Fréttablaðið - 09.02.2011, Side 11

Fréttablaðið - 09.02.2011, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 9. febrúar 2011 11 DÓMSMÁL Bæjarráð Hveragerðis hefur ákveðið að taka að sér að reka dómsmál fyrir húseig- anda í bænum gegn Orkuveitu Reykjavíkur. Bæjarráðið telur að Orkuveitan, sem keypti Hita- veitu Hveragerðis fyrir nokkrum árum, eigi að kosta sérstakan búnað sem húseigendur á vissu svæði í bænum þurfa til að tengj- ast hitaveitunni. Kostnaður þessara húseigenda verður umtalsvert meiri en annarra íbúa segir bæjarráðið sem vill láta reyna á bótarétt þessa hóps með því að höfða próf- mál með því að reka mál eins hús- eigandans. - gar Hvergerðingar stefna OR: Fái bætur fyrir tengiskostnað HVERAGERÐI Bæjaryfirvöld ætla í próf- mál fyrir hönd húseigenda. Ólafur áfram formaður FG Ólafur Loftsson er sjálfkjörinn formaður Félags grunnskólakennara til ársins 2014. Framboðsfrestur er nýlega útrunninn og var Ólafur einn í kjöri. FÉLAGSMÁL Kosið í öll embætti hjá FÍA Tveir gefa kost á sér í embætti formanns Félags íslenskra atvinnu- flugmanna: Hafsteinn Pálsson og Örnólfur Jónsson. Tveir sækjast eftir varaformannsembættinu: G. Birnir Ásgeirsson og Jón Þór Þorvaldsson, og sjö gefa kost á sér í fimm manna meðstjórn. Kosið verður á aðalfundi 15. febrúar. HEILBRIGÐISMÁL Allt of fá níu og fimmtán ára börn hér á landi hreyfa sig nægjanlega lengi af meðalerfiðri og erfiðri ákefð dag hvern. Drengir virðast hreyfa sig meira en stúlkur og það mælast neikvæð tengsl milli hreyfing- ar og holdafars íslenskra barna. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var á tímabilinu september árið 2003 til jan- úar árið 2004 í átján skólum á höfuðborgar- svæðinu og í þéttbýlis- og dreifbýliskjörnum á Norðausturlandi. Alls skiluðu 176 níu ára krakkar nothæfum gögnum til rannsóknar- innar og 162 fimmtán ára krakkar. Meginniðurstöðurnar voru þær að mik- ilvægt sé að auka meðalerfiða og erfiða hreyfingu barna á skólaaldri og nauðsynlegt sé að rannsaka hvaða leiðir séu færar í þeim efnum. Strákar hreyfðu sig að jafnaði meira en stelpur og þeir sem voru níu ára hreyfðu sig meira en þeir sem voru fimmtán ára. Niður- stöðurnar sýndu einnig fram á að þeir þátt- takendur sem voru með meiri fitu undir húð, hreyfðu sig minna samanborið við jafnaldra sína. Rannsóknin er birt í 2. tölublaði Lækna- blaðsins 2011. Hún styður niðurstöður fjölda erlendra rannsókna um sama efni, hvað varðar muninn á meðalerfiðri og erfiðri hreyfingu milli kynja. - sv Nauðsynlegt að auka hreyfingu barna á skólaaldri, samkvæmt nýrri rannsókn: Strákar hreyfa sig meira en stelpur BÖRN AÐ LEIK Talið er að mikill meirihluti barna hér á landi hreyfi sig allt of lítið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Opnir fundir með nýjum stjórnendum Landsbankans Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, á opnum fundi á Akureyri 3. febrúar. Nýir stjórnendur kynna nýja stefnu bankans og framtíðarsýn, breytingar sem orðið hafa og aðgerðalista næstu mánaða. Við viljum hlusta eir skoðunum og viðbrögðum ykkar, eigenda bankans, til að efla bankann enn frekar. Við ætlum að vera Landsbankinn þinn. Reykjanesbær Duushús Mánudagur 14. febrúar kl. 20.00 Skráning á landsbankinn.is og í 410 4000 – allir velkomnir! Akranes Bíóhöllin Fimmtudagur 10. febrúar kl. 20.00 Höfn í Hornafirði Nýheimar Fimmtudagur 17. febrúar kl. 20.00 Hafnarfjörður Bæjarbíó Miðvikudagur 9. febrúar kl. 20.00 Reykjavík Grand Hótel Þriðjudagur 15. febrúar kl. 17.00 LÖGREGLUMÁL Átta ökumenn voru teknir undir áhrifum fíkniefna í höfuðborginni um liðna helgi. Þetta voru fimm karlar á aldrin- um 17 til 49 ára og þrjár konur, allar um tvítugt. Þá stöðvuðu lögreglumenn tíu ökumenn sem allir reyndust undir áhrifum áfengis á sama tímabili. Þetta voru níu karlar á aldrinum 21 til 67 ára og ein kona, 45 ára. Tveir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og einn var á stolnum bíl. - jss Hættuleg í umferðinni: Átján teknir undir áhrifum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.