Fréttablaðið - 09.02.2011, Side 27

Fréttablaðið - 09.02.2011, Side 27
ferðir ●MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011 7 Himinfley Icelandair stefna nú til fimm nýrra áfangastaða, sem eykur enn möguleika fólks til að skoða jörð sína betur, víðar og nær. 1 BILLUND Á JÓTLANDI – SVO MIKLU MEIRA EN LEGOLAND Loks er hægt að fljúga beint til Billund þaðan sem stutt er til allra átta hvort sem ferðinni er heitið um nærsveitir, nágranna- borgirnar Árósa eða Álaborg, eða suður til Þýskalands og annarra lokkandi áfanga- staða á meginlandi Evrópu. Billund er frábær fjölskyldustaður mið- svæðis á Jótlandi, rétt vestur af Horsens og Vejle og norðaustur af Esbjerg. Saga bæjar- ins er samofin litríkum Legokubbum sem einmitt eru framleiddir í Billund og þar er ævintýraheimurinn Legoland sem nú er orðinn einhver kunnasti skemmtigarður Dana. En þótt flestir ætli sér að halda áfram ferðalaginu frá Billund verður enginn ósvikinn af heimsókn um hlýlegar sveitir og nágrannabæi sem fela í sér ógleyman- leg ævintýri á danska vísu. Þar má nefna skemmtigarðinn Lalandia, safnið Karens- minde, víkingaminjar í Jelling, höggmynda- garðinn og fúksíugarðinn í Billund. Á þess- um slóðum og kringum bæina Vejle, Horsens og Esbjerg eru einnig fjölmargir afbragðs golfvellir. Icelandair flýgur þrisvar í viku til Billund, á mánudögum, miðvikudögum og laugardögum frá 1. júní til 12. september. 2 HAMBORG Í ÞÝSKALANDI – OPIN, ÖNNUM KAFIN OG GRÆN Hamborg er kraftmikil stórborg, sú næsts- tærsta í Þýskalandi, með 1,8 milljónir íbúa. Hún stendur á bökkum Saxelfar, um 100 kílómetra frá sjó og er stærsta hafnarborg Þjóðverja og önnur stærsta hafnarborg Evr- ópu. En þótt Hamborg sé mikil viðskipta- og iðnaðarborg er hún grænni en aðrar þýskar borgir og fræg fyrir fallega garða sína, opin svæði, stöðuvötn, ár og bátaskurði, en í Hamborg eru 2.300 brýr – miklum mun fleiri en í Amsterdam eða Feneyjum. Í Hamborg gefst tækifæri til lífsins lysti- semda, menningar og lista, sögu og samtíma, og þýskra gæða í mat og drykk, en krár og kaffihús eru á hverju strái í miðbæ Ham- borgar þar sem kynnast má matreiðslu 40 þjóða á fleiri en 2.000 veitingastöðum. Gera má kostakaup í freistandi verslunargötum og vöruhúsum Hamborgar, og þótt borgin sé víðkunn fyrir leikhús, söngleiki og óper- ur dunar þar líka djass og popp, svo ekki sé talað um klassík og sinfóníuhljómsveit- irnar þrjár. Hamborg á sér langa sögu sem kynnast má í sögusafni borgarinnar eða á rölti um elsta hluta hennar, með skoðunar siglingu um höfnina og um Alster-vatn í miðri borg. Listunnendur fá mikið fyrir sinn snúð í Hamburger Kunsthalle sem er eitt besta safn evrópskar myndlistar frá miðöldum til okkar daga, en aðrir skoða grös og blóm í Planten un Blomen eða líta inn í víðfræg- an dýragarð borgarinnar. Næturlífið er svo kapítuli út af fyrir sig og hægt að komast í tæri við hömlulausa afþreyingu og ögrandi skemmtun af öllu tagi í Hamborg. Borgin er jafnframt kjörinn upphafsreitur fyrir lengri ferðalög um Þýskaland. Icelandair flýgur tvisvar í viku til Ham- borgar á þriðjudögum og föstudögum 3. júní til 9. september. 3 WASHINGTON D.C. – HÖFUÐBORG BANDARÍKJANNA Washington er ein af merkilegustu borg- um veraldar með fjölda sögufrægra staða og óendanlega marga viðburði. Þar er ljúft að ganga um söguslóðir í Georgetown og njóta lífsins á börum og veitingahúsum á árbakkanum. Helstu söfn, minnismerki og veitingastaðir eru á tiltölulega litlu svæði og því hægt að slaka á í áhyggjulausu fríi. Í Washington skynjar fólk betur undiröldu þess frelsis, lýðræðis og valds sem er sam- ofið nafni Bandaríkjanna, og enginn verður ósnortinn við að skoða Washington-minnis- merkið, Hvíta húsið, Þinghúsið, styttuna af Abraham Lincoln og Thomas Jefferson og Víetnamvegginn, því alls staðar ríkir sterk tilfinning fyrir sögunni í fortíð og nútíð. Í Washington er sjaldgæft úrval safna í heimsklassa og frægar stofnanir eins og National Museum of Natural History og National Gallery of Art. Þá eru víða áhuga- verðar verslanir með frægum merkjum sem og minna þekktum og framúrskarandi veit- ingastaðir um alla borg. Frá Washington D.C. er greiður aðgang- ur að allri austurströnd Bandaríkjanna og ómissandi að skjótast í upplífgandi heim- sókn til sérstæðs samfélags Amish-fólksins í Lancaster-sýslu. Icelandair flýgur allt að fimm sinnum í viku til Washington frá 17. maí til 13. sept- ember, það er alla daga nema mánudaga. 4 GAUTABORG Í SVÍÞJÓÐ – AKKÚRAT MÁTULEGA STÓR Gautaborg er hin fullkomna helgarferða- borg, með frábærum verslunum, tónleik- um, íþróttaviðburðum og góðum veitinga- stöðum. Möguleikarnir eru endalausir og næstum allt í göngufæri þótt borgin sé sú næststærsta í Svíþjóð. Í Gautaborg er urmull sætra kaffihúsa því vinsælt er að „ta en fika“ eða fá sér kaffi og kruðerí á góðu kaffihúsi. Gautaborg er líka draumastaður barnafólks enda nóg að gera. Tívolíið Liseberg er einn af vin- sælli stöðum Svíaveldis, sem og raunvís- indasafnið Universum með regnskógum, fuglum, fiskum, hákörlum og eitruðustu skepnu í heimi. Um síki Gautaborgar siglir svo paddan, sem eru bátar sem bjóða upp á frábæra leið til að kynnast borginni. Stutt er í hafið eða næsta stöðuvatn og skerja- garðurinn einstakur þar sem alls staðar má finna kletta til að stinga sér frá eða strend- ur til að leika sér við. Sumrin í Gautaborg eru yndisleg og sól- rík, og borgin með sína eigin menningu og mállýsku. Icelandair flýgur tvisvar í viku til Gauta- borgar á mánudögum og föstudögum frá 24. júní til 15. ágúst. 5 ALICANTE Á SPÁNI – SÓLARSTRENDUR OG DEKURLÍF Alicante á suðausturströnd Spánar, Costa Blanca, er paradís sóldýrkenda sem elska volga og mjúka sandströnd með blátærum öldum í flæðarmálinu. Þar ríkir spænsk menning og iðandi fjör, og unun að snæða ljúffengan mat í hlýju kvöldrökkri undir suðrænum næturhimni. Í Alicante má finna allt sem hugurinn girnist: úrvalshótel, frábæra veitingastaði og magnað næturlíf. Þekktasta baðströnd- in á Costa Blanca er Playa de San Juan, sjö kílómetrar af fínkorna, gulum sandi, tandur- hrein og freistandi, en fyrir ofan ströndina raða sér veitingastaðir, hótel, verslanir, tóm- stundagarðar og golfvöllur. Alicante er ævaforn hafnarborg og auð- kennistákn hennar er kastalinn Castillo de Santa Barbara. Meðal annarra áhugaverðra staða er kirkja heilagrar Maríu, garðarnir El Palmeral og El Ereta, fornleifa safnið Museo Arquelógico Provincial og Collecio Capa sem er stærsta safn nútímaskúlptúra á Spáni. Af styttri ferðum frá Alicante má benda á siglingu til sjóræningjaeyjanna Tabarca og Cuevas del Canelobre þar sem eru hæstu hellahverfingar á Spáni. Unaðslegir veitingastaðir eru í Alicante og spænsk matreiðsla að sjálfsögðu í há- vegum höfð. Þá er gaman að versla í smá- verslunum, vöruhúsum og á markaðnum Avenida Alfonso el Sabio. Icelandair flýgur einu sinni í viku til Alicante, á fimmtudögum frá 14. apríl til 30. júní, og 15. september til 13. október og svo á miðvikudögum frá 6. júlí til 7. september. Veröldin skoðuð upp á nýtt ● NOTALEGAR STAÐREYNDIR UM ICELANDAIR ■ Icelandair hefur ár eftir ár vermt topp- lista yfir stundvísustu flugfélög Evrópu. ■ Sætisbil í flugvélum Icelandair er það mesta meðal íslenskra flugfélaga og ferðaskrifstofa, alls 32 tommur. ■ Í öllum vélum Icelandair eru sjónvarps- skjáir í baki farþegasæta sem geyma yfir 150 klukkustundir af afþreyingu; þar á meðal úrval barnaefnis á íslensku, íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsþætti, og erlendar stórmyndir sem sýndar eru um borð á svipuðum tíma og þær eru frumsýndar í kvikmyndahúsum. Tignarleg bygging Hæstaréttar í Washington D.C. er meðal margra spennandi viðkomustaða í höfuð- borg Bandaríkjanna. Lífið er afslappað og skemmtilegt í Gautaborg. Tær sjór, silkimjúkur sandur og glaða sólskin gerir strandlíf og spænska menningarupplifun við Alicante að paradís. 3 4 5 Það eru undur og stórmerki hvað hægt er að byggja úr Legokubbum, eins og sjá má á þessari mynd úr Legolandi í Billund.1 2 Það kemur eflaust mörgum á óvart hversu græn og falleg Hamborg er, en þar er dásemd að njóta lífsins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.