Fréttablaðið - 09.02.2011, Qupperneq 4
4 9. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR
STJÓRNSÝSLA Farið hefur verið fram
á að Hæstiréttur taki upp ákvörð-
un sína um ógildingu kosninganna
til stjórnlagaþings vegna galla á
málsmeðferðinni og að ógildingin
verði felld úr gildi ellegar atkvæði
talin á nýjan leik.
Gísli Tryggvason, einn þeirra
25 sem náðu kjöri á stjórnlaga-
þingið, lagði fram beiðni um þetta
í Hæstarétti í gær. Hún var unnin
í samstarfi við nokkra aðra úr hópi
hinna kjörnu og kynnt meirihluta
25-menninganna á fundi í fyrra-
kvöld þar sem hún mæltist vel
fyrir að sögn Gísla.
Rökin fyrir endurupptöku eru
þau að málið geti ekki talist
fullrannsakað af hálfu Hæstarétt-
ar. Ákvörðunin byggist að miklu
leyti á þeim ágalla á kosningunni
að atkvæði hafi verið rekjan-
leg til kjósenda. Um
það atriði segir
í n iðu rstöðu
Hæstaréttar að
„alkunna“ sé
að stemma af
fjölda kjós-
e nd a s e m
mæta á kjör-
stað með því
að rita nafn
nöfn þeirra
í þeirri röð
s em þ ei r
mæta. Vegna
þess að kjör-
seðlar voru
merktir með
auðkennisnúm-
erum hefði þannig
mátt komast að því
hver átti hvaða seðil.
Í endurupptöku-
beiðninni er þessu
mót m ælt sem
ósönnuðu, og
meðal annars
vitnað til nokk-
urra einstaklinga
sem starfað hafa
að kosningum
og kannast ekki við
skráningu af því tagi
sem Hæstiréttur lýsir
sem alkunnu verklagi.
Því er það mat Gísla að Hæstirétt-
ur hafi byggt ákvörðun sína á röng-
um eða ófullnægjandi upplýsingum
og beri að skoða málið á nýjan leik
og kanna það þá til hlítar.
Verði fallist á endurupptöku-
beiðnina er það aðalkrafa Gísla að
ákvörðun Hæstaréttar verði snúið
og kosningin talin gild, enda hafi
ekkert komið fram um að ágall-
arnir hafi haft áhrif á niðurstöðu
kosninganna.
Varakrafan er sú að atkvæðin
verði talin á nýjan leik, og legg-
ur Gísli til að þá yrði komið í
veg fyrir öll vafaatriði; auðkenni
afmáð og ný færð inn ef þurfa
þykir, óháð hinum, talningin fari
fram fyrir opnum dyrum og jafn-
vel handvirkt.
„Tíminn er naumur – það er vika
til stefnu,“ segir Gísli, og vísar til
þess að stjórnlagaþing hefði átt að
taka til starfa 15. febrúar. Hann
vonast til að botn fáist í málið fyrir
þann tíma. stigur@frettabladid.is
Húsnæðið þar sem verslunin Sautján
var til húsa á Laugaveginum er númer
89-91 en ekki 66 eins og ranglega
kom fram í Fréttablaðinu í gær.
LEIÐRÉTTING
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og
stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavík-
ur, vill koma því á framfæri að ólíkt
því sem skilja mátti af frétt Frétta-
blaðsins í gær sé hann ekki ósáttur
við ráðningu Bjarna Bjarnasonar í
forstjórastól Orkuveitunnar. Hann
sé hins vegar óánægður með það
hvernig staðið var að ráðningunni.
ÁRÉTTING
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað-
fest framlengingu á gæsluvarð-
haldi yfir Andra Vilhelm Guð-
mundssyni, 24 ára Keflvíkingi
sem grunaður er um lífshættu-
lega líkamsárás í Hafnarstræti á
nýársnótt.
Fyrir liggur að Andri lenti þar
í átökum við annan mann og svo
virðist sem hann hafi síðan hrint
honum niður steintröppur og því
næst sparkað í og traðkað ítrekað
á höfði hans. Því neitar Andri þó.
Maðurinn var heppinn að sleppa
lifandi. Búið er að gefa út ákæru
á hendur Andra fyrir sérstaklega
hættulega líkamsárás. Hann mun
sitja í gæsluvarðhaldi til 4. mars
hið minnsta.
Andri var í nóvember dæmdur
í tveggja og hálfs árs fangelsi
fyrir tvær alvarlegar líkams-
árásir og rán. - sh
Lúbarði mann nýdæmdur:
Ofbeldismaður
áfram í haldi
Efast um „alkunna“
ályktun Hæstaréttar
Fulltrúi á hinu ógilta stjórnlagaþingi krefst þess að Hæstiréttur rannsaki málið
upp á nýtt. Ekki sé sannað að rekja hafi mátt atkvæði til kjósenda. Hann vill
endanlega niðurstöðu í málið fyrir 15. febrúar, þegar þingið átti að hefja störf.
Það er Hæstiréttur sjálfur sem tekur afstöðu til endur-
upptökubeiðninnar. Gísli fer fram á það að Jón Steinar
Gunnlaugsson víki úr dómnum, enda hafi hann gert sig
vanhæfan með viðtali í þættinum Návígi, þar sem hann
ræddi meðal annars um ákvörðun Hæstaréttar.
Gísli segir að Jón Steinar hafi upplýst í viðtalinu að
hann hafi beitt öfugri sönnunarfærslu í málinu, það er
að hann hafi fallist á ógildingu af því að ómögulegt sé
að vita hvort ágallarnir hafi haft áhrif á niðurstöðuna.
Með því hafi hann auk þess varpað vafa á það hvort
rannsóknarreglu réttarins hafi verið gætt við málsmeð-
ferðina.
Telur Jón Steinar vanhæfan eftir viðtal
Tíminn er
naumur
– það er vika til
stefnu.
GÍSLI TRYGGVASON
ÓGILTUR STJÓRNLAGA-
ÞINGSFULLTRÚ
HEILBRIGÐISMÁL Stöðugildum við
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
fækkar um tæplega tuttugu
stöðugildi vegna breytinga sem
verða á rekstri á árinu. Fjár-
veiting til stofnunarinnar í fjár-
lögum 2011 var lækkuð um 113
milljónir króna en heildarlækk-
un fjárveitinga til stofnunarinn-
ar á árunum 2009 til 2011 nemur
samtals um 21 prósenti, að því er
kemur fram í fréttatilkynningu.
Þar segir að fækkun stöðu-
gilda komi fram í því að ekki
hafi verið endurráðið í stöðu-
gildi sem hafa losnað, starfshlut-
föll nokkurra starfsmanna hafi
verið lækkuð og í örfáum tilfell-
um hafi verið um uppsagnir að
ræða. - shá
Heilbrigðisstofnun hagræðir:
Stöðugildum
fækkar um 20
SVÍÞJÓÐ Sérstök sólgleraugu til
varnar leysigeislum verða senn
komin í alla lögreglubíla í Sví-
þjóð, en tilgangurinn er að verja
lögregluþjóna gegn augnskaða
sem getur orsakast af bláum og
grænum geislum.
Í frétt á vef lögreglunnar í Sví-
þjóð segir að algjör sprenging
hafi verið í tilfellum þar sem ráð-
ist er á fólk með leysigeislum.
Gleraugun munu ekki aðeins
verja augu lögregluþjóna gegn
leysigeislum heldur eru þau
einnig höggþolin.
Tvenn gleraugu verða í
hverjum lögreglubíl í landinu,
en landhelgisgæslan, tollgæslan
og fangaverðir munu einnig geta
keypt gleraugun.
Sænsk yfirvöld vinna nú mark-
visst gegn fjölgun leysibendla og
dreifa meðal annars fræðsluefni
til ferðamanna sem eru á leið úr
landi, enda eru flest ljós af þessari
tegund keypt utanlands.
Geislavarnir ríkisins hér á landi
lögðu nýlega til, ásamt kollegum
sínum í Finnlandi, Noregi og
Svíþjóð, að framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins takmarki
innflutning öflugra leysibendla
og að almenn notkun þeirra verði
bönnuð. - þj
Sérstök hlífðargleraugu til verndar lögreglumönnum í Svíþjóð:
Geislagleraugu í alla lögreglubíla
GEISLAVARNIR Lögreglan í Svíþjóð mun
á næstunni fá hlífðargleraugu til að
verjast leysigeislum. NORDICPHOTOS/AFP
IÐNAÐUR Vonir standa til að undir-
ritaðir verði á föstudag samning-
ar um átján milljarða króna upp-
byggingu kísilvers í Helguvík.
Fram kom á Stöð tvö í gærkvöld
að áformað væri að framkvæmdir
hefðust eftir þrjá mánuði.
Kísilverinu er mörkuð lóð við
höfnina í Helguvík en bandarískt
fyrirtæki hefur ásamt íslenskum
samstarfsaðilum undirbúið verk-
efnið í fjögur ár. Kísilverið þarf 65
megavött af raforku. Það samsvar-
ar hálfri Sultartangavirkjun, og er
sú orka þegar til í kerfinu.
Samningar um kísilver:
Undirritun lík-
lega á föstudag
GENGIÐ 8.2.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
213,6771
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
115,47 116,03
186,17 187,07
157,46 158,34
21,119 21,243
20,047 20,165
17,953 18,059
1,4062 1,4144
180,42 181,5
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is
Ef þú ert hjá Símanum
getur þú tékkað
á veðurspánni á
Netinu í símanum
fyrir 0 kr. í dag.
Magnaðir
miðvikudagar!
Pssst!
*Notkun á Íslandi, 100 MB inn
an d
ags
ins
. N
án
ar
á
sim
in
n.
is
DÓMSMÁL Hannes Smárason þarf
ekki að sinni að standa skil á
400 milljóna króna skuld, sam-
kvæmt sjálfskuldarábyrgð á
láni Glitnis til
einkahluta-
félags hans.
Héraðsdóm-
ur Reykjavík-
ur dæmdi um
þetta í gær.
Niðurstaða
dómsins er sú
að veita hafi
átt Hannesi að
minnsta kosti
tveggja ára
ráðrúm til að efna ábyrgðina.
Það hafi ekki verið gert.
Félagið, FI fjárfestingar, er
hins vegar dæmt til að greiða
skuldina, tæpa 4,7 milljarða
króna. Þá er staðfest að Glitnir
hafi fyrsta veðrétt í fasteignum
félaga í eigu Hannesar – tveim-
ur í Faxafeni og sex landspildum
í Grímsnesi – að verðmæti 410
milljónir króna. - sh
Félag greiði 4,7 milljarða:
Hannes sleppur
við 400 milljóna
skuld að sinni
HANNES
SMÁRASON
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
17°
9°
6°
5°
7°
12°
3°
3°
20°
10°
17°
-2°
21°
-5°
12°
15°
-3°Á MORGUN
Vaxandi SA-átt S- og V-
lands, hlýnar.
FÖSTUDAGUR
15-20 m/s S- og V-til.
3
3
2
2
2
3
-3
5
4
6
6
10
7
9
7
5
15
7
7
5
10
8
3
2
1 -4
-5
0
0
6
5
3
SKÚRIR EÐA ÉL og
fremur hæg suð-
vestanátt vestan
til á landinu í dag.
Suðaustan strekk-
ingur og rigning
eða slydda norð-
austan og austan
til fram á síðdegis.
Það kólnar heldur
í veðri er líður á
daginn.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður