaðri bílageymslu.
Íbúðin er um 150 fm og skiptist í forstofu, tvö
svefnherbergi, sjónvarpsherbergi, baðherbergi, eld-
hús og stofu. Þvottaherbergi er innan íbúðar. Í kjall-
ara er sérgeymsla.
Komið er inn í forstofu með marmaragólfi. Svefn-
herbergin eru parketlögð með fataskápum. Baðher-
bergið er marmaralagt í hólf og gólf með glæsilegri
sturtuaðstöðu og vandaðri innréttingu. Góð innrétt-
ing í þvottaherbergi. Eldhúsið er opið inn í stofu með
marmara á gólfi og vönduðum innréttingum. Granít
er á borðum. Stofan er sérstaklega glæsileg með stór-
um útsýnisgluggum.
Marmari er á gólfi en miðja stofunnar er römm-
uð inn með fallegu parketi. Suðursvalir eru frá stofu
með fallegu sjávarútsýni.
Húsið stendur við sjóbaðströndina í Sjálandshverf-
inu og er útsýnið með því betra sem gerist.
Eign fyrir vandláta
Hátt er til lofts í stofunni og ægifagurt útsýni til sjávar.
heimili@heimili.is
Sími 530 6500