Fréttablaðið - 09.02.2011, Blaðsíða 16
16 9. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
M
yndin af afleiðingum mengunarhneykslisins á Ísa-
firði verður dapurlegri eftir því sem meiri upp-
lýsingar koma fram. Nú liggur fyrir að eiturefnið
díoxín er yfir mörkum í sýnum sem tekin hafa verið
úr fóðri, mjólk og kjöti í nágrenni sorpbrennslunnar
Funa. Bóndinn í Efri-Engidal og frístundabændur í nágrenninu
munu þurfa að lóga allt að 400 skepnum vegna mengunarinnar.
Fyrir liggur að eitthvað af kjöti
frá bænum hefur farið á mark-
að. Ábúendur í Efri-Engidal
segjast ekki sjá annan kost en að
bregða búi. Áhrif á heilsu fólks
í nágrenni sorpstöðvarinnar
liggja ekki fyrir, enda hafa enn
sem komið er ekki verið tekin
sýni úr fólki.
Svo miklar og vondar upplýsingar liggja hins vegar nú þegar
fyrir vestra að það verður að teljast með ólíkindum að yfirvöld í
Skaftárhreppi haldi áfram að brenna sorp í úreltri brennslustöð,
sem er sambyggð grunnskólanum á Kirkjubæjarklaustri.
Eins og Fréttablaðið hefur fjallað ýtarlega um fékk Ísland á
sínum tíma undanþágu frá Evrópureglum um mengun frá sorp-
brennslum. Upplýst hefur verið að undanþágan fékkst fyrst og
fremst vegna þrýstings frá sveitarfélögum, sem óx í augum
kostnaðurinn við að koma sorpbrennslum sínum í það horf að
mengun frá þeim yrði innan leyfilegra marka.
Þarna virðast menn hafa horft afar þröngt á málið; fyrst og
fremst litið á reglurnar sem óþægilegan kostnaðarauka í stað þess
að velta fyrir sér til hvers þær væru settar, þ.e. að vernda heilsu og
umhverfi íbúanna. Þá virðist það heldur ekki hafa skipt miklu að
evrópsku reglurnar voru meðal annars til komnar vegna baráttu
Íslendinga fyrir því að mengun hafsins vegna þrávirkra efna frá
landstöðvum yrði takmörkuð, en slíkt er auðvitað mikið hagsmuna-
mál fyrir íslenzkan sjávarútveg. Hagur umhverfisins, íbúanna og
efnahagslífsins virðist þannig hafa vikið fyrir þröngri sýn á hag
nokkurra sveitarfélaga með úreltar sorpbrennslur.
Kannski var það vegna þessarar þröngsýni sem enginn taldi
í sínum verkahring að upplýsa almenning um hugsanlega hættu
vegna sorpbrennslustöðvanna. Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa
beðizt afsökunar á sínum þætti í málinu og þar með viðurkennt
ábyrgð sína. Hlutur eftirlitsstofnana skýrist vonandi þegar fyrir
liggur niðurstaða stjórnsýsluúttektar, sem Svandís Svavarsdóttir
umhverfisráðherra hefur beðið Ríkisendurskoðun að gera.
Í úttekt sem Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður gerði á löggjöf
um mengun vegna Funamálsins er lagt til að herða á frumkvæð-
is- og viðbragðsskyldu stjórnsýslustofnana í málum af þessu tagi
og tryggja betur rétt almennings til verndar heilsu og lífsgæða.
Lykilatriði í úttekt Ólínu er að ekki sé heldur hægt að horfa framhjá
„skorti á fagmennsku, lélegu gagnalæsi og jafnvel vanrækslu“.
Það virðist nefnilega fremur hafa verið hugarfarið en löggjöfin
sem var ábótavant í Funamálinu. Viðhorfið að mengun hljóti að
vera vandamál annars staðar en heima hjá manni sjálfum virðist
hafa verið ein undirrót Funahneykslisins.
HALLDÓR
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Mengunarhneykslið á Ísafirði versnar bara.
Ekki heima
hjá okkur
Í náttúrufræðinámi er nauð-synlegt að nemandinn læri
ákveðin grunnatriði í formi hug-
taka og almennum orðaforða
en fái síðan að upplifa, prófa og
skynja bóknámið. Það má gera
með verklegum athugunum til
að setja nýju þekkinguna í sam-
hengi við eigin upplifun. Þannig
nám fór fram í Rafheimum
sem reknir voru af Orkuveitu
Reykjavíkur en var lokað vegna
niðurskurðar á haustmánuðum.
Rafheimar voru eina vísinda-
safnið sem tók á móti nemend-
um á aldrinum 6-20 ára þar sem
nemendur gátu fræðst um allt
sem tengist rafmagni og fram-
kvæmt sínar eigin tilraunir í fámenn-
um hópum undir leiðsögn. Á safnið komu
árlega vel á þriðja þúsund nemendur en
flestar heimsóknir voru í aldurshópnum
10-12 ára.
Niðurstöður í PISA-rannsókninni
fyrir árið 2009 sýna að Ísland er tals-
vert undir meðallagi í náttúrufræði
innan OECD. Rannsóknir hafa einnig
sýnt að verkleg kennsla í náttúrufræði í
grunnskólum landsins er mjög lítil. Lítil
ásókn ungs fólks í raungreina-
námi á Íslandi og innan Evrópu-
sambandsins er áhyggjuefni en
einn af mikilvægum þáttum í að
efla ásóknina eru vísindasöfn
fyrir nemendur. Mikilvægt er
að áhugi nemanda sé glæddur
á náttúrufræði með fjölbreyttu
starfi hvort sem það er í daglegu
starfi skólanna, vísindasöfnum,
heimsóknum í fyrirtæki sem
byggja á raunvísindum eða ein-
stökum viðburðum eins og Vís-
indavöku. Þannig er stuðlað
að því að fleiri nemendur líti á
starf við raungreinar sem raun-
hæfan og spennandi valkost sem
mun síðar skila þjóðfélaginu
miklum ábata.
Í heimsóknum mínum með nemendur
af unglingastigi í Rafheima hef ég séð
hvernig áhugi nemendanna á eðlisfræði
hefur verið vakinn. Þar hafa þeir lært
nýja hluti og haft ánægju af fjölbreytt-
um verkefnum. Ég skora á Orkuveitu
Reykjavíkur, Reykjavíkurborg og
mennta- og menningarmálaráðuneytið
að vinna að því að starfsemi Rafheima
geti hafist að nýju.
Kveikjum á Rafheimum
Söfn
Ólafur Örn
Pálmarsson
náttúrufræði-
kennari
Rafheimar
voru eina
vísinda-
safnið sem
tók á móti
nemendum
á aldrinum
6-20 ára.
Skrítið
Sjaldnast er gott að segja hvaða
stefnu pólitíkin tekur enda flestir sem
gefa sig að henni nokkuð sérstakir.
Í borgarstjórn Reykjavíkur eru fjórir
flokkar. Tveir mynda meirihluta og
tveir eru í minnihluta. Í síðustu
viku sameinuðust Hanna Birna og
Sóley í minnihlutaflokkunum
um að mótmæla áformum
meirihlutans um sameiningu
upplýsinga- og vefmála borgar-
innar. Ein lína í bókuninni er
málefnaleg, annað er útúrsnún-
ingur. Niðurlagið er svo lélegur
brandari. Og allt í lagi með
það, það er ekki öllum gefið
að vera fyndnir.
Í sama liði
En hvers vegna í ósköpunum eru
sjálfstæðismenn og vinstri græn að
nudda saman nefjum? Flokkarnir
eiga ekki málefnalega samleið. Það
eina sem þeir eiga sameiginlegt er að
báðir urðu útundan við meirihluta-
myndunina síðastliðið
vor. En í samræmi
við stjórnmálahefð-
ina sameinast þeir
um framlag í stóru
brandarakeppn-
ina í Ráðhús-
inu.
Skrítið
Magnað var að fylgjast með gagnrýni
Kjartans Magnússonar á hvernig
staðið var að ráðningu forstjóra
Orkuveitunnar. Hann tíndi til ein tíu,
tuttugu atriði sem honum fundust
á skjön við góða stjórnsýslu. Um
margt góðar ábendingar. En það
magnaða var að þarna var borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins á ferð. Sú var
nefnilega tíðin að sjálfstæðismenn
stjórnuðu ýmist ríki eða borg og
réðu fólk með þeim aðferðum sem
þeim einum hentuðu. Kjartan átti
náttúrulega engan þátt í því. En
þar sem hann er í Sjálfstæðis-
flokknum verður gagnrýnin svo
skrítin. bjorn@frettabladid.is